Morgunblaðið - 05.12.2020, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2020
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
ráðast í uppbyggingu hátækni-
brennslu til þess að farga sorpi en
sökum ástandsins í samfélaginu hafi
verið fallið frá áformum um slíka
uppbyggingu í bili og þess í stað
muni þurfa að sigla með sorp úr
landi frá árinu 2022 þar sem það
verður brennt.
Helgi Lárusson, framkvæmda-
stjóri Endurvinnslunnar hf., er harð-
orður í garð Sorpu vegna verðskrár-
breytinganna og segir hann þær
koma sérlega illa við fyrirtækið og
fyrirætlanir um umhverfisvæn skref
í átt til endurvinnslu glerumbúða.
„Við tökum við u.þ.b. 6.000 tonn-
um af gleri vegna drykkjarumbúða á
höfuðborgarsvæðinu sem bera skila-
gjald. Verðskrárhækkun Sorpu upp
á 266% mun hækka kostnað okkar af
því að afsetja þessar umbúðir úr 11
milljónum í u.þ.b. 40 milljónir á ári.
Þetta gler hefur Sorpa nýtt í vega-
gerð og miklu af þessu efni hefur
verið haldið eftir í von um að það
gæti nýst sem uppfyllingarefni í
tengslum við Sundabraut. Það felur í
sér endurnýtingu í stað þess að
kaupa möl eða annað fyllingarefni
sem kostar tugi milljóna. Að auki
hefur Sorpa bent á að þetta spari
þeim kostnað þar sem gler lendi þá
ekki ekki í öðrum straumum eins og
moltugerð. Við höfum því ekki fengið
nein haldbær rök frá Sorpu önnur en
að þetta sé hagkvæmt og spari þeim
útgjöld og við skiljum því engan veg-
inn af hverju þetta gjald hækkar
svona gríðarlega.“
Helgi segir að kvaðir sem Ísland
hefur undirgengist valdi því að okk-
ur beri í raun að endurvinna gler en
ekki endurnýta það. Af þeim sökum
sé til skoðunar hjá hinu opinbera að
hækka gjaldtöku á framleiðendur
um 2-3 krónur á hverja einingu gler-
drykkjarumbúða og að það fjármagn
sé hugsað til að nýta til að hefja end-
urvinnslu á gleri hér á landi.
„Verði ekki horfið frá þessari
gjaldskrárhækkun færi um helming-
ur af þessu fjármagni beint til þess
að greiða Sorpu. Þá er hætt við að lít-
ið verði úr endurvinnslunni sem okk-
ur ber skylda til að ráðast í. Sorpa
mun því með þessari hækkun taka
fjármuni sem hugsaðir voru til end-
urvinnslu á gleri án nokkurs rök-
stuðnings,“ segir Helgi Lárusson.
Minni urðun hefur áhrif
Spurður sérstaklega út í hækkun
á móttökugjaldi glers, segir Helgi
Þór að það skýrist m.a. af því að
dregið verður úr urðun á næstu ár-
um.
„Við undirbúum lokun urðunar-
staðarins í Álfsnesi og drögum því
skarpt úr urðun og okkur verður
því mun þrengri stakkur skorinn
með ráðstöfun glers og steinefna á
næstu misserum og kostnaður við
hana vex. En við gerum hins vegar
ráð fyrir því að verðskráin verði
dýnamískari en hún hefur verið. Ef
það skapast tækifæri til nýrra og
betri afsetningarmöguleika þá mun
það endurspeglast í verðinu.“
Í samtali við Morgunblaðið bend-
ir Helgi Lárusson á að glerið frá
fyrirtækinu gæti hæglega nýst í
uppfyllingar eins og vegagerð eða
jafnvel nýjum Landspítalabygging-
um. Það gæti sparað mikla fjár-
muni við framkvæmdina. Spítalinn
má hins vegar ekki taka við glerinu
því hann hefur ekki urðunarheim-
ildir á borð við þær sem Sorpa hef-
ur.
Helgi Þór segist skilja gremju
þeirra sem verði fyrir verðhækkun-
um um komandi áramót.
„Það er vont að þurfa að greiða
hærra verð fyrir þjónustu en áður
en verðskráin verður að endur-
spegla veruleikann eins og hann er.
Auk þess er 24% hækkun tekna í
raun mjög hófstillt sé litið til þess
að verðskráin hefði þurft og mun
þurfa að hækka mun meira þegar
hátæknibrennsla verður tekin í
gagnið.“
Skilar 24% hærri tekjum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Urðun Mjög verður dregið úr urðun úrgangs í Álfsnesi á komandi árum.
Það hefur áhrif á verðskrá Sorpu sem mun flytja sorp úr landi.
Meiri kostnaður við meðhöndlun úrgangs, segir Sorpa Mun setja endurvinnslu á gleri í uppnám
Helgi
Lárusson
Helgi Þór
Ingason
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
„Sorpu er skylt lögum samkvæmt að
breyta gjaldskrám sínum í samræmi
við raunkostnað við meðhöndlun úr-
gangs þegar sá kostnaður breytist.“
Þetta segir Helgi Þór Ingason, for-
stjóri Sorpu, inntur eftir því hvað
valdi því að nú stefnir í að ákveðnir
flokkar í verðskrá fyrirtækisins
hækki um nærri 300%. Í Morgun-
blaðinu í gær gagnrýndi fulltrúi
Samtaka iðnaðarins hækkanirnar
harkalega og sagði þær m.a. myndu
leiða til verðhækkana á húsnæðis-
markaði, ekki síst á þéttingarreitum
þar sem rýma þyrfti fyrir nýju hús-
næði á kostnað gamals.
