Morgunblaðið - 05.12.2020, Blaðsíða 41
MINNINGAR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2020
kom heim. Ég man að hann gaf
mér peysur og blússur sem ég
notaði mikið og í raun er ótrúlegt
hvað hann var flinkur að velja
fatnað sem féll okkur í geð.
Páll var glaðlyndur, bóngóður,
mikill húmoristi og hagmæltur
vel. Hann átti farsælan feril sem
alþingismaður og félagsmálaráð-
herra en fyrst og fremst var Páll
mikill fjölskyldumaður. Hann var
í nánu sambandi við börnin sín
þrjú, Kristínu, Ólaf Pétur og Pál
Gunnar, og fylgdist vel með öllum
sínum afkomendum, sem hann
var afar stoltur af. Þótt þau Sig-
rún og Páll kæmu úr ólíku um-
hverfi, hún borgardama og hann
sveitastrákur, voru þau ótrúlega
samhent hjón, sem voru samstíga
í gegnum lífið. Innst inni var Páll
mikill rómantíker, hann færði eig-
inkonu sinni fallegar gjafir, gerði
við fötin hennar ef svo bar undir
og samdi til hennar falleg ástar-
ljóð.
Páll var mér alla tíð afar góður
og bar hag minn fyrir brjósti.
Þegar ég lít til baka sé ég hvað
hann hafði mikil áhrif á líf mitt, en
það var fyrir hans orð og hvatn-
ingu að ég gerði blaðamennsku að
ævistarfinu. Hann sýndi mér og
minni fjölskyldu ávallt vináttu og
áhuga og vildi fá að fylgjast með
okkur, hvar á hnettinum sem við
bjuggum.
Að leiðarlokum þakka ég Páli
fyrir samfylgdina. Ég mun ætíð
minnast hans með hlýju og þakk-
læti.
Sigríður Inga Sigurð-
ardóttir.
Með söknuði kveð ég Pál Pét-
ursson, tengdaafa minn, og vil
minnast hans með fáeinum orð-
um. Ég kynntist Páli fyrir rúm-
lega sex árum eftir að hafa tekið
saman við dótturson hans, Ólaf
Frey. Var þá að baki glæstur og
langur ferill hans sem bæði bóndi
og stjórnmálamaður, og var
áhrifa strits liðinna ára farið að
gæta á heilsu hans. Þó var ljóst að
þarna færi framtakssamur og
dugmikill maður, sem þótti um-
fram allt vænt um fjölskyldu sína.
Góðmennska hans sýndi sig með-
al annars í þeim áhuga og gjaf-
mildi sem hann sýndi öllum af-
komendum sínum, og skipti þá
engu hvort um væri að ræða blóð-
skylda, stjúpbörn, tengdabörn
eða börn þeirra. Mér fannst ég
alltaf mæta hlýju á heimili þeirra
hjóna, Páls og Sigrúnar, í Efsta-
leiti, og ríkti þar góður andi.
Yngstu börnin í fjölskyldunni
veittu Páli sérstaka gleði og hafði
dóttir okkar, Sigríður Kristín, un-
un af því að heimsækja löngu og
langafa. Páll var skemmtilegur í
samtali, fróður um hin margvís-
legustu málefni og hnyttinn.
Hann fylgdist gaumgæfilega með
málefnum líðandi stundar og var
iðulega stillt á ræðustól Alþingis í
sjónvarpinu. Það var gefandi að
fylgjast með samspili þeirra
hjóna, en þar ríkti gagnkvæm
virðing og væntumþykja, og nutu
þau greinilega félagsskapar hvort
annars. Páll var svo lánsamur að
geta eytt síðustu misserunum á
heimilinu, og var þar fyrst og
fremst eljusemi Sigrúnar að
þakka. Við Óli Freyr eyddum
mörgum stundum með þeim hjón-
um síðustu árin, og er ég ævinlega
þakklát fyrir að hafa kynnst Páli
og fengið að njóta trausts hans.
Góðar minningar um hann munu
fylgja mér ævilangt. Sigrúnu,
börnum, barnabörnum og systk-
inum Páls votta ég innilega samúð
mína.
Hildur Margrét Ægisdóttir.
