Morgunblaðið - 23.11.2020, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 23.11.2020, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Sigurður MárJónssonblaðamaður víkur í pistli á mbl.is að þeim tækifærum sem felist í stað- setningu Reykja- víkurflugvallar. Hann bendir á að þrengt hafi verið að starfsemi vallarins þó að 600-800 manns hafi atvinnu af honum, fyrir utan afleidd störf. Þá skrifar Sigurður Már: „Því miður er það svo að núverandi borgarstjórnarmeirihluti horfir framhjá þeirri sögu sem flugvöll- urinn á, þeirri atvinnu sem hann skapar og þó ekki síst þeim tæki- færum sem í honum felast. Ekki er langt síðan þáverandi borgar- stjóri, Jón Gnarr, fékk í hend- urnar undirskriftir ríflega 70 þúsund Íslendinga sem skrifuðu undir áskorun um að flugvöll- urinn yrði áfram í Vatnsmýrinni. Þegar þeim var skilað þá sagði borgarstjórinn að hann hefði átt von á fleiri undirskriftum! En hvorki meira né minna en 28% kosningarbærra Íslendinga skrifuðu undir eftirfarandi: „Við leggjumst gegn þeim áformum að flugvallarstarfsemi víki úr Vatnsmýrinni og skorum á Reykjavíkurborg og Alþingi að tryggja öllum landsmönnum óskerta flugstarfsemi í Vatns- mýri til framtíðar.““ Sigurður Már bendir á að hug- myndir um flugvöll í Hvassa- hrauni séu óraunsæjar, hann mundi kosta hundr- uð milljarða króna og að auki séu jarð- hræringarnar í ná- grenninu og óljóst um veðurfar. Auð- vitað væri í besta falli furðulegt að gera nýjan flugvöll rétt utan við höfuðborgarsvæðið, skammt frá alþjóðaflugvellinum á Reykjanesi. Það væri pen- ingasóun sem jafnvel þeir sem byggðu Braggann ættu að veigra sér við. Reykjavík er ekki eina borg veraldar sem skartar flugvelli á besta stað. Sumar aðrar borgir njóta þess að hafa greiðan að- gang að slíku samgöngu- mannvirki, en hér hefur lítill hópur stjórmálamanna gert það að sínu meginmarkmiði að flæma völlinn burt úr borginni með öll- um tiltækum ráðum. Sú tenging sem völlurinn skapar við lands- byggðina er mikils virði, jafnt fyrir höfuðborgarbúa og aðra íbúa landsins, sem þurfa að sækja margvíslega þjónustu til höfuðborgarinnar. Sigurður Már sér að auki fyrir sér að með tækniframförum flugvéla geti þýðing vallarins aukist og ný tækifæri skapast. Þetta kann vel að vera og er áhugavert innlegg í umræðu um flugvöllinn, umræðu sem hefur allt of mikið einkennst af því að þrengja beri að vellinum með það að markmiði að loka þessari mikilvægu samgönguæð. Það eru forréttindi fyrir Reykjavík að hafa vel staðsettan flugvöll í miðju borgarinnar} Tækifæri í Vatnsmýrinni Donald Trump,forseti Banda- ríkjanna, hefur í meginatriðum fylgt þeirri stefnu sem hann lofaði kjós- endum, að draga bandaríska hermenn út af ófrið- arsvæðum erlendis. Skiljanlegt er að Bandaríkjamenn vilji ekki, nánast einir og óstuddir, færa þær fórnir sem þarf til að bæla ófrið í fjarlægum heimshlutum. Sér í lagi þegar árangurinn af þessum fórnum er takmarkaður og langan tíma tekur, hæglega áratugi ef það er þá á annað borð hægt, að stilla til friðar. Í Mið-Austurlöndum, þar sem viðræður hafa átt sér stað við bandamenn og mögulega banda- menn, en um leið harka sýnd þeim sem ýta undir hryðjuverk og ófrið, hefur náðst meiri árang- ur en búist var við. Annars staðar er árangurinn óljósari, meðal annars í Afganist- an, þar sem Bandaríkin hafa komið á friðarviðræðum á milli stjórnvalda og talibana. Á sama tíma og viðræður þokast lítið halda skærur áfram, eins og með- al annars sást á sprengjuárás á höfuðborgina Kabúl á laugardag. Talibanar neita aðild að árásinni að þessu sinni en Ríki íslams, sem hefur komið sér fyrir í landinu, lýsti henni á hendur sér. Fáir bandarískir hermenn eru eftir í landinu og Trump stefnir að því að fækka þeim enn verulega á næstu vik- um. Hætt er við að sú fækkun auðveldi talibönum og öðrum að halda áfram ófriði í landinu. Framkvæmdastjóri Atlants- hafsbandalagsins hefur lýst áhyggjum af þessu, en á meðan Bandaríkin eru látin sitja nánast ein uppi með það að stilla til frið- ar er ekki við því að búast að þær aðgerðir verði jafn myndarlegar og langvarandi og nauðsyn er á, sé ætlunin að halda aftur af of- beldinu og koma í veg fyrir að Afganistan verði á ný gróðrarstía fyrir hryðjuverkahópa. Banda- lagsríki Bandaríkjanna í Atlants- hafsbandalaginu verða að gera það upp við sig hvort þau ætla að standa með Bandaríkjunum í þeirri viðleitni að halda aftur af ófriðarseggjum eða hvort dregið verði úr þeim aðgerðum. Gagn- rýni án virkrar þátttöku hefur lít- ið vægi. Ekki er hægt að ætlast til að Bandaríkin dragi vagninn ein} Baráttan gegn ófriðarseggjum M örg hin síðari ár hefur stjórn- málaumræðan snúist æ meira um umhverfismál. Mannkynið hefur dreift sér um alla jarðarkringluna og áhrif af til- vist okkar snerta umhverfi og lífríki í öllum kimum hnattarins og allt of oft með neikvæðum hætti. Margir hafa áhyggjur af að losun gróður- húsalofttegunda leiði til hækkunar á hitastigi svo umhverfi og aðstæður muni breytast til hins verra um veröldina. Tekist er á um hvaða leiðir séu best til þess fallnar að draga úr óæskilegum áhrifum okkar á umhverfið og svo er einnig hérlendis. Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og aukning hennar leiðir til þess að við efnum ekki alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Útlit er fyrir að við þurfum að greiða himinháar sektir. Aðgerðir stjórn- valda til að hindra þetta eru ómarkvissar og í smáskömmt- um. Vinstri menn, sem ráða ferðinni í þessum málaflokki, klæða lausnirnar í hugsjónabúning og huga lítt að raun- hæfum aðgerðum sem gætu borið skjótan árangur. Fjár- veitingar eru auknar til gagnslítilla og óprófaðra aðgerða og oft án fullnægjandi rökstuðnings um árangur. Nýskógrækt er árangursríkasta aðferð sem þekkist til kolefnisbindingar. Margar þjóðir hafa eflt skógrækt í þeim tilgangi. Þrátt fyrir þetta hefur þeim mikla sam- drætti í skógrækt sem varð hér á landi eftir hrun ekki ver- ið snúið til betri vegar. Ráðherrann kennir fyrri stjórnum um, en hefst ekki að sjálfur. Sú örlitla aukning sem hefur orðið er mestmegnis í birki sem þó bindur margfalt minna en öflugustu trjátegundir sem reynsla er komin á hér á landi. Þess í stað er siglt hraðbyri í að greiða milljarða í loftslags- sektir, sem enginn veit hvert renna. Þá er að minnast á sorpmálin. Langsamlega mest af okkar úrgangi hefur verið urðað, þrátt fyrir að valda margvíslegri mengun, þar á meðal útblæstri metangass sem er ein allra skaðlegasta gróðurhúsalofttegundin. Aðrar þjóðir hafa í auknum mæli brennt sitt sorp í sorpbrennslum, sem hafa orðið æ umhverfis- vænni og framleitt að auki orku. Hér skella menn við skollaeyrum og aðhafast ekki. Ríkisstjórnin hyggst leysa umhverfismálin mestmegnis með skattlagningu. Þetta er hald- reipið þegar menn sjá ekki lausnir á vand- anum eða þora ekki að taka ákvarðanir. Um það er kolefnisgjaldið gott dæmi. Síðustu þrjú ár hefur gjaldið verið hækkað jafnt og þétt og hækkar enn um næstu áramót. Stjórnvöld viðurkenna að ekkert er vitað hvort skatturinn hafi nokkur áhrif til minnkunar á út- blæstri óæskilegra gróðurhúsalofttegunda og tekjur renna að mestu í óskyld verkefni. Ofan á þetta hefur Hag- fræðistofnun HÍ staðfest að gjaldið kemur harðast niður á þeim lægst launuðu og hefur neikvæð áhrif á atvinnusköp- un. Kolefnisgjaldið er enn einn skatturinn sem klæddur er í fagran grænan búning. Karl Gauti Hjaltason Pistill Villuljós hjá vinstri grænum Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi. kgauti@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Einn vinsælasti þátturinn ástreymisveitunni Netflixþessa dagana er Krúnan,eða The Crown, sem fjallar um veldistíma Elísabetar 2. Bretadrottningu allt frá upphafi og til vorra daga. Fjórða þáttaröðin kom út á sunnudaginn fyrir viku og er óhætt að segja að hún hafi slegið gríðarlega í gegn, en í henni er farið yfir líf konungsfjölskyldunnar á ní- unda áratugnum, þegar Margaret Thatcher var forsætisráðherra, og hjónaband Karls og Díönu var í