Nákvæmari útreikningar
„Nú þegar GAJA [ný gas- og jarð-
gerðarstöð í Álfsnesi] er komin til
breytast vinnsluferlar fyrirtækisins
til muna og í nákvæmum útreikning-
um hefur einfaldlega komið í ljós að
hækka þarf ákveðna liði verðskrár-
innar. Aðrir lækka þar sem ákveðinn
úrgangur sem Sorpa hafði mikinn
kostnað af nýtist nú með jákvæðum
hætti í nýju vinnslunni,“ segir Helgi
Þór.
Meðal þess sem yfirstandandi
breytingar hjá Sorpu hafa í för með
sér er að mjög er dregið úr urðun úr-
gangs í Álfsnesi og segir Helgi Þór
að samfélagið þurfi fyrr en síðar að
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Sala er hafin á 24 íbúðum í endur-
gerðu húsi á Grensásvegi 12 í
Reykjavík. Íbúðirnar kosta frá 35
milljónum og upp í 44,4 milljónir
króna og eru 47,7 til 78,1 fermetri.
Athygli vekur að fasteignasalar
taka sérstaklega fram að flestar
íbúðirnar falli undir skilyrði Hús-
næðis- og mannvirkjastofnunar um
hlutdeildarlán en þau varða stærð,
fjölda herbergja og hámarksverð.
Fyrstu kaupendur og þeir sem
hafa ekki átt fasteign síðastliðin
fimm ár geta sótt um lánin. Þá mega
afborganir af fasteignaláni ekki fara
yfir 40% af ráðstöfunartekjum.
Lántaki endurgreiðir hlutdeildar-
lánið við sölu eða lok lánstíma. Hann
greiðir ekki vexti af láninu.
Garðar B. Sigurjónsson, sölustjóri
og fasteignasali hjá Trausta fast-
eignasölu, segir íbúðirnar á Grens-
ásvegi hafa vakið mikla athygli.
Stór hluti uppfyllir skilyrðin
„Þetta er heitasta varan á mark-
aðnum í dag. Það gerir íbúðirnar
sérstakar að þær falla undir hlut-
deildarlánin. Meirihluti íbúða á höf-
uðborgarsvæðinu sem uppfylla skil-
yrðin er einmitt í þessu húsi,“ segir
Garðar sem væntir þess að nær allar
íbúðirnar 24 fái samþykki HMS en
14 íbúðanna hafa verið samþykktar.
„Hlutdeildarlánin eiga eftir að
breyta markaðnum mikið,“ segir
Garðar og rifjar upp að margir hafi
átt erfitt með að safna eigin fé.
Hlutdeildarlánum er ætlað að
styðja tekju- og eignaminni ein-
staklinga til að fjármagna fasteigna-
kaup. Þau fela að jafnaði í sér að
kaupandi leggur fram 5% eigin fé
gegn 20% hlutdeildarláni og 75%
láni frá lánastofnun. Þessi hlutföll
eru þó ekki föst og geta lágtekju-
hópar fengið allt að 30% hlutdeild-
arlán, að því er fram kemur á kynn-
ingarvefnum hlutdeildarlan.is.
Nægir að hafa 1,75 milljónir
Af þessu leiðir að til að kaupa íbúð-
irnar á Grensásvegi 12 með 20%
hlutdeildarláni þarf kaupandinn að
leggja fram 1.750 þúsund fyrir 35
milljóna króna íbúð og 2,22 milljónir
fyrir íbúð sem kostar 44,4 milljónir.
Garðar segir að fyrir vikið muni
kaupendur ekki mikið um að kaupa
heldur dýrari íbúðirnar í húsinu.
Henta fyrir hlutdeildarlánin
Fjórtán íbúðir á Grensásvegi 12 uppfylla skilyrðin Áhuginn sagður mikill
Eitt fyrsta húsið sem markaðssett er fyrir lánin en þau eru styrkur frá ríkinu
Ljósmyndir/Fasteignaljósmyndun.is
Grensásvegur 12 Húsið var endurgert og byggð ný inndregin efsta hæð.
Mikið framboð er á þjónustu í hverfinu og almenningssamgöngur góðar.
Sýningaríbúð Íbúðirnar afhendast
fullbúnar með gólfefnum.
Samkvæmt söluskrá kosta
íbúðirnar 24 alls 933,8 millj.
Fjallað var um viðskipti með
húsið í Morgunblaðinu 21.10.
2017. Þar kom fram að félagið
Hraunbrekka seldi Leiguafli
aðra og þriðju hæð hússins í
maí 2015 á 432,5 milljónir og
skyldi byggð hæð ofan á það. En
annar aðaleigandi Leiguafls er
Kristrún S. Þorsteinsdóttir sem
er í sambúð með Sigurjóni Þ.
Árnasyni, fv. forstjóra Lands-
bankans. Borgarráð samþykkti
7.9. 2017 að kaupa íbúðirnar 24
á 785 millj. en hætti við kaupin.
Ásett verð
944 milljónir
ÍBÚÐIRNAR 24
Hlutfall hlutdeildarlána tekur mið
af tekjum en umsækjendur þurfa að
vera undir ákveðnum tekjumörkum.
Til dæmis getur einstaklingur með
630 þúsund krónur á mánuði fengið
að hámarki 20% hlutdeildarlán og
sömuleiðis hjón eða sambúðarfólk
með 880 þúsund á mánuði. Ein-
staklingur með 418 þúsund á mánuði
getur hins vegar fengið allt að 30%
hlutdeildarlán og sömuleiðis hjón
eða sambúðarfólk með 585 þúsund á
mánuði. Þá hefur fjöldi barna á
heimili áhrif á tekjumörkin.
Beðið hefur verið eftir því að lánin
verði veitt en þau voru kynnt í
tengslum við undirritun lífs-
kjarasamninga í apríl í fyrra.