Það var um páska árið 1956 að
ég sá Pál fyrst. Þá var Skíðamót
Íslands haldið í Hlíðarfjalli á Ak-
ureyri og var ég að keppa í fyrsta
skiptið á slíku móti og Páll, sem
þá var að ljúka námi í MA, kom
upp í fjall til þess að kynna sig fyr-
ir mér, en hann var þá kærasti
Helgu systur minnar, sem einnig
var í MA. Síðan höfum við verið
góðir vinir. Páll kom fyrstu árin í
jólafrí til okkar á Siglufirði og
vakti athygli hversu margar bæk-
ur hann gat lesið og verið með
efnið á hreinu þrátt fyrir hraðan
lestur.
Páll byggði Höllustaði II handa
þeim Helgu strax eftir stúdents-
próf. Þar kom ég oft við á leið til
Siglufjarðar að heimsækja for-
eldra mína um jól, páska, á hvíta-
sunnu þegar Skarðsmótið á skíð-
um var haldið eða á sumrin.
Konan mín, Sigríður Ragna, var
þá ávallt með mér í för og kynntist
hún þá Höllustaðafjölskyldunni
vel. Á seinni árum, eftir að systir
mín dó og Páll giftist Sigrúnu,
höfum við verið í góðu sambandi
við þau og börnin Kristínu, Ólaf
Pétur og Pál Gunnar. Páll var yf-
irleitt léttur í lund og mikill húm-
oristi. Hann var einnig mjög
rausnarlegur og t.d. bauð hann
sínu fólki ásamt okkur Siggu
Rögnu í rútuferð til Siglufjarðar
þegar Héðinsfjarðargöng voru
opnuð og vorum við með þeim
fyrstu sem keyrðum göngin. Á
leiðinni til baka var stoppað í Lón-
koti þar sem Páll bauð til veislu.
Við Sigga Ragna vottum Sig-
rúnu, börnum Páls og öðrum ætt-
ingjum okkar innilegustu samúð.
Hákon Ólafsson.
Ég var átta ára gamall er ég
var sendur í sveit í Blöndudalinn;
það var Helga, húsfreyja á Höllu-
stöðum, sem fór þess á leit við for-
eldra mína – hvort ekki væri
strákur sem gæti komið og verið
félagi Páls yngri. Við lékum okkur
vissulega mikið en mér finnst eins
og við höfum fljótlega orðið að
gagni – eins og það var kallað á
Höllustöðum. Það var ekki auð-
velt að kveðja foreldra og vera
þannig skilinn eftir hjá vandalaus-
um en heldur ekki verra en svo, að
þarna var ég næstu átta sumrin
og einhver páskafrí að auki.
Páll á Höllustöðum var góður
húsbóndi og í minningunni finnst
mér hann hafa gert sitt til þess að
láta litlum kaupstaðarstrák líða
vel. Og mikið var ég stoltur þegar
Páll afhenti mér laun eftir fyrsta
sumarið, botnótta gimbur sem
hlaut nafnið Grábotna.
Á Höllustöðum, eins og eflaust
á mörgum öðrum bæjum, báru öll
tún nafn og ég man það eins og
gerst hefði í gær að Páll afhenti
mér gimbrina þar sem hét „út á
móti Hólum“. Að auki hlaut ég
raunar ávísun upp á 5.000 krónur
sem pabbi gerði síðan upp við mig
án þess að innleysa ávísunina.
Þessa fyrstu launaávísun átti ég
lengi.
Páll var mikill hestamaður og
þau Helga voru einstaklega frum-
leg við nafngiftir, bæði á ræktun-
arhrossum og reiðhestum. Auk
fjölmarga fuglanafna (Páll átti
Fálka og Helga Smyril – sem báð-
ir voru verðlaunaðir gæðingar)
báru hrossin jafn falleg nöfn og
Gleði, Ánægja, Vinur og Von – og
þannig mætti lengi telja.
Páll var óhemju duglegur og
góður verkmaður og úthaldsmik-
ill. Auk þess að reka stórt og
myndarlegt bú sinnti hann þing-
mennsku frá 1974 og það var
ósjaldan að hann ók af stað suður
til Reykjavíkur fyrir allar aldir til
þess að fara á fund og síðan aftur
heim um kvöldið eða næstu nótt –
og vera svo kominn í heyskap,
girðingarvinnu eða fjárstúss
næsta morgun. Þeir voru ófáir
kílómetrarnir sem þeir rauði
Broncoinn óku á öllum tímum árs.
Ég hitti Pál síðast fyrir 3-4 ár-
um. Ég kom þá við í Blöndudaln-
um og var svo heppinn að fá að líta
til Sigrúnar og hans í síðdegiskaffi
í huggulega bústaðinn þeirra
sunnan við Höllustaði II. Páll var
orðinn fótalúinn og ekki lengur
eins léttfættur og sex vetra grað-
foli, sem eru eftirminnileg um-
mæli hans sjálfs um eigin heilsu
eftir erfiða hjartaaðgerð fyrir um
20 árum. Hugurinn var hins vegar
skarpur eins og alltaf og gaman-
semin á sínum stað og við áttum
einstaklega skemmtilegt spjall,
m.a. um fornar gönguleiðir milli
Húnavatnssýslu og Skagafjarðar.
Ég kveð fóstra minn úr fjarska
með þakklæti og virðingu. Sig-
rúnu, Kristínu, Óla Pétri og Palla
Gunnari, og fólkinu þeirra öllu,
votta ég innilega samúð mína.
Eggert Tryggvason,
Hróarskeldu.
Fyrstu kynni af Páli Péturs-
syni voru fyrir um fjörutíu árum
er hann var í heimsókn hjá for-
eldrum mínum í Flatatungu. Þeir
voru samherjar í pólitík hann og
pabbi, innan Framsóknarflokks-
ins og í deilum um virkjun
Blöndu. Þeir og margir aðrir
vildu að reist yrði virkjun sem ylli
minni landspjöllum en sú leið sem
farin var. Pálmi heitinn í Hjarð-
arhaga orti um þá.
Gunnar Tungu flatri frá
fylgir réttu máli.
Heldur fast í höndina á
Höllustaða-Páli.
Oft var harður slagur í próf-
kjörum og kosningum og barist
um hvert einasta atkvæði þar til
kjörstöðum var lokað. Þar var Páll
í essinu sínu, kappsamur og úr-
ræðagóður. Hann sagði stundum
að pólitíkin væri list þess mögu-
lega og þá list kunni hann. Því
kynntist ég bæði sem starfsmaður
Framsóknarflokksins á Norður-
landi vestra og þingfréttaritari á
Tímanum og síðar aðstoðarmaður
Páls í félagsmálaráðuneytinu.
Í ráðuneytinu tók Páll til hend-
inni. Skipaði nefndir um endur-
skoðun og stefnumótun í flestum
málaflokkum er undir það heyrðu.
Hann stóð fyrir tímamótalög-
gjöf í barnaverndarmálum með
Barnaverndarstofu og Barnahúsi,
sem varð fyrirmynd erlendis. Lög
um tekjutengingu fæðingarorlofs
og jafnan rétt karla og kvenna til
töku þess mörkuðu tímamót í jafn-
réttismálum. Sveitarstjórna- og
félagsþjónustulög og mörg önnur
voru endurskoðuð en eitt erfiðasta
málið sem Páll tókst á við og sigldi
í höfn var breyting á löngu úreltri
húsnæðislöggjöf.
Páll var hrókur alls fagnaðar í
góðra vina hópi, var vel hagmælt-
ur og átti létt með að yrkja. Hann
var þeirrar skoðunar að vín mættu
menn drekka á meðan þeir gerðu
það sér til ánægju, sem er gott
mottó. Jón Kristjánsson flokks-
bróðir hans orti.
Ætíð hefur glaðst með glöðum
garpurinn er vís til alls.
Hugurinn er á Höllustöðum,
en holdið það er sunnan fjalls.
Vísan lýsir Páli vel. Hann var
mikill fjölskyldumaður og hugur-
inn leitaði heim enda alla tíð bóndi
á Höllustöðum þótt tími til bú-
starfa væri oft naumur. Hags-
munir kjósenda og íbúa í dreifbýli
voru honum ofarlega í huga. Að
ferðalokum vil ég þakka Páli fyrir
samfylgdina og allar góðar stund-
ir sem við áttum saman. Sigrúnu,
börnunum og fjölskyldunni allri
votta ég samúð. Guð blessi minn-
ingu Páls Péturssonar.
Árni Gunnarsson.
„Það fyrirkomulag milli hinna
tveggja kynja, karla og kvenna,
sem geri annað hinu háð í laganna
nafni er óhafandi og það sem nú
stendur hamlar framförum mann-
kynsins eigi alllítið. Í stað þess
fyrirkomulags verður að koma
annað sem miðar að því að koma á
fullkomnum jöfnuði milli
kynjanna þannig að hvorugt hafi
nokkur forréttindi eða völd og
hvorugt verði með lögum útilokað
frá nokkru því sem hitt hefur.“
Margir íslenskir stjórnmála-
menn hafa tekið undir þessa skoð-
un sem John Stuart Mill ritaði í
bókina Kúgun kvenna árið 1869.
