Morgunblaðið - 05.12.2020, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2020
Glæsilegar
jólagjafir
Bankastræti 12, 101 Reykjavík – Sími 551 4007
www.skartgripirogur.is
Glæsilegt úrval af úra- og
skartgripaskrínum
15.900
Demantar
58.900
Demantar
65.900
82.900 69.250 54.900 41.900 39.900 31.000 22.900 39.900
8.900
5.900
19.900
Frá 4.990
1
18 kt demantar
258.000
18 kt demantar
185.000
18 kt demantar
165.000
Frá 14.900
21.500
10.500
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Fyrir fáeinum dögum voru vinnupallar við
framhlið Landssímahússins teknir niður og við
blasti nýtt útlit hinnar sögufrægu byggingar
við Austurvöll. Landssímahúsið er eitt af
mörgum húsum sem Guðjón Samúelsson húsa-
meistari ríkisins teiknaði og prýða miðborg
Reykjavíkur.
Í Landssímahúsinu og sambyggðum húsum
verður í framtíðinni rekið eitt af glæsihótelum
borgarinnar, Curio by Hilton. Að framkvæmd-
unum stendur félagið Lindarvatn ehf. Til stóð
að opna hótelið vorið 2019 en opnunin hefur
tafist af ýmsum ástæðum. Framkvæmdum var
fram haldið þrátt fyrir faraldur kórónuveir-
unnar og stórfækkun ferðamanna af hennar
völdum. Nú er stefnt að því að ljúka verkinu
sumarið 2021, upplýsir Jóhannes Stefánsson
framkvæmdastjóri Lindarvatns. „Vonandi
verður lífið þá komið í eðlilegt horf og ferða-
þjónustan komin í gang aftur. Maður leyfir sér
að vera bjartsýnn, en reynslan hefur þó sýnt
að það er ekkert fast í hendi,“ segir Jóhannes.
Í húsakönnun Borgarminjasafns frá 2005
kemur fram að fyrsta hús á lóðinni var reist ár-
ið 1835 en suðurhluti hennar var óbyggður
fram til ársins 1848. Hús þetta var selt rík-
issjóði 1929 og rifið og Landssímahúsið reist á
lóðinni árið 1931. Í húsið fluttu Landssíminn,
Bæjarsími Reykjavíkur, Póstmálaskrifstofan,
Ríkisútvarpið og Veðurstofan. Húsið var álitið
vera afar hernaðarlega mikilvægt þegar Bret-
ar hernámu Ísland árið 1940 og var það eitt
fyrsta húsið sem Bretar hertóku.
Um húsið sjálft segir að það sé byggt í létt-
um anda frönsku endurreisnarlistarinnar en
myndi þó flokkast til húsa í nýklassískum stíl.
Einkenni hans eru ýmsar klassískar útfærslur
eins og bjórar yfir gluggum og hