Morgunblaðið - 23.11.2020, Page 16

Morgunblaðið - 23.11.2020, Page 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2020 Með gagnkvæmum samskiptum hafa nor- rænu ríkin komið upp einni árangursríkustu stefnumörkun í áfeng- ismálum í heiminum. Því miður er það svo að ekki aðeins góðar hugmyndir fara yfir landamæri og því veld- ur það miklum áhyggj- um að umræðan frá hinum norrænu ríkjunum um svo- kallaða „sölu á framleiðslustað“ á áfengi hafi náð til Íslands, samtímis því að tillagan um að einkavæða net- sölu á áfengi er enn á dagskrá. Við lestur nýlegrar tillögu um breytingar á íslenskri áfengislöggjöf má sjá að mat á áhrifum á heilsu al- mennings er ófullkomið og að í til- lögurnar vantar mikilvæga valkosti við stefnumótun í þessum málum. Með því að heimila hagnaðardrifin sjónarmið einkaaðila við sölu áfengis verður einnig að gera ráð fyrir vel þekktum afleiðingum fyrir velsæld einstaklinga, fjölskyldna og sam- félagsins í heild. Við vonumst til þess að íslenski dómsmálaráðherrann endurskoði og breyti tillögu sinni. Í fyrsta lagi eru ein helstu rökin sem færð hafa verið fram fyrir að heimila netsölu og sölu á fram- leiðslustað þau að erlendir framleið- endur geti selt vörur sínar gegnum erlenda netsöluaðila, sem gerir sam- keppnisstöðu íslenskra fyrirtækja erfiðari. Það eru til betri og hófsam- ari lausnir á þessu vandamáli: Með því að stöðva áfengissölu erlendra einkaaðila til Íslands væri hægt að ná því markmiði dómsmálaráðherra að jafna samkeppnisstöðuna, án þess að kosta til hinum neikvæðu áhrifum á heilsufar almennings. Hægt að setja hömlur á erlenda netsölu Reynslan frá Svíþjóð og Finnlandi hefur sýnt að hægt er að setja höml- ur á netsölu erlendra áfengissölu- aðila: Árið 2018 bannaði Finnland netsölu áfengis, þar með talið frá öðrum ESB-ríkjum, staðfest af Hæstarétti Finnlands, að fengnum stuðningsúrskurði frá Evrópudóm- stólnum. Nýverið úrskurðaði sænsk- ur dómstóll að banna skyldi mark- aðssetningu áfengis á vegum erlendra einkaaðila sem beint væri að sænskum neytendum. Megin- reglan er ljós: áfengiseinkasalan á við bæði í netheimum og raun- heimum. Í öðru lagi sjáum við að vísað er til vaxtar í „áfengisferðamennsku“. Eftir sem áður er tillaga um stór- fellda einkavæðingu í netsölu áfeng- is ekki forsenda fyrir vel heppnuðum ferðamannageira – þvert á móti. Jafnvel „áfengisferðamenn“ gætu upplifað ferð í áfengiseinkasölu- verslunina á staðnum, í kjölfar smökkunarheimsóknar, sem ein- staka menningarupplifun við að heimsækja norrænt land. Grundvall- aratriðið er samt sem áður spurn- ingin um forgangsröðun: ættu þæg- indi og aðgengileiki erlendra ferðamanna að hafa forgang fremur en heilsa og velfarnaður heima- manna? Í þriðja lagi má nefna að finnsku lögin um sölu á framleiðslustað eru ekki til eftirbreytni. Lögin hafa ekki komið fyrir Evrópudómstólinn og óljóst hvort þau standast Evrópu- rétt. Þar að auki er netsala áfengis bönnuð í Finnlandi. Af þessum sök- um má leiða rök að því að innleiðing slíkrar stefnu á Íslandi sé vafasöm í ljósi lagalegrar stöðu áfengiseinka- sölunnar og með tilliti til heilsu margra Íslendinga, ekki síst við- kvæmra ungmenna. Árangursríkar aðgerðir Þegar á allt er litið eru norrænar hömlur á hagnaðarsjónarmiðum einkaaðila við sölu áfengis almennt taldar vera meðal árangursríkustu aðferða við stefnumörkun í áfeng- ismálum á heimsvísu. Margar rík- isstjórnir horfa öfundaraugum til þessarar stefnumörkunar sem skil- virkrar og neytendavænnar leiðar til að draga úr skaðsemi áfengis og þeim kostnaði sem áfengi veldur ein- staklingum, fyrirtækjum og sam- félaginu í heild sinni. Þessa stefnu- mörkun ætti að halda í heiðri og vernda. Dómsmálaráðherra ætti að hætta við áform um að leyfa sölu áfengis á netinu og framleiðslustað en setja í staðinn lög sem banna netsölu er- lendra áfengissala. Betra að banna netsölu erlendra áfengisverslana en opna fyrir hagnaðarsjónarmið við