Morgunblaðið - 05.12.2020, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2020
um sem þarf að verja til þess að kom-
ast til botns í því hvað eigi að greiða til
hins opinbera. Ekki síður má þó segja
að því minni sem jaðarskattarnir séu,
því samkepnnishæfara sé skattkerfið.
Fjölmörg fyrirtæki eiga auðvelt með
að velja sér vettvang og flytja starf-
semi milli landa í því augnamiði að
lágmarka kostnað af völdum skatt-
heimtu, hámarka þannig arðsemi eft-
ir skatta. Séu skattar of miklir leitar
fjárfesting annað, atvinna minnkar og
það hægist á vexti. Þar fyrir utan
leiða háir skattar jafnan til aukinna
undanskota. Samkvæmt rannsóknum
OECD eru fyrirtækjaskattar helst til
þess fallnir að hamla hagvexti, en
tekjuskattar einstaklinga og neyslu-
skattar síður. Fasteignaskattar hafa
minnst áhrif þar á.
Með hlutleysi skatta er átt við að
þeir afli hinu opinbera tekna án þess
að bjaga efnahagslífið, t.d. gera suma
vöru eða þjónustu dýrari en aðra,
þannig að tæki markaðarins til réttr-
ar nýtingar á takmörkuðum gæðum
komi ekki að gagni. Sömuleiðis ætti
skattkerfið ekki að ýta undir neyslu
frekar en sparnað, líkt og gera má
með fjármagnstekju- eða auðlegðar-
sköttum. Þá er hlutlaust skattkerfi
laust við undanþágur eða sérstaka
skattaafslætti. Almennt verður flókið
skattkerfi til þess að minnka hlutleysi
þess, skattsmugum fjölgar en stór-
fyrirtæki og auðmenn eiga þá auð-
veldara en aðrir með að nýta sér kerf-
ið út í ystu æsar.
Áhrif skatta á efnahag
Skattkerfi hafa veruleg áhrif á
efnahagsþróun ríkja, fyrir ríkisvaldið,
atvinnulíf og einstaklinga. Skynsam-
legt skattkerfi þarf að vera bæði ein-
falt, ódýrt og hóflegt, svo skattgreið-
endur eigi auðvelt með að átta sig á
því, hvað er til skiptanna og gjalda
keisaranum það sem keisarans er.
Það virkar hvetjandi á efnahagslífið
um leið og ríkisvaldið fær nauðsyn-
legar tekjur. Aftur á móti eru léleg,
flókin og íþyngjandi skattkerfi til
þess falin að vera kostnaðarsöm,
bjaga verðmætamat og efnahagslega
þætti, sem veldur sóun og er til tjóns.
Þetta hafa menn þekkt um aldur,
þó sjaldan hafi ríkt eining um hvernig
þau virki best. Þar togast jafnan á tvö
meginsjónarmið í skattheimtu, sem
sjaldan fara vel saman. Annars vegar
sú afstaða að markmið skattheimtu sé
að afla ríkissjóði tekna til sameigin-
legra útgjalda, en hins vegar að nota
beri skattkerfið til þess að útdeila
verðmætum landsins í samræmi við
pólitísk markmið.
Skilningur á samhengi skattheimtu
og efnahagslegs árangurs hefur þó
aukist mikið á undanförnum árum og
víða um heim hafa átt sér stað um-
fangsmiklar umbætur skattkerfa.
Það á ekki síst við í OECD-löndunum,
sem flest eru þroskuð, vestræn lýð-
ræðisríki.
Þar hafa jaðarskattar á tekjur bæði
fólks og fyrirtækja verið skornir
verulega niður, en þorri skatttekna
sóttur með skattheimtu á breiðum
grunni, svo sem með launasköttum og
virðisaukaskatti.
Kórónuveiran hefur einnig haft sín
áhrif á skattheimtu, úti í heimi sem
hér á Íslandi. Þar er yfirleitt um að
ræða tímabundnar skattbreytingar.
Við blasir mikið tekjufall, þó það sé
mismikið fram komið, en skattbreyt-
ingarnar hafa miðast við að milda
höggið, auðvelda endurreisnina þegar
þar að kemur og treysta tekjuöflun
hins opinbera. En það er ekki sama
hvernig það er gert og verður fróð-
legt að sjá hvernig úr spilast.
Samkeppnishæfnin minnkar
Innan OECD er Ísland í hópi ríkja með minnsta skattalega samkeppnishæfni Ísland í 30. sæti af 36
Ísland skást í fyrirtækjasköttum, undir meðallagi neysluskatta, með lökustu einstaklingssköttum
Samkeppnishæfni skattheimtu
Í OECD-ríkjum Evrópu
Röð og stig OECD-ríkjanna 36
Heimild: OECD, Tax Foundation.
