Morgunblaðið - 05.12.2020, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.12.2020, Blaðsíða 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2020 Í dag er afmælis- dagur mömmu okkar, í dag hefði hún orðið 71 árs. Í tilefni dags- ins langar okkur að minnast hennar með nokkrum orðum. Við misstum hana í hræði- legum bruna, ásamt æskuheimili okkar og nær öllum þeim verald- legu hlutum sem foreldrar okkar hafa eignast um ævina. Mamma og pabbi hittust sem unglingar og áttu draum. Þau vildu búa í sveit með öllu sem því tilheyrði. Eftir nokkurra ára sam- búð keyptu þau jörðina Augastaði og hófu uppbyggingu og ræktun. Fyrstu árin hafa varla verið auð- veld þar sem pabbi var á sjó og mamma sá um búið á meðan hann aflaði tekna á sjónum. Þá bjuggu þau hjá móðurömmu okkar og mamma keyrði traktor fram að Augastöðum til að sinna búinu á hverjum degi. Með okkur í far- teskinu hefur þetta verið hetjudáð hvern dag. Við fluttumst að Augastöðum 1982. Mamma elskaði að vera komin með hópinn sinn á drauma- staðinn. Hún fór með okkur í æv- intýragöngutúra og kenndi okkur að greina á milli mismunandi steinategunda. Hún fór með okk- ur í berjamó og við fengum að vera með í öllu ferlinu frá berjat- ínslu til sultu- og saftgerðar. Hún kenndi okkur að þekkja ótal jurtir, grös og blóm. Jóhanna Guðrún Björnsdóttir ✝ Jóhanna GuðrúnBjörnsdóttir fæddist 5. desember 1949. Hún lést 18. október 2020. Útför hennar hef- ur farið fram. Það hefur ugg- laust verið krefjandi að vera bóndi með fjögur börn og mann á sjó, þegar hann var ekki á sjó var hann á grenjum, í veiðivörslu eða við eitthvað annað til- fallandi utan býlis- ins. Mamma var hlekkurinn sem hélt öllu saman, um- burðarlyndi, þrautseigja og dugn- aður hennar var mikill. Við þurft- um að hjálpa til og við gerðum það með glöðu geði og öll okkar verk voru metin til góðs, stór eða lítil. Mamma kenndi okkur svo margt um lífið og tilveruna sem við munum búa að alla ævi. Stelp- ur geta skipt um dekk og smíðað. Strákar mega gráta og vera í kjól ef þeir vilja. Mamma studdi okkur alltaf. Sama hversu misgáfulegar hugmyndirnar voru, þá vissi hún að við myndum læra af því á end- anum. Mamma elskaði náttúruna, lífið og allt sem var hægt að annast. Blómabeðin sem hún bjó til í garð- inum, hundar og kettir hafa varla átt eins hugljúfa ævi og hjá henni, kindurnar sem fengu bestu burð- arhjálp sem á var kosið. Á sama tíma sem hún kenndi okkur að elska lífið þá lærðum við frá barn- æsku að dauðinn er hluti af lífinu. Lamb sem deyr í burði, fugl sem flýgur á gluggann. Allt þetta tók hún sér tíma til að útskýra fyrir okkur og við höfum öll fengið að syrgja, jarða og minnast látinna dýravina okkar og mamma skildi okkar sorg og söknuð svo innilega í hvert skipti. Seinni árin átti heimilið og fjöl- skyldan hug hennar allan. Hún undi sér best með barnabörnin í kringum sig. Það voru ófáir ísarn- ir og bollarnir með „nammi Che- erios“ sem voru gefnir litlum höndum heima hjá ömmu og afa. Elsku mamma, þótt þú hafir farið svo allt of snemma þá vonum við að blærinn leiki við lokkana þína í sumarlandinu, við vitum að þú verður fremst í röðinni með hlýja faðminn þinn til að taka á móti okkur þegar sá tími kemur. Á meðan skulum við passa upp á pabba og allar góðu minningarn- ar. Takk fyrir allt. Þín, Jóhanna Laufey, Kristrún, Jóhannes, Alice og fjölskyldur. ✝ Almar ÅkeOlofsson fædd- ist 29. júlí 1929. Hann lést 25. október 2020 á hjúkrunarheimili í Åsele í Svíþjóð. Foreldrar hans voru Lilly Edlund, f. 1908 í Grant- räsk, Lykseele í Västerbotten í Sví- þjóð, og Olof Aug- ust Walley, f. 1857 í Gär- dsjönås í Västerbotten. Åke ólst upp hjá foreldrum sínum á Gärdsjönäs til fimm ára aldurs en þá dó faðir hans og heimilið leystist upp. Eftir það bjó hann til unglingsára hjá hálfsystkinum sínum. Åke var vélvirki og nam þess utan smíði á sjálfskipt- ingum í bíla. Hann rak bif- reiðaverkstæði um tíma en vann mestan hluta ævi sinnar hjá Alfa Laval við uppsetningar á vélum í mjólk- urstöðvar. Åke kvæntist Carinu Elisabet Olofsson og eign- aðist fimm börn: Carinu Elisabet, Åke Rikard, Per Håkan, Liselotte og Niells. Eftirlifandi eiginkona Åke er Sólveig Gunnarsdóttir. Þau kynntust árið 1980, fluttu til Kullen í Norður-Svíþjóð en áttu jafnframt heimili á Ís- landi síðastliðin ár. Útförin hefur farið fram. Ösku hans verður dreift næsta vor í minningarreit í Gävle í Norður-Svíþjóð að viðstöddum ástvinum hans. Áki var vélsmiður og bifvéla- virki, hann starfaði mestan hluta ævi sinnar hjá Alfa Laval við upp- setningar og viðhald á mjólk- urbúum. Hann ferðaðist um allan heim vegna vinnu sinnar en vann að mestu í Austurlöndum. Áki kynntist móður minni, Sólveigu Gunnarsdóttur, þegar hann var að vinna á Íslandi árið 1980. Þau urðu ástfangin, gengu í hjóna- band og byggðu sér hús úti í skógi á æskuslóðum hans í Norð- ur-Svíþjóð í Innsjä í Vesterbot- ten. Í fyrstu voru þau þar á sumr- in en fluttu síðan þangað 1990. Áki var einstaklega verklaginn og athafnasamur, smíðaði allt sem þau vantaði, hús, báta, snjó- plóga, gerði við vélar og féll aldr- ei verk úr hendi. Sveitungar hans leituðu til hans þegar eitthvað bilaði hjá þeim og hann var alltaf fús til að aðstoða. Smám saman bættist við húsakostinn hjá þeim, Áki smíðaði yogahús fyrir mömmu svo hún gæti æft sig í næði, bílskúr, verkstæði, gesta- hús, eldiviðarhús og útbjó full- komið útieldhús. Það var skemmtilegt að fylgjast með hon- um kljúfa við fumlaust með ótrú- legum afköstum. Á einum degi fylgdist ég með Áka koma heim trjábolum sem höfðu fallið í skóg- inum og smíða úr þeim langborð og bekki fyrir fjölmenna garð- veislu sem þau héldu sama kvöld. Áki var með bíladellu og átti marga sportbíla sem hann dund- aði við. Hann var veiðimaður, þekkti skóginn út og inn, veiddi fisk og fugla og stundaði elgveið- ar með vinum sínum. Hann gat kveikt eld í grenjandi rigningu og útbúið máltíð. Elgveiðarnar og félagsskapurinn í kringum þær skiptu hann miklu máli. Fé- lagarnir hittust oft til að æfa skotfimi og undirbúa veiðarnar og það var mikil stemning og glatt á hjalla hjá þeim. Mamma og Áki bjuggu ein í skóginum og urðu hluti af nátt- úrunni. Á veturna fóru þau um á skíðum og vélsleðum, þau fylgd- ust vel með dýrunum í skóginum og gáfu þeim í mestu frostunum. Eitt sumarið breyttu þau gesta- herbergi í uppeldisstöð fyrir ugluunga. Þeir misstu móður sína sem flaug á rafmagnsvír og voru að veslast upp þegar þeim var bjargað. Áki sagaði niður tré sem hann kom fyrir í uppeldis- stöðinni og það sumar veiddi hann daglega mýs fyrir ungana sem komust á legg og urðu fleyg- ir og sjálfbjarga. Áki keypti gamla skósmíðavél á uppboði. Hann gerði hana upp og smíðaði í hana nýjar nálar því þær voru ófáanlegar. Hann ætl- aði að nota vélina til að sauma sér leðurjakka. Hann átti uppáhalds- jakka sem var orðinn slitinn, spretti honum upp til að fá af honum sniðið og fór á veiðar. Honum reiknaðist til að hann þyrfti skinn af 7 bjórum í jakk- ann. Hann náði bara að veiða 5 áður en hann missti heilsuna. Ár- ið 2013 fékk Áki heilablæðingu. Athafnamaðurinn og náttúru- unnandinn náði sér aldrei eftir það og átti erfitt með að sætta sig við að vera upp á aðra kominn. Síðustu þrjú ár dvaldi hann á hjúkrunarheimili í Åsele. Útför hans fer fram í Svíþjóð og ösku hans dreift í minningar- reit í Gävle. Mamma segir að bestu ár ævi sinnar hafi hún átt með Áka. Kær kveðja, Gunnhildur Olga Jónsdóttir. Almar Åke Olofsson Afmælisminning „Heimsins mesta böl er skortur á ímyndunarafli.“ Ég veit ekki hve oft ég heyrði þessi orð frá þér elsku mamma. Það voru sannarlega forréttindi að fá að alast upp hjá þér, þar sem lífið var oft líkt ævintýri og alltaf varstu tilbúin að hlusta, hugga og hjálpa. Þótt ákveðin harka og seigla væri alltaf á yfirborðinu mamma varstu alltaf í mínum augum stelpan sem vildi hafa gaman, fara á hestbak, á skíði og hafa gaman með fólkinu og dýrunum sem ávallt voru í kringum þig. Það er sárt að hugsa til þess að halda jólin, sem voru uppá- haldshátíð okkar, án þín, geta ekki séð brosið þitt og glæsilegu ljósu krullurnar þínar. Ein kærasta minning mín af þér mamma er frá Þingvöllum uppi í bústað hjá Unnu ömmu. Það er síðsumarkvöld og farið að rökkva, eins og gerist voru einhver mótmæli gagnvart því að fara í háttinn. Við erum vör- uð við að Grýla borði nú svona óþekk börn og að við ættum að koma okkur í ró. Skömmu seinna hverfur þú mamma, en þungir dynkir byrja að heyrast á pallinum, og út úr myrkrinu kemur Grýla sjálf gangandi með staf og stóran poka, dregur neglurnar eftir rúðunum og glottir með vígtönnunum. Við taka hróp frá okkur systkinun- um sem breytast í hlátrasköll þegar þú mamma sviptir af þér gervinu sem samanstóð af rusla- poka sem klæði, marglitri greiðukollu fyrir hár og víg- tönnum skornum til úr appels- ínuberki. Þetta bar auðvitað tilætlaðan árangur því ég og Magga vorum aldrei aftur óþekk upp frá þeim degi. Seinustu árin einkenndust af miklum veikindum. Fyrst Unn- ars og síðar þínum ásamt öðrum áföllum, en aldrei stoppaði það þig í að lifa lífinu af öllum þeim krafti og dugnaði sem í þér bjó. „Það sem mitt þrek hefur grætt, það hefur viðkvæmnin misst.“ Að lokum reyndist þetta þó of mikil raun og einföld skilaboð um að við þyrftum að fresta skíðaferðinni sögðu mér mikið meira um hve mikil veikindin væru orðin og hildarleiknum væri að ljúka og skammt eftir. Davíð Geir Jónasson. Geirþrúður vinkona hefur kvatt okkur alltof snemma. Hún var óvenjulega sterkur karakter og passaði ekki inn í neina stað- alímynd. Sannkölluð valkyrja og engri lík. Leiðir okkar lágu saman fyrir um 20 árum og er einkum hestamennskunni að þakka. Geirþrúður var stórkost- leg hestakona og það fór ekki fram hjá neinum þegar hún reið fram hjá, með flaksandi ljóst hárið, hnarreist og glæsileg. Ég minnist ótal hestaferða um fjöll og firnindi með Geirþrúði og Unnari heitnum. Hann á Myrkni og hún á Gosa. Þá var gott að vera til. Á hestbaki naut hún sín best og var drottning um stund. Geirþrúður var dugleg, ósér- hlífin og skörungur til allra verka. Hún hafði ríka réttlæt- iskennd og lét skoðanir sínar Geirþrúður Geirsdóttir ✝ GeirþrúðurGeirsdóttir fæddist 1. nóv- ember 1961. Hún lést 10. nóvember 2020. Útför hennar fór fram 4. desember 2020. óspart í ljós. Geir- þrúður var skörp og víðlesin og það gat verið skemmti- lega krefjandi að rökræða við hana um menn og mál- efni. Ég er þakklát fyrir okkar vinskap og þakka samfylgd- ina. Ég votta Silju, Margréti, Davíð, barnabörnum og öðrum að- standendum dýpstu samúð. Ragnhildur Helgadóttir. Blakkur Ég vaknaði fyrir viku síðan, er vetrarnóttin ríkti hljóð, og sá þá standa Blakk minn brúna í bleikri þorramánans glóð. Svo reisti hann allt í einu höfuð með opinn flipann og gneggjaði hátt og tók síðan stökk með strok í aug- um og stefndi heim í norðurátt. Sú leið er erfið, gamli garpur, þú getur ei sigrað þau reginfjöll, þó stælt sé þín bringa og fætur fimir, þín frægðarsaga nú er öll. Á grýttum mel þar sem geislar stormur með grimmdarfrost og hríðarkóf, ég sé hvar þú liggur klárinn karski með klakaðar nasir og sprunginn hóf. Þú skildir mig einan eftir, Blakkur, því enginn vinur nú dvelst mér hjá, og enginn hlustar á mitt elliraus um æskustöðvarnar norðurfrá. En í mínu brjósti býr eirðarleysi, eykur og magnar sína glóð. Mitt úlfgráa höfuð hátt ég reisi og held í norður í þína slóð. (Jónas Árnason) Það er með sorg í hjarta sem ég kveð Geirþrúði Geirsdóttur, vinkonu mína. Geirþrúður var sterkur karakter sem lá ekkert á skoðunum sínum og átti það stundum til að stuða fólk. Þessi gamla góða íslenska hreinskilni er því miður að hverfa fyrir ein- hverri pólitískri rétthugsun þannig að enginn veit lengur hvað verið er að tala um. Leiðir okkar lágu fyrst sam- an fyrir meira en þrjátíu árum en þá höfðum við báðar skráð okkur í lögfræði við HÍ. Minn- isstæður er kappaksturinn ofan úr gamla Verlsó og niður í Lög- berg til að ná borði. Við hlupum því út í gamla hvíta bensinn hennar Geirþrúðar og geyst- umst af stað, yfir gangstéttir, tókum handbremsubeygju, rétt náðum heiðgula ljósinu, svínuð- um okkur inn á hringtorgið og lögðum uppi í skafli þar sem okkur minnti að væri bílastæði. Hlupum inn, náðum boði og fór- um beint í kaffi. Þar var hún í essinu sínu og mörg mál voru brotin til mergjar. En hvorug okkar fann sig í lögfræðinni og vorum við farnar hvor í sína átt- ina eftir árið. Í gegnum árin hittumst við af og til. Það var því ánægjulegt þegar leiðir okk- ur lágu aftur saman þegar ég fór aftur í hestamennskuna. Þegar rætt var við Geirþrúði um hesta og hestamennsku þá kom maður ekki að tómum kof- unum og gátu þær umræður oft orðið fróðlegar en jafnframt eld- heitar. Geirþrúður var höfðingi heim að sækja og vildi vinum sínum vel. Vissulega komust ekki allir í gegnum þykkan skrápinn sem hún hafði komið sér upp í gegnum lífið, en þeir sem gerðu það voru umvafðir hlýju og ástúð. Margar góðar minningar koma upp í hugann tengdar hestamennskunni. Einn fallegan vordag riðum við Geir- þrúður og Halldór í Heiðmörk og yfir í Hafnarfjörð. Það var ótúrlegt að fylgjast með þeim skötuhjúum. Halldór reið á gráum gæðingi en Geirþrúður stjórnaði ferðinni og sagði okk- ur til alla leiðina. Undanfarið hef ég verið að hugsa um hvort lífið sé ekki bara eins og ein stór hestaferð þar sem óvæntir atburðir geta átt sér stað og enginn veit hvernig ferðin end- ar. Því miður endar þín ferð allt of snemma. Ég mun alltaf minn- ast þín brosandi í hnakknum. Ég sendi innilegar samúðar- kveðjur til fjölskyldu og ástvina þinna. Blessuð sé minning þín. Sigríður Kristjánsdóttir Mín kæra vinkona Geirþrúð- ur Geirsdóttir er fallin frá. Hvernig gat þetta gerst?Við sem ætluðum að gera svo margt þegar við yrðum gamlar. Ég man það eins og gerst hafi í gær, að þú bankaðir heima og spurðir eftir mér. Við vorum tíu ára og búnar að vera með fullt af krökkum í brennó á Mið- vangnum, þú varst svo snögg og hljópst svo hratt, við tókum öll eftir þér enda varstu strax sem barn falleg og skemmtileg. Þú sagðist heita Geigey og komst til að biðja mig um að vera vinkona þín, það var auð- sótt mál og síðan höfum við ver- ið vinkonur í gegnum súrt og sætt eins og við kölluðum það. Stundum liðu vikur án þess að við heyrðumst, svo kom hringingin…hæ hvernig hefur þú það krúttið mitt? Og ég sagði Geigey þú ert örugglega sú eina sem kallar mig krúttið sitt og svo hlógum við og það sem við gátum hlegið og stundum bara að engu. Við höfum fylgst að í mörg ár og ég á margar góðar minn- ingar til að ylja mér við, eins og þegar við ákváðum tólf ára gamlar að leika jólasveina í Norðurbænum í Hafnarfirði og taka gjald fyrir svo við gætum farið á allar jólabíómyndirnar sem okkur þótti svo spennandi. Þetta tókst hjá okkur með smá hnökrum, því það vildi ekki bet- ur til en að leið yfir stærri jóla- sveininn í miðju fjörinu og urðu sumir ansi skelkaðir. Unglingsárin voru góð hjá okkur og við kynntumst fullt af skemmtilegu liði. Upp úr átján ára aldri skildi leiðir, ég fór að búa úti á landi en alltaf heyrð- umst við og heimsóttum hvor aðra og stundum voru síma- reikningarnir ansi háir hjá okk- ur enda landsímasímtöl dýr á þessum árum. Fyrstu utanlandsferðina fór- um við saman en það var til Glasgow í verslunarferð fyrir jól, við vorum líklega tuttugu og fimm ára, og það sem við versl- uðum, blessuð börnin okkar fengu allar bækur á ensku þessi jól! Ég gæti haldi áfram enda- laust því að ég er svo rík að eiga allar þessar minningar um þig og með þér. En söknuðurinn er sár og ég er sífellt að reka mig á að ég get ekki tekið upp símann og hringt í þig vegna fáránlegrar greinar sem ég hef lesið eða nýrrar bók- ar sem var að koma út, eða ætt- um við að fara í leikhús, bíó eða á kaffihús? Ég á eftir að sakna þín sárt. Þú varst traust og góð vin- kona og alltaf til staðar fyrir alla. Lífið var þér ekki alltaf auðvelt en alltaf stóðst þú keik og falleg á hverju sem dundi. Börnin þín og barnabörn voru þér allt, þú varst svo stolt af þeim öllum og ljómaðir alltaf þegar þú talaðir um alla litlu strákana þína. Ég sendi þeim öllum innileg- ar samúðarkveðjur, einnig Hall- dóri sambýlismanni Geirþrúðar, aldraðri móður, bræðrum og mágkonum. Við höfum öll misst mikið, bæði vinir og vandamenn. Megi minning um góða konu lifa í hjörtum okkar. Hvíl í friði mín kæra vinkona. Vilborg Jónsdóttir. Hugheilar þakkir til ykkar allra er sýnduð okkur hlýhug og samkennd við andlát og útför okkar ástkæra GUNNARS ARNAR GUÐSVEINSSONAR, Lækjasmára 2, Kópavogi. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks LSH og líknarteymis HERU fyrir einstaka umönnun Gunnars. Guð blessi ykkur. Helga Þórunn Guðmundsdóttir og fjölskylda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.