sölu áfengis Eftir Kalle Dram- stad og Emil Juslin » Tillagan um að heim- ila netsölu á áfengi og sölu á framleiðslu- stað á Íslandi gæti vald- ið ósamræmi við löggjöf ESB og íslenski dóms- málaráðherrann ætti að hugleiða aðra valkosti. Emil Juslin Kalle Dramstad er forstöðumaður Brussel-skrifstofu sænsku samtak- anna IOGT-NTO. Emil Juslin er ráðgjafi í stefnumótun við Brussel-skrifstofu sænsku sam- takanna IOGT-NTO. Kalle Dramstad Í nýrri skýrslu starfshóps á vegum atvinnuvega- og ný- sköpunarráðuneyt- isins um þróun toll- verndar er dregið fram að hvergi í aðildarríkjum OECD og Evrópu- sambandsins séu tollar hærri en ein- mitt á Íslandi, Nor- egi og Sviss. Það kemur því ekki á óvart að hvergi sé matvælaverð hærra en einmitt í þessum lönd- um. Tilgangur tolla er að vernda innlenda framleiðendur með því að hækka verð innfluttra vara og draga þannig úr eftirspurn eftir þeim. Tollheimta skilar ríkissjóði auknum tekjum og innlendum framleiðendum hugsanlega ein- hverjum ávinningi, en tap annarra er samt meira en sem því nemur. Vegna hærra vöruverðs kaupa neytendur minna og markaðurinn dregst saman. Þá draga tollar úr hvata til nýsköpunar, þar sem samkeppnisforskotið verður álög- ur á aðra, en ekki gæði vöru. Toll- vernd er því í raun rangnefni því tollar mynda tap alls samfélags- ins. Réttnefni væri tollatap. Ný- lega skipuðu utanríkisráðherra og sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra óformlegan vinnu- hóp sem gera á úttekt á tolla- samningi við Evrópusambandið um viðskipti með landbún- aðarvörur og meta hagsmuni Ís- lands af óbreyttum tollasamningi. Ekki er hægt að skilja starf vinnuhópsins öðruvísi en að verið sé að láta undan áhrifabeitingu þrýstihóps sem krefst meiri álaga á neytendur í formi hærri tolla. Jafnvel hafa heyrst kröfur um að stöðva eigi innflutning á kjöti þar sem hætta sé á að birgðir af inn- lendu kindakjöti safnist upp vegna samdráttar í neyslu innanlands og minni útflutnings. Enn á ný telja einhverjir hagsmunagæslumenn í lagi að láta neytendur borga brús- ann þegar harðnar á dalnum. Neytendasamtökin gjalda veru- legan varhug við því að hróflað verði við tollasamningnum nema markmiðið sé að auka tollkvóta enn frekar. Samningurinn var mikilvægt og löngu tímabært skref sem hefur skilað neytendum lægra verði. Hafi áætlanir um út- flutning ekki gengið eftir er ekki við íslenska neytendur að sakast. Þá eru allar hugmyndir um að stöðva innflutning á kjöti vegna minni sölu ekkert annað en neyslustýring, sem á engan hátt er réttlætanleg. Slíkt gæti auk þess þýtt brot á fyrrnefndum samningi. Það verður að leggja af þá lensku að fyrsta hugmynd sem kemur upp þegar eitthvað bjátar á sé að seilast í vasa neytenda. Tollar og verndarhyggja eru hamlandi stuðningur sem leiða til taps neytenda, og framleiðenda þegar litið er til lengri tíma. Þessi hamlandi stuðningur er hluti af gamalli og hverfandi arfleifð sem verður að láta af. Þess í stað þarf að leggja áherslu á styðjandi stuðning, stuðning við nýsköpun og beinan stuðning við bændur. Íslenskir bændur og aðrir mat- vælaframleiðendur hafa sýnt að þeim er heilt yfir treystandi til að framleiða holl og góð matvæli. Matvælaframleiðendur verða að treysta eigin framleiðslu. Treysta verður neytendum til að velja, en láta af kröfum um tollmúra og neyslustýringu. Tollar, tap og traust Eftir Breka Karlsson og Bryn- hildi Pétursdóttur » Tollar eru allra tap. Matvælaframleið- endum er treystandi, en verða að treysta eigin framleiðslu og treysta neytendum, og láta af kröfum um tollmúra. Brynhildur Pétursdóttir Höfundar eru formaður og fram- kvæmdastjóri Neytendasamtakanna. ns@ns.is Breki Karlsson Í Morgunblaðinu hinn 14. nóvember sl. birtist grein eftir Ólaf Stefánsson slökkvi- liðsstjóra á Akureyri undir yfirskriftinni „Á að vernda gömul timburhús?