Morgunblaðið - 05.12.2020, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2020
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Sól skein í heiði,
einn af þessum fal-
legu sumardögum,
þegar hugurinn
flögrar um í gleði
yfir því að vera til, njóta sumars
og sólar, hitta vini og eiga góðar
stundir með þeim sem manni
þykir vænt um. Á leiðinni yfir
Hellisheiði er síminn tekinn upp,
slegið á þráðinn til Gulla og
Steinu. Erum á leiðinni, verðum
hjá ykkur á eftir. Í minningunni
renna allir þessir góðu dagar
saman í einn, einn samfelldan
gleðidag. Þannig hefur vinátta
okkar verið, Steina og Gulli, Elsa
og Maggi, órjúfanlegt vinasam-
band í áratugi sem aldrei hefur
borið skugga á. Hreiðrið þeirra í
Þrastarskógi ber þeim Gulla og
Steinu fagurt vitni og þangað var
gott að koma. Einstakur sælu-
reitur sem þau byggðu upp með
mikilli elju og natni. Steina og
Gulli voru einstaklega samhent
hjón og nutu þess að hafa ætt-
ingja og vini nærri sér, enda sér-
lega gestrisin. Steina var mikil
reglumanneskja og það ein-
kenndi allt hennar líf. Hún var
trygglynd, umhyggjusöm, glað-
lynd og glæsileg í fasi. Hvar sem
Steina lagði hönd að verki var
virðing fyrir hverju verki í fyr-
irrúmi. Steina flíkaði ekki tilfinn-
ingum sínum, en það var henni
mikið gleðiefni að sjá fólkinu
sínu farnast vel í lífi og starfi. Ég
gæti skrifað heila bók um sam-
verustundir okkar, ferðalög okk-
ar saman, innanlands sem utan.
Ferðir til Frakklands, Þýska-
lands, Bandaríkjanna, Danmerk-
ur, Tékklands, Aruba og sigling
um Karabíahafið svo eitthvað sé
hér nefnt. Ekki svo ósjaldan
heyrðist „skál fyrir okkar ást-
kæru eiginkonum“ og álíka fras-
ar sem fær okkur til að brosa í
minningu einstakrar vináttu.
Í löngu veikindaferli Steinu
var til þess tekið hversu vel Gulli
Steinunn
Bjarnadóttir
✝ SteinunnBjarnadóttir
fæddist 27. ágúst
1944. Hún lést 21.
nóvember 2020.
Útförin fór fram
4. desember 2020.
hugsaði um Steinu
sína, vakinn og sof-
inn yfir velferð
hennar. Góður vin-
ur er nú horfinn frá
okkur, en minning
um einstaka vináttu
í áratugi mun lifa
með okkur.
Heimsins þegar
hjaðnar rós
og hjartað klökknar.
Jesús gefðu mér eilíft ljós
sem aldrei slökknar.
(Höfundur ók.)
Elsku Gulli og fjölskylda,
megi góður Guð styrkja ykkur á
sorgarstundu.
Blessuð sé minning Steinunn-
ar Bjarnadóttur.
Magnús og Elísabet.
„Kvenna verður kvöldið víst,
kátt á Mávahrauni“. Þannig
hljómaði einn af fyrripörtum árs-
ins 2004 sem vinkona mín Stein-
unn Bjarnadóttir sendi út með
boðskorti í tilefni kvennaboðs
sem hún hélt það árið. Í raun
endurspeglar texti viðkomandi
árs kátínuna sem boðunum
fylgdi í þau 20 ár sem þau voru
haldin.
Þema þeirra var aldrei það
sama. Hugmyndaauðgi Steinu
var með ólíkindum í þeim efnum
og sýndi svo vel hversu mikla
ánægju hún hafði af því að halda
veislu, njóta samvista og gleðja
aðra.
Boðin hennar voru kennd við
tímabil úr heimssögunni, sögu
þjóða og siði og var klæðnaður
gestgjafa og gesta tileinkaður
tilefninu. Þegar boðskortin
komu frá Steinu fylltist ég til-
hlökkun og fór að huga að und-
irbúningi.
