Morgunblaðið - 05.12.2020, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 05.12.2020, Blaðsíða 64
Í þrjátíu ár hefur myndlistarmaðurinn Tolli Morthens boðið gestum og gangandi í opið hús í vinnustofu sinni í tengslum við fullveldisdaginn 1. desember. Vegna samkomutakmarkana gat Tolli það ekki í ár en heldur þó í dag það sem hann kallar „fullveldisfátíð“ og verður í streymi á Facebook-síðu hans milli kl. 15 og 16. Bubbi bróðir Tolla og Einar Már Guðmundsson rithöfundur hafa iðulega verið gestir og komið fram á opnum hús- um Tolla og þeir verða með honum í streyminu í dag, auk Kristínar Morthens listmálara. Þess má geta að Bubbi mun kynna og sýna splunkuný málverk sín. Tolli, Bubbi, Einar Már og Kristín á „fullveldisfátíð“ í streymi í dag LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 340. DAGUR ÁRSINS 2020 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.196 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Snorri Einarsson skíðagöngumaður komst í hann krappan í fyrstu umferð heimsbikarsins í skíðagöngu í Ruka í Finnlandi um síðustu helgi. Fölsk jákvæð niður- staða úr kórónuveiruprófi Vegard Karlstrøm, þjálfara Snorra, átti þar eftir að draga dilk á eftir sér. Snorri gat ekki æft í viku og var svo meinað að keppa á fyrsta degi heimsbikarsins. Hann fékk þó undanþágu til þess að keppa næstu tvo daga, eftir að neikvæð niðurstaða úr öðru prófi Karlstrøm fékkst seint og síðar meir. Snorri þurfti þá að hefja leik í neðsta sæti. »55 Mátti ekki keppa vegna falskrar niðurstöðu úr kórónuveiruprófi ÍÞRÓTTIR MENNING ingum. „Velkomin á þetta hættu- svæði. Hér býr jólakötturinn með jólakettlingnum sínum,“ eru upp- hafsorð sögumanns þar auk þess sem hlusta má á jólakattarlagið. Jólasveinninn á sinn stað sem og Grýla og geiturnar þrjár eru á fal- lega skreyttri brú. „Jóga tröllskessa bætist í hópinn,“ upplýsir Hlédís. „Hún er úr héraði, býr í Akrafjall- inu, eins og fram kemur í bókum Hallberu Jóhannesdóttur.“ Viðburðurinn hefur verið fastur liður á aðventunni og á heimasíðunni eru til dæmis leiðbeiningar, sög- urnar, vísurnar og lögin. Hlédís bendir á að margir hafi lagt hönd á plóg, Akraneskaupstaður, fyrirtæki og hollvinafélög skólanna hafi styrkt átakið og bæjarbúar og aðrir gestir hafi sýnt þessu mikinn áhuga. Vegna heimsfaraldursins leggur hún áherslu á að gestir virði takmarkanir og forðist hópamyndanir. „Ástandið þýðir að fólk er ekki bundið við að mæta á ákveðnum tíma heldur getur mætt hvenær sem er, verið með grímu, passað upp á fjarlægðar- takmörkin og komið eins oft og það vill.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Jólagleðin í Garðalundi á Akranesi (jolagledi.is) fer nú fram í fimmta sinn, en vegna heimsfaraldursins verður hún með öðru sniði en áður. Í stað dagskrár eina kvöldstund verð- ur ævintýraheimurinn í skógrækt- inni opinn í mánuð, frá 6. desember til 6. janúar, og með aðstoð QR-kóða á sjö stöðum má hlusta á ýmsan fróðleik, sögur og söng. Mæðgurnar Sara og Margrét Blöndal eiga hugmyndina að verk- efninu, fengu Hlédísi Sveinsdóttur með sér í framkvæmdina og hafa þær séð um viðburðinn frá byrjun. „Það er ótrúlega gaman og þakkar- vert að geta Covid-vætt verkefnið,“ segir Hlédís, en gleðin verður form- lega opnuð á Facebook klukkan 19 í kvöld og þá verður kveikt á ljós- unum. Farsími nauðsynlegur Felix Bergsson hefur verið kynnir frá byrjun og hann er áfram sögu- maður, leiðir gesti og gangandi í gegnum ævintýraheiminn með að- stoð QR-kóða. „Við hjálpum gestum við að búa til ævintýrið en fram- kvæmdin er í þeirra höndum,“ segir Hlédís. Áður hafi fólk verið beðið um að skilja símana eftir heima en nú þurfi þeir að vera með til að skanna QR-kóðana. Hingað til hafi verið hægt að fá sér kakó í boði Skagans 3X en nú verði fólk að taka með sér nesti. „Viðburðurinn er hugsaður fyrir þá sem vita að jólasveinninn er til og nú verðum við að biðja þá sem eldri eru að opna fyrir ævintýrarás- irnar í sér, miðla fróðleiknum til hinna yngri og strá töfrunum yfir svæðin þar sem skiltin eru.“ Ljósin hans Gutta, sem eru til minningar um Guðbjart Hannesson, fyrrverandi skólastjóra, alþingis- mann og ráðherra, hafa lýst upp svæðið og á því verður ekki breyt- ing. Á fyrsta skiltinu er fólk boðið velkomið og skýrt út hvað sé í vænd- um. Jólakötturinn er á sínum stað og þar er annað skilti með upplýs- Jóga tröllskessa bætist í hópinn  Fimmta jólagleðin í Garðalundi á Akranesi og nú Covid-vædd Ljósmynd/Jónas H. Ottósson Í Garðalundi Jóga tröllskessa og góði risinn á Akranesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.