“ Má af henni ráða að grein- arhöfundur telji lög- gjöf um aldursvernd gamalla timburhúsa vera ógn við öryggi fólks og skilvirkar eldvarnir í um- dæmi sínu. Í greininni eru enn- fremur villandi upplýsingar um af- stöðu Minjastofnunar Íslands til endurbóta á gömlum húsum með tilliti til brunavarna. Í lögum um menningarminjar sem tóku gildi árið 2013 er húsum og mannvirkjum sem náð hafa 100 ára aldri tryggð vernd vegna ald- urs. Í aldursfriðuninni felst að fá þarf leyfi Minjastofnunar hyggist húseigandi gera breytingar á eign sinni, byggja við húsið, rífa það eða flytja. Þessi krafa tekur til leyf- isskyldra breytinga á fasteign sem skylt er að leggja fyrir bygging- aryfirvöld viðkomandi sveitarfélags samkvæmt ákvæðum bygging- arreglugerðar. Minjastofnun berast í hverjum mánuði umsóknir um breytingar og endurbætur á frið- uðum húsum þar sem tekið er tillit til öryggis- og eldvarnarsjónarmiða svo sem skylt er. Er mér ekki kunnugt um neitt það tilvik frá gildistöku laganna þar sem Minjastofnun hefur lagst gegn nauðsyn- legum endurbótum á eldri húsum sem miða að því að tryggja ör- yggi fólks og draga úr brunahættu. Algengt er að hönnuðir endur- bóta á eldri byggingum leiti samráðs við Minjastofnun um lausnir á brunahólfun, flóttaleiðum og björgunaropum þannig að virðing sé jafnframt borin fyrir útliti og sögu viðkomandi húss. Vafasöm er sú staðhæfing Ólafs að miklar kröfur Minjastofnunar um að „vernda hverja spýtu og nagla í upprunalegri mynd“ sé þrándur í götu brunavarna í göml- um timburhúsum. Nærtækara væri að beina spjótum að hinum raun- verulega vanda, þeirri landlægu ómenningu að sinna ekki viðhaldi húsa og láta fasteignir drabbast niður og eyðileggjast. Það á við um gömul timburhús sem önnur mann- anna verk að þau þarfnast reglu- bundins viðhalds og réttrar um- hirðu. Auk þess er oftast óhjákvæmilegt að gera á þeim breytingar til að þau uppfylli kröfur samtímans um öryggi og gæði hús- næðis. Ef reglum er fylgt og vand- að til verks við endurbætur geta gömul timburhús verið jafn örugg híbýli og steinhús með tilliti til brunavarna. Undirrituðum er ekki kunnugt um að gerð hafi verið út- tekt á tíðni manntjóns og slysa af völdum bruna í tilteknum gerðum bygginga. Því er varhugavert að draga víðtækar ályktanir um aldur húsa og öryggi þeirra nema fyrir liggi traust gögn. Fallega endur- gerð timburhús eru meðal eftirsótt- ustu fasteigna í miðborg Reykjavík- ur og víðar. Vísbendingar eru um að timbur verði í auknum mæli nýtt sem byggingarefni á komandi árum vegna umhverfissjónarmiða enda hægur vandi að tryggja brunavarn- ir með nútíma efnum og tækni. Nærtækt dæmi eru höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar í nýreistu fimm hæða timburhúsi í Hafnar- firði. Starfsfólki Minjastofnunar Ís- lands er það kappsmál að eiga gott samstarf við Húsnæðis- og mann- virkjastofnun og forsvarsmenn brunamála um allt land í því sam- eiginlega verkefni að tryggja traustar eldvarnir í eldri bygg- ingum sem er mikilvæg forsenda fyrir nýtingu þeirra og þar með varðveislu. Má í því sambandi minna á Leiðbeiningar Mannvirkja- stofnunar og Minjastofnunar um brunavarnir í friðlýstum kirkju- byggingum sem aðgengilegar eru á heimasíðum beggja stofnana. Í grein sinni vekur Ólafur Stefánsson athygli á þeirri alvarlegu brotalöm sem er á eldvarnareftirliti í úrsér- gengnu og ósamþykktu húsnæði þar sem slökkvilið landsins skortir lagaheimildir til eftirlits og fyrir- byggjandi aðgerða til að tryggja ör- yggi íbúa. Skal tekið heilshugar undir áskorun hans til stjórnvalda um úrbætur í því mikilvæga máli og öðru því sem snýr að bættum eldvörnum í íbúðarhúsum. Um eldvarnir og verndun gamalla timburhúsa Eftir Pétur H. Ármannsson Pétur H. Ármannsson »Ef reglum er fylgt og vandað til verks við endurbætur geta gömul timburhús verið jafn örugg híbýli og steinhús með tilliti til bruna- varna. Höfundur er arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslands. petur@minjastofnun.is Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.