Líklega er þó Páll Pétursson sá
sem stigið hefur stærsta einstaka
skrefið í átt að því að jafna stöðu
kynjanna. Sem félagsmálaráð-
herra árið 2000 lagði hann fram
sögulegt og framsýnt frumvarp
um fæðingar- og foreldraorlof,
sem fól í sér grundvallarbreytingu
á réttindastöðu kynjanna.
Í meginatriðum voru framfara-
skrefin af þrennum toga. Í fyrsta
lagi var jafn réttur feðra og
mæðra tryggður í fyrsta sinn. Í
öðru lagi var fæðingarorlofið lengt
verulega og mið tekið af tekjum
fólks. Í þriðja lagi var komið á
laggirnar einu orlofskerfi fyrir
alla launþega, bæði á almennum
og opinberum vinnumarkaði sem
áður höfðu notið ólíkra réttinda.
Áhrifin af breytingunni voru
gífurleg. Raunstaða karla og
kvenna á vinnumarkaði breyttist
og börn fengu fordæmalaus tæki-
færi til að kynnast báðum foreldr-
um jafnt á fyrsta æviskeiðinu.
Feður fengu að sama skapi tæki-
færi sem þeim hafði ekki boðist
áður, með sjálfstæðum rétti til or-
lofs. Samfélagslegur ábati og
menningarlegar afleiðingar laga-
setningarinnar voru ómældar.
Raunar er orlofskerfið ein af
ástæðum þess að Ísland stendur
flestum þjóðum framar í alþjóð-
legum jafnréttissamanburði. Or-
lofslögin kölluðust á við markvissa
uppbyggingu leikskólastigsins og
saman hefur þetta tvennt skipt
sköpum í jafnréttisbaráttunni –
stuðlað að atvinnuþátttöku
kvenna á sama tíma og fæðingar-
tíðni hefur haldist nokkuð stöðug.
Á sínum farsæla stjórnmála-
ferli kom femínistinn Páll víða við.
Hann lagði lóð á vogarskálarnar í
mörgum framfaramálum lands-
byggðarinnar, á sama tíma og
hann var öflugur þátttakandi í
norrænu samstarfi, tvívegis sem
forseti Norðurlandaráðs og for-
maður Vestnorræna þingmanna-
ráðsins.
Páli kynntist ég persónulega
mest í gegnum eiginkonu hans,
Sigrúnu Magnúsdóttur fv. borgar-
fulltrúa, alþingismann og ráð-
herra. Þau áttu einstaklega vel
saman og studdu vel við hvort
annað. Síðustu árin hlúði hún vel
að honum og í samtali okkar Sig-
rúnar á dögunum áréttaði hún, að
Páll hefði verið stoltastur af þátt-
töku sinni í setningu fæðingaror-
lofslaganna. Fyrir það og önnur
störf í þágu fólksins í landinu
þakka ég innilega. Blessuð sé
minning Páls Péturssonar frá
Höllustöðum.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir,
varaformaður Fram-
sóknarflokksins og
mennta- og menningar-
málaráðherra.
Allt frá því að ég man fyrst eftir
mér var Páll Pétursson leiðtogi
framsóknarmanna á Norðurlandi
vestra. Hann sinnti kjördæminu
vel og heimsótti Siglufjörð mjög
reglulega þar sem hann átti harð-
snúna fylgismenn. Ég studdi Pál
og kynntist honum fyrst í gegnum
magnað félagsstarf framsóknar-
fólks þar sem um 100 manns
mættu árlega á kjördæmisþing.
Það voru alvörusamkomur þar
sem talað var umbúðalaust um
þjóðfélagsmálin og svo var matur,
skemmtun og ball um kvöldið.
Fyrir alþingiskosningarnar
1999 leiddi Páll lista Framsóknar-
flokksins en ég skipaði þá fjórða
sæti framboðslistans. Páll veiktist
illa í aðdraganda þeirra kosninga
en dró ekki af sér í baráttunni. Að
loknum kosningum hélt Páll
áfram starfi sínu í félagsmála-
ráðuneytinu og í desember það ár
hringdi hann í mig og spurði hvort
ég vildi ekki spreyta mig á því að
vera aðstoðarmaður ráðherra.
Það áttu ekki margir von á því
þegar Páll tók sæti í ríkisstjórn að
undir hans forystu yrði eitt
stærsta skref í jafnréttisátt stigið
en það gerðist með tilkomu laga
um fæðingar- og foreldraorlof.
