Morgunblaðið - 05.12.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.12.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2020 Við sendum frítt innanlands ef verslað er fyrir 8.000 kr. eða meira Verslun | Snorrabraut 56, 105 Reykjavík | 588 0488 | Vefverslun á Feldur.is HLÝJAR JÓLAGJAFIR Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Miklar framkvæmdir eru fyrirhug- aðar á svæði Golfklúbbs Reykjavík- ur í Grafarholti næstu misseri. Áformað er að byggja nýtt íþrótta- hús við Bása með aðstöðu fyrir golfherma, vipp og pútt og við austurhlið Bása á að rísa 3-400 fer- metra einfaldari þjónustubygging með starfsmannaaðstöðu, verkstæði og vélageymslu. Þá er á döfinni að endurgera flatir við 7. og 11. braut vallarins þannig að þær verði fyrr tilbúnar á vorin og gæði þeirra verði meiri allt sumarið. Framkvæmt fyrir 500 milljónir Björn Víglundsson, formaður GR, segist áætla að þessar framkvæmdir kosti um 500 milljónir króna. Í gangi er skoðanakönnun til að kanna hug félagsmanna til fram- kvæmdanna og lýkur henni næsta miðvikudag. Björn segist gera sér vonir um að niðurstöður verði já- kvæðar og þá verði hægt að ráðast í hönnunarvinnu, útboð og fram- kvæmdir næsta vor og ljúka þeim á árinu. Viðbyggingin við Bása verður rúmlega 800 fermetrar að stærð og verður húsið samnýtt með því sem fyrir er við æfingasvæðið. Yfir vetr- artímann verður æfinga- og félags- aðstaða í fjölnota upphituðu húsnæði þar sem 4-6 golfhermar verða settir upp. Yfir sumartímann eru þarfir kylfinga ólíkar og þá verður hægt að opna út á æfingasvæðið eins og nú er. Björn segir að golfhermum hafi fjölgað mjög síðustu ár hjá golf- klúbbum, t.d. GKG, og stórum og smærri einkafyrirtækjum. Það sé mat stjórnar GR að miða við 4-6 golfherma í upphafi, en auðvelt sé að fjölga þeim í samræmi við eftir- spurn. Endurgerð í áföngum Björn rifjar upp að fyrir tæpum sex árum hafi verið gerð skoð- anakönnun meðal félagsmanna í GR um breytingar á Grafarholts- velli. Þar hafi komið fram ábend- ingar um að þörf væri á betri fé- lags- og æfingaaðstöðu, sem nú væri verið að bregðast við. Jafnframt hafi komið fram efa- semdir um að fara í stórtækar breytingar á vellinum á skömmum tíma. Niðurstaðan hafi verið sú að skipta verkefninu við endurgerð vallarins í minni einingar og trufla leik á framkvæmdatímanum eins lítið og mögulegt væri. Breytingar á brautum 7 og 11 væri fyrsti áfanginn í endurgerðinni. Með því að breyta legu þessara brauta lítillega og staðsetningu og halla flata mætti forðast vetrar- og vatnstjón og auka gæði með legu gagnvart sólarljósi, góðri undir- byggingu og fullkomnum vökvunar- tækjum. Byggt er á teikningum frá breska golfvallahönnuðinum Tom Mackenzie, sem hefur unnið með GR síðasta áratuginn. Alls eru rúmlega 3.300 félagar í Golfklúbbi Reykjavíkur að börnum og unglingum meðtöldum. Aðal- fundur GR verður haldinn með fjarfundabúnaði á mánudag. Byggja og bæta flatir í Grafarholti  Betri inniaðstaða í nýju íþróttahúsi GR  Breytingar á tveimur brautum  Könnun meðal félaga Tölvumynd/T.ark Básar Inniaðstaða batnar til muna með nýju íþróttahúsi GR í Grafarholti, en húsið nýtist til golfæfinga og félagsstarfs allt árið. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kylfingur Björn Víglundsson, for- maður Golfklúbbs Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.