for- grunni. Sérfræðingar í sögu og mál- efnum bresku konungsfjölskyld- unnar hafa hins vegar sopið hveljur, þar sem í fjórðu seríunni er að finna nokkur atriði sem ekki er hægt að sjá að hafi átt sér stað í raunveruleik- anum. Hefur svo rammt kveðið að gagnrýni þeirra á þættina að Peter Morgan, höfundur þeirra, sá sig knú- inn til þess að verja hendur sínar um helgina. Eitt af þeim atriðum snýst um bréf sem Louis Mountbatten lá- varður og afabróðir Karls er sagður hafa skrifað honum stuttu fyrir svip- legt fráfall sitt, þar sem Mountbatten skammar prinsinn fyrir að vera í tygjum við Camillu Parker-Bowles, gifta konu, í stað þess að finna sér eiginkonu sem uppfylli kröfur kon- ungsættarinnar. Í þáttunum fær Karl þetta bréf svo í hendurnar eftir að Mountbatten hefur verið myrtur af írska lýðveld- ishernum. Gallinn er sá að það eru engin gögn sem liggja fyrir um að Mountbatten hafi skrifað þetta bréf. Þættirnir sýni ábyrgðarleysi Viðurkenndi Morgan í hlaðvarpi um þættina að hann hefði „búið til“ þetta atriði, en varði sig með þeim rökum að innihald hins meinta bréfs hefði verið í samræmi við skoðanir hins látna lávarðs, byggt á samtölum hans við fólkið sem þekkti til. „Við munum aldrei vita hvort hann skrif- aði það niður í bréfformi og við mun- um aldrei vita hvort Karl fékk það bréf fyrir eða eftir andlát hans, en í þessu tiltekna drama ákvað ég að meðhöndla þetta svona,“ sagði Morg- an. Hugo Vickers sagnfræðingur hefur hins vegar gagnrýnt þessa af- stöðu Morgans og sagt hana ábyrgð- arlausa. „Fólk trúir þessu, því þetta er vel tekið upp, framleiðslan er fal- leg og þættirnir vel leiknir af góðum leikurum. Það er ekki bara hægt að vísa þessu frá sem slúðurblaðarusli,“ sagði Vickers við CNN-fréttastofuna. Vickers gagnrýnir einnig hvern- ig þættirnir taka á hjónabandi Karls og Díönu, og þá sérstaklega hvernig Karl Bretaprins er sýndur. „Þeir hafa alltaf sýnt hann sem veimiltítu,“ sagði Vicker við Vanity Fair- tímaritið. „En núna er hann ekki ein- ungis veimiltíta, heldur einnig reiður og frekar ógeðfelldur maður sem öskrar á eiginkonu sína.“ Sally Bedell Smith, annar sagn- fræðingur sem hefur sérhæft sig í málefnum bresku krúnunnar, tekur undir gagnrýni Vickers. Segir hún að áhorfendur séu nánast narraðir til þess að trúa því að það sem sjáist á skjánum hafi gerst í alvörunni. „Fyrri seríur voru nánast „bún- ingadrama“ en þessi gerist svo ná- lægt okkur í tíma, þannig að rang- færslurnar virka grimmari,“ sagði Bedell Smith. Hún bendir einnig á að Karl og Camilla, sem nú eru gift, hafi stór- bætt ímynd sína á síðustu árum, sér í lagi með góðgerðarstarfi eftir að heimsfaraldurinn hófst. Bretar hafi því jafnvel farið að sætta sig við þá hugmynd að hún yrði drottning Karls þegar hann tekur við af El- ísabetu. „En af því að fólk trúir því að Krúnan sé sannleikanum samkvæm, gæti þessi þáttaröð eyðilagt allar þær góðu tilfinningar sem Karl og Ca- milla hafa vakið í seinni tíð, og end- urvakið fjandskapinn frá því fyrir tveimur áratugum. Það mun einnig ýta undir þá fölsku þjóðsögu að Díana hafi verið hið heilaga fórn- arlamb.“ Thatcher ekki fjandmaður Vickers gagnrýnir einnig hvern- ig samband Margrétar Thatcher, þá- verandi forsætisráðherra Bretlands, og drottningarinnar er sýnt, en þar er látið sem mjög stirt hafi verið á milli þeirra tveggja, en Vickers segir það byggt á óáreiðanlegri frásögn eins af hirðmönnum drottning- arinnar, sem var á endanum ýtt til hliðar. Þá sé sérstaklega varhugavert hvernig greint sé frá ferð Thatcher- hjónanna til Balmoral-kastala, en þar bíða þeirra ýmsar þolraunir sem kon- ungsfjölskyldan leggur fyrir for- sætisráðherrahjónin. Segir Vickers af og frá að konungsfjölskyldan myndi standa að slíku og reyna að niðurlægja gesti drottningar. Krúnan hneykslar krúnufræðinga Skjáskot/Netflix Krúnan Gillian Anderson þykir vinna mikinn leiksigur í hlutverki Thatcher, en sagnfræðingar eru ekki á einu máli um nákvæmni þáttanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.