Hann barðist fyrir þeirri löggjöf í
gegnum þingið þótt töluverð and-
staða væri við málið. Það var mik-
ill heiður og góður skóli að vera
Páli til aðstoðar. Hann var flug-
greindur og framsýnn stjórnmála-
maður og öll samskipti krydduð
hans leiftrandi húmor. Á sam-
starfsárum okkar byggðist upp
vinátta og traustur strengur sem
aldrei slitnaði. Síðustu árin fórum
við reglulega yfir stöðuna í pólitík-
inni og fylgdist hann vel með
gangi mála í Kópavogi. Páll Pét-
ursson var minn mesti velgjörð-
armaður og verður það seint full-
þakkað.
Páll var lánsamur að hafa Sig-
rúnu sér við hlið. Þau voru áber-
andi í þjóðfélagsumræðunni enda
bæði í framlínu stjórnmálanna.
Það er trúlega einsdæmi í stjórn-
málasögu landsins að hjón skuli
bæði hafa verið formaður þing-
flokks og jafnframt gegnt ráð-
herraembætti. Það segir sína sögu
um það traust sem samferðarfólk
hefur borið til þeirra beggja.
Sigrúnu og fjölskyldunni allri
votta ég samúð mína. Blessuð sé
minning Páls Péturssonar.
Birkir Jón Jónsson.
Þéttur á velli og gleiðstígur
snaraðist hann inn í þingflokks-
herbergið og beint að mér og
spurði heldur hranalega: Hver ert
SJÁ SÍÐU 42
Yndislega ástkæra eiginkona mín, móðir
okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
INGIBJÖRG JÓNA GILSDÓTTIR,
Sléttuvegi 21, Reykjavík,
lést á Landakoti 30. nóvember.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
þriðjudaginn 8. desember klukkan 15.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verður aðeins nánasta fjölskylda
viðstödd útförina.
Aðstandendur vilja þakka starfsfólki Landakots og öðru
heilbrigðisstarfsfólki fyrir góða umönnun.
Hægt er að nálgast streymi á https://youtu.be/Ns8eeQq7548.
Finnur Valdimarsson
Rannveig Finnsdóttir Kristján Þormar Gíslason
Fjóla Finnsdóttir Sigurjón Sveinn Rannversson
Áslaug Finnsdóttir Jónas Guðjónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KATRÍN GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR,
lést á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi,
2. desember. Útför hennar fer fram frá
Akraneskirkju föstudaginn 11. desember
klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar
viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt frá vef
Akraneskirkju, www.akraneskirkja.is
Aðstandendur vilja þakka starfsfólki Höfða fyrir einstaka
umhyggju og alúð.
Valgerður Ó. Bragadóttir Guðjón Heimir Sigurðsson
Hólmfríður M. Bragadóttir Páll Ingvarsson
Helgi Bragason
Víðir Bragason Sigrún Halldórsdóttir
Guðrún Bragadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
OLGA HAFBERG,
lést í faðmi fjölskyldunnar á
hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík
þriðjudaginn 1. desember.
Útförin fer fram frá Garðakirkju þriðjudaginn 8. desember
klukkan 13. Vegna aðstæðna verður einungis nánasta fjölskylda
viðstödd, en athöfninni verður streymt á slóðinni
https//www.sonik.is/olga.
Aðstandendur vilja þakka starfsfólki hjúkrunarheimilisins
Sóltúns fyrir einstaka umhyggju og alúð.
Olga Guðrún Snorradóttir Rúnar Ástvaldsson
Engilbert Ó.H. Snorrason Sigrún Tómasdóttir
Jón H.B. Snorrason Þóra Björnsdóttir
Hlynur Hafberg Snorrason Alma Björk Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
ALDA VILHJÁLMSDÓTTIR,
saumakona og verkstjóri,
Bárustíg 1, Sauðárkróki,
lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki
mánudaginn 30. nóvember.
Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn
11. desember, klukkan 14, að viðstöddum nánustu ættingjum.
Streymt verður frá úförinni á facebook.com/saudarkrokskirkja.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar
er bent á Minningarsjóð Sigurlaugar Gunnarsdóttur frá Ási.
Vilhjálmur Egilsson Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir
Ásta Egilsdóttir Lárus Sighvatsson
Bjarni Egilsson Elín Petra Guðbrandsdóttir
Árni Egilsson Þórdís Sif Þórisdóttir
barnabörn og barnabarnabörn