Ísland
30. sæti
Írland
20. sæti
Bretland
22. sæti
Portúgal
33. sæti
Spánn
27. sæti
Frakkland
32. sæti
Noregur
13. sæti
Svíþjóð
7. sæti
Finnland
16. sæti
Eistland
1. sæti
Lettland
2. sæti
Litháen
6. sæti
Tyrkland
11. sæti
Ísrael
25. sæti
Grikkland
29. sæti
Ítalía
36. sæti
Ungverjaland
14. sæti
Pólland
30. sæti
Danmörk
28. sæti
Þýskaland
15. sæti
Tékkland
8. sæti
Austurríki
12. sæti
Sviss
4. sæti
Lúxemborg
5. sæti
Holland
17. sæti
Belgía
19 sæti
Slóvakía
10. sæti
Slóvenía
23. sæti
0 20 40 60 80 100
36. Ítalía
35. Chile
34. Pólland
33. Portúgal
32. Frakkland
31. Mexíkó
30. Ísland
29. Grikkland
28. Danmörk
27. Spánn
26. Japan
25. Ísrael
24. Kórea
23. Slóvenía
22. Bretland
21. Bandaríkin
20. Írland
19. Belgía
18. Kanada
17. Holland
16. Finnland
15. Þýskaland
14. Ungverjaland
13. Noregur
12. Austurríki
11. Tyrkland
10. Slóvakía
9. Ástralía
8. Tékkland
7. Svíþjóð
6. Litháen
5. Lúxemborg
4. Sviss
3. Nýja Sjáland
2. Lettland
1. Eistland
Ljósmynd/Kaupo Kalda
Samkeppnishæfust Tallinn er höfuðborg skattaparadísarinnar Eistlands,
en Eystrasaltslöndin eru með einhver samkeppnishæfustu skattkerfi heims.
BAKSVIÐ
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Ísland lækkar milli ára í niðurstöðum
rannsóknar á skattkerfum hinna 36
ríkja Efnahags- og framfarastofnun-
arinnar (OECD). Þar er Ísland fallið
niður um tvö sæti frá 2019, niður í 30.
sæti og komið í hóp þeirra ríkja sem
eru minnst samkeppnishæf út frá
skattaumhverfi.
Þetta kemur fram í árlegri rann-
sókn bandarískrar stofnunar, þar
sem lagt er mat á helstu greinar
skattheimtu, alls 40 þætti.
Meðal þess sem tínt er til um Ís-
land í rannsókninni er að fyrirtækjum
séu settar skorður við uppsöfnun yf-
irfæranlegs skattalegs taps, að 24%
virðisaukaskattur sé hár en taki til til-
tölulega þröngs skattgrunns og að
CFC-reglur taki bæði til beinna og
óbeinna tekna. Hins vegar er nefnt að
20% fyrirtækjaskattur sé nokkuð
undir meðaltali OECD (23,3%) og
skattar á fyrirtæki, neyslu og vinnu-
afl séu einfaldari en gerist og gengur í
OECD.
Þegar helstu þættir eru skoðaðir
sést að Ísland stendur sig skást hvað
fyrirtækjaskatta varðar, er þar í 10.
sæti. Svo syrtir í álinn, Ísland er í 19.
sæti yfir neysluskatta, 25. sæti í
eignasköttum, 30. sæti varðandi al-
þjóðlegt regluverk og í 34. sæti um
skatta einstaklinga.
Af ríkjum OECD er það Eistland,
sem þykir búa yfir mestri skattalegri
samkeppnishæfni. Skattkerfið þar er
enda fremur nýtt af nálinni og rafræn
stjórnsýsla allsráðandi. Ekki á að
koma á óvart að nágrannar þeirra í
Lettlandi koma næstir á eftir, því þeir
tóku eistneska skattkerfið nýlega
upp. Norðmenn, Svíar og Finnar
standa sig líka bærilega, en Danmörk
og Ísland miklu síður.
Samkeppnishæfni og hlutleysi
Skattastofnunin bandaríska (The
Tax Foundation) var stofnuð í krepp-
unni miklu árið 1937 og hefur fengist
við rannsóknir á skattheimtu í liðlega
átta áratugi.
Þar á meðal er hin ítarlega skatta-
tölfræði Efnahags- og þróunarstofn-
unarinnar (OECD), en stofnunin hef-
ur fengist við að taka hana saman
árlega til þess að meta skattalega
samkeppnishæfni aðildarríkjanna.
Þar er bæði horft til eiginlegrar sam-
keppnishæfni og hlutleysis skatta.
Samkeppnishæfi í skattheimtu má
mæla með ýmsum hætti og þá er ein-
faldast að horfa til skatthlutfalls. Það
getur hins vegar ekki síður legið í
flækjustiginu, þeim tíma og fjármun-