Steina og Gulli eiginmaður
hennar voru einstaklega sam-
hent í öllu því sem þau tóku sér
fyrir hendur og studdu hvort
annað með ráðum og dáð. Frá
einlægri framkomu þeirra og
gestrisni streymdi hlýtt viðmót
sem fékk hvern þann sem naut
návistar við þau til að líða vel og
finna sig velkominn. Áhugi
þeirra hjóna lá meðal annars í
því að rækta og fegra heimili sitt
og umhverfi bæði á Mávahrauni
og í dásamlega Hreiðrinu í Önd-
verðarnesi þar sem þau voru bú-
in að byggja sér upp ásamt
krökkunum yndislegan sælureit
þar sem þau nutu hverrar stund-
ar. Þar komu þau svo miklu í
verk að haft var eitt sinn á orði
að sælureiturinn byggi yfir
aukaklukkutímum, hlöðnum
orku.
Steina geislaði af glaðværð,
var elskuleg og góð kona. Það
var reisn og glæsileiki í hennar
fasi. Hún lagði áherslu á velferð
fjölskyldunnar, heilbrigðan lífs-
stíl, trygglyndi, var góður hlust-
andi og óspör á sinn tíma.
Hún skilur eftir hugljúfar
minningar sem ylja um ókomin
ár, minningar frá ómetanlegum
gleðistundum sem hún fann upp
á og gerði að veruleika og minn-
ingar frá einstaklega ánægjuleg-
um tímum og fallegri samleið.
Hennar verður sárt saknað.
Elsku vinir, Gulli, Bjarni,
Kristín Fjóla, Silja Rún og fjöl-
skyldur, ég, Böddi og stelpurnar
vottum ykkur okkar dýpstu sam-
úð. Við minnumst Steinunnar
Bjarnadóttur með mikilli vin-
semd, virðingu og þakklæti.
Valgerður Sigurðardóttir.
Elskulega vinkonu og vinnu-
félaga kveðjum við í dag með
söknuði.
Með þakklæti minnumst við
allra áranna sem við unnum sam-
an á Hrafnistu í Hafnarfirði þar
sem við kynntumst Steinunni
fyrst. Við áttum saman margar
glaðar stundir þar sem stutt var í
hlátur og sprell og betri vinnu-
félaga var ekki hægt að hugsa
sér, ábyrg og ákveðin en alltaf
sama ljúfa viðmótið hjá Stein-
unni. Við yljum okkur við minn-
ingar frá ferðalögum okkar
vinnufélaganna innanlands og
erlendis þar sem við vorum öll
saman og nutum lífsins.
Eftir að við komumst á heldri
aldurinn héldum við góðu sam-
bandi, hittumst reglulega og vin-
skapurinn fékk dýpra vægi. Við
kunnum allar þrjár að meta
þetta trausta samband og vin-
áttu sem aldrei bar skugga á.
Það var gott að eiga þig að vini
og við þökkum samfylgdina,
elsku Steinunn.
Elsku Gulli og fjölskylda, inni-
legar samúðarkveðjur.
Jenny og Jórunn.
Séra Árni Sig-
urðsson, fv. sóknar-
prestur á Blönduósi,
lést 26. október sl.
og fór útför hans fram frá Bú-
staðakirkju 5. nóvember. Kynni
okkar hófust sumarið 1981, er ég
gerðist prestur í Bólstaðar-
prestakalli og þar með nágranna-
prestur Árna. Fljótt tókust með
okkur og fjölskyldum okkar góð
kynni og vinátta. Árni átti, er hér
var komið sögu, hátt í þrjátíu ára
starfsferil að baki sem sóknar-
prestur og því dýrmætt fyrir
óreyndan prest að njóta leiðsagn-
ar hans fyrstu árin. Árni var ljúf-
ur maður í allri viðkynningu og
með okkur tókst gott samstarf.
Nokkrum sinnum tók ég fyrir
hann prestsverk á Blönduósi, er
hann þurfti að skreppa suður,
eins og hann gjarnan orðaði það,
og hafði af því bæði gagn og gam-
an. Oftast er skroppið var á
Blönduós var litið inn hjá Árna á
Húnabrautinni og hans ágætu
konu, Eyrúnu Gísladóttur hjúkr-
Árni Sigurðsson
✝ Árni Sigurðs-son fæddist 13.
nóvember 1927.
Hann lést 26. októ-
ber 2020.
Árni var jarð-
settur 5. nóvember
2020.
unarfræðingi sem
tóku okkur opnum
örmum, og yfirleitt
var ekki við annað
komandi en að
borða kvöldmat, áð-
ur en heim var hald-
ið. Gestrisni þeirra
hjóna var einstök.
Um margt var að
spjalla og stundir
fljótar að líða. Skoð-
anir okkar á ýmsum
málum fóru líka mjög saman.
Árni var mikill náttúruunnandi
og umhverfisverndarmaður.
Hann var einn af stofnfélögum
SUNN, samtaka um náttúru-
vernd á Norðurlandi, og áttu þeir
Helgi bróðir minn gott samstarf
á þeim vettvangi. Áhugi Árna
beindist mjög að skógrækt. Hann
var félagi í Skógræktarfél. H.-
Hún. og plantaði um árabil trjám
í landi Gunnfríðarstaða í Langa-
dal, þar sem nú er vaxinn upp
glæsilegur skógur. Dvöl mín á
Bólstað varð aðeins tvö ár, en þá
fluttumst við yfir Vatnsskarðið
að Mælifelli í Skagafirði. Engu að
síður héldu samskipti okkar Árna
áfram af ýmsum toga. Nokkra
vetur stóðum við saman að ferm-
ingarbarnamóti á Löngumýri,
mættum þar með okkar ferming-
arbörn og gistum eina nótt. Nut-
um frábærrar aðstoðar Mar-
grétar á Löngumýri. Þetta voru
lífleg mót með fjörugum krökk-
um og stundum lítið sofið, en allir
héldu heim hressir og sáttir.
Betri samstarfsmenn en Árna
var vart hægt að hugsa sér. Einu
sinni kom Árni til mín í Ábæj-
armessu og prédikaði, og ég í
hans kirkjur. Er mér minnisstæð
heimsókn í Þingeyra- og Undir-
fellskirkjur, þar sem við áttum
góðan messudag. Sr. Árni var
góður boðandi Orðsins. Hann var
fastheldinn á gamalt og gott og
það, sem hann taldi sannast og
best.
Hann starfaði í Hólafélaginu
um árabil og lagði Hóladóm-
kirkju öflugt lið, en Hólar voru
honum einkar kærir fyrir margra
hluta sakir.
Árni sat um tíma á kirkjuþingi
og var þar öflugur málsvari dreif-
býlisins. Hann var hugsjónamað-
ur og lét sér fátt óviðkomandi, er
snerti farsæld lands og lýðs. Síð-
ustu árin urðu samskiptin strjálli,
en þó hittumst við stöku sinnum
við ýmis tækifæri og alltaf var
gott og uppörvandi að ræða málin
við Árna og heyra skoðanir hans
á málefnum líðandi stundar. Við
leiðarlok er mér þakklæti efst í
huga fyrir trausta vináttu og gott
og gjöfult samstarf, sem aldrei
bar skugga á. Ég sendi börnum
hans og ástvinum öllum einlægar
samúðarkveðjur. „Drottinn minn
gef þú dánum ró, en hinum líkn
er lifa.“
Ólafur Hallgrímsson.
✝ Auður Krist-insdóttir
fæddist á Skúfs-
stöðum í Hjaltadal
30. apríl 1926.
Hún lést á Reykja-
lundi 8. nóvember
2020.
Hún var dóttir
hjónanna Gunn-
hildar Stefaníu
Sigurðardóttur, f.
1898, d. 1929, og
Kristins Gunnlaugssonar, f.
1897, d. 1984. Fósturforeldrar
hennar frá þriggja ára aldri
voru hjónin Jórunn Guðrún
Guðmundsdóttir, f. 1867, d.
1951, og Jón Oddsson, f. 1876,
d. 1966.
Auður var yngst þriggja
systra, en eldri voru þær Sig-
Þór Annelssyni, dætur þeirra
eru Helga Bjarney, f. 19.2.
2019, og Harpa Dóra, f. 20.8.
2020. 2) Lórý, f. 11.11. 1983, í
sambúð með Diego Pagliaro,
synir þeirra eru Lúkas Freyr,
f. 20.4. 2014, og Markús Þór,
f. 15.2. 2016. 3) Guðmundur,
f. 29.10. 1987, í sambúð með
Önnu Helen Guðmundsdóttur
Vinther, dóttir þeirra er
Andrea Mjöll, f. 5.7. 2019.
Auður ólst upp í Skagafirði
og byrjuðu þau Guðmundur
búskaparár sín þar í Varma-
hlíð. Þau bjuggu nokkur ár í
Betel í Vestmannaeyjum og
Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð,
en fluttu árið 1964 til Reykja-
víkur og bjuggu þar síðan.
Auður var að mestu leyti
heimavinnandi, en vann einn-
ig við heimilishjálp og ræst-
ingar. Hún gekk ung að árum
í Hvítasunnusöfnuðinn og var
virk þar meðan heilsan leyfði.
Útför hennar fór fram frá
Fossvogskapellu hinn 20. nóv-
ember 2020.
urlaug, f. 1921, d.
1996, og Matt-
hildur, f. 1924, d.
1997.
Hinn 2. desem-
ber 1956 giftist
Auður Guðmundi
Markússyni vél-
stjóra frá Dísu-
koti í Þykkvabæ,
en hann lést 15.
nóvember 1993.
Þau eignuðust
saman einn son, Benjamín, f.
3. september 1957, en fyrir
átti Guðmundur soninn Gunn-
ar Björgvin f. 26. janúar
1941.
Benjamín er kvæntur
Helgu Ellen Sigurðardóttur,
börn þeirra eru: 1) Auður, f.
24.8. 1980, í sambúð með Atla
Auður Kristinsdóttir tengda-
móðir mín hefur nú kvatt þetta
jarðlíf eftir stutt veikindi, en
hún lést 8. nóvember sl. Hún
var 94 ára og má segja södd líf-
daga og tilbúin að mæta
Drottni sínum, sem hún trúði
einlæglega á. Hún var ung að
árum þegar hún ákvað að gera
Drottin Jesú að leiðtoga lífs
síns og mótaði það líf hennar
og lífsviðhorf alla tíð. Hún gekk
í Hvítasunnusöfnuðinn og tók
þátt í starfi hans t.d. með söng
og kennslu í sunnudagaskóla og
trúboðsferðum um landið. Eftir
að hún giftist Guðmundi Mark-
ússyni tóku þau saman þátt í
uppbyggingu safnaðarstarfsins
bæði í Vestmannaeyjum og
Fljótshlíð og loks í Reykjavík.
Hún var óþreytandi að vitna
um trú sína og vildi að allir
fengju að heyra hversu dýr-
mætt það er að eiga lifandi trú
á Jesú Krist, hversu gott það
er að fela allt í hans hendur og
treysta honum, því hann mun
vel fyrir sjá. Hún átti iðulega
kristileg smárit og bænakver í
fórum sínum til að rétta hverj-
um sem vildi þiggja. Hún var
mikil bænakona og þeir ófáir
sem leituðu til hennar með
bænarefni sín.
Auður sýndi trú sína í verki
með því að hjálpa þeim sem
minna máttu sín, annaðhvort
með fataframlögum eða fjár-
styrk. Í mörg ár sendi hún not-
uð og ný föt, sem henni voru
gefin, til fátækra í Póllandi og
Úkraínu og líka hér heima, t.d.
til Samhjálpar. Jól í skókassa
og ABC-barnahjálp nutu líka
velvilja hennar. Hún mátti ekk-
ert aumt sjá og þegar heilsan
fór að gefa sig og krafta þraut
gat hún a.m.k. gefið fuglum
brauðmola fyrir utan húsið sitt.
Þegar hún þurfti að leggjast
inn á spítala vegna veikinda í
september sl. kvartaði hún ekki
yfir neinu, heldur talaði aðeins
um hvað allir sem sinntu henni
væru góðir við sig.
Hún sá ekki sólina fyrir
barnabörnunum sínum þremur,
sem hún fylgdist vel með í einu
og öllu og gladdist yfir vel-
gengni þeirra í lífinu. Þau
höfðu tækifæri til að kveðja
hana á dánarbeði, þá spurði
hún hvað hún gæti gert fyrir
þau og bað þeim síðan Guðs-
blessunar.
Ég veit að hún hefur fengið
góðar móttökur á himnum.
„Gott þú trúi og dyggi þjónn,
gakk inn til fagnaðar herra
þíns.“ (Matt. 25:21) Ég kveð
elskulega tengdamóður mína
með mikinn söknuð í hjarta.
Guð blessi minningu hennar.
Helga Ellen.
Ég kynntist hjónunum Auði
og Guðmundi Markússyni þeg-
ar ég, þá þrettán ára, fór að
sækja samkomur í Hvítasunnu-
kirkjunni Fíladelfíu. Guðmund-
ur hafði oft það hlutverk að
lesa upp úr Ritningunni og
leiða í bæn. Það er mér ein-
staklega minnisstætt hvernig
hann ljómaði þegar hann talaði
um frelsara sinn. Hann geislaði
af þvílíkum kærleika, gleði og
þakklæti að andlit hans hefur
verið grópað í huga mínum síð-
an.
Það fór minna fyrir Auði en
hún var alltaf jafn trúföst, sat á
sínum stað, dökkhærð og virðu-
leg. Tuttugu og sex ára gömul
fór ég ein í árslanga hnattferð.
Það voru hvorki farsímar né
net á þeim tíma og ég átti enga
sjóði til að tryggja að ég hefði
alltaf húsaskjól í þessari ferð
en þrátt fyrir að hafa oft kom-
ist í hann krappan komst ég
heil á húfi heim eftir þetta æv-
intýralega ár. Þegar ég hringdi
heim sagði mamma mér stund-
um að Auður bæði alltaf fyrir
mér sem ég var þakklát fyrir
enda veitti ekki af. Ég gerði
mér þó ekki grein fyrir því fyrr
en eftir á að hún hefði trúlega
oftar en einu sinni bjargað lífi
mínu með bænum sínum. Það
var alveg augljóst að Guð greip
inn í kringumstæður þegar ég
var á litlum trébáti á leið frá El
Salvador til Níkaragva.
Báturinn var drekkhlaðinn af
fólki og farangri og öldurnar
gengu látlaust yfir hann. Mót-
orinn hafði drepið á sér og fór
ekki í gang. Við vorum langt
frá landi og vatnið hækkaði það
hratt í bátnum að það var að-
eins spurning um mínútur hve-
nær hann sykki. Á þessari
stundu var Auður vakin upp og
hrópaði til Guðs að bjarga mér.
Ekkert vissi hún um ástandið
og furðaði sig á að vera að
hrópa svona. En það sem gerð-
ist var að á sömu stundu varð
sjórinn sléttur og mótorinn fór
í gang. Í tvö önnur skipti var
ég í bráðum lífsháska en var
bjargað á ögurstundu, og í ótal
skipti var ég í ómögulegum
kringumstæðum sem leystust á
undraverðan hátt. Já, það var
augljóst að ég var borin á bæn-
arörmum. Eða eins og Auður
lýsti því að Guð gaf henni það
sérstaka hlutverk að bera mig
allt árið sem ég var í hnattferð-
inni. Ég þekkti hana aldrei náið
en það breytti því ekki að hún
tók hlutverk sitt alvarlega. Hún
sagði mér síðar að hún hefði
alltaf fundið fyrir því að hún
bæri mig þetta ár. Fyrir það er
ég óendanlega þakklát. Ég er
bæði þakklát Auði og Guði sem
hugsaði það vel um mig að
hann fól mig þessari óendan-
legu dýrmætu bænakonu. Án
hennar væri ég að öllum lík-
indum ekki á lífi.
Ég heimsótti Auði fyrir um
tveimur mánuðum. Ég hafði
ekki séð hana lengi en ég var
knúin til að fara og hitta hana
og þakka henni almennilega
fyrir allt sem hún hafði gert
fyrir mig.
Ég hringdi bjöllunni og til
dyra kom hrum kona með grátt
hár. Ég kannaðist ekkert við
hana, en hún þekkti mig og
þegar hún heilsaði þá þekkti ég
röddina. Hún var orðin 94 ára
og ellin hafði tekið völdin.
En þegar hún fór að biðja
var andinn ungur og andlitið
ljómaði af elsku, gleði og þakk-
læti til Guðs, alveg eins og
Guðmundur hafði ljómað. Ég
var svo klökk að ég mátti ekki
mæla þegar ég kvaddi.
Þvílík Guðs kona og þvílík
gersemi! Og hversu fátækari er
heimurinn án hennar.
Guðrún Margrét Pálsdóttir.
Auður
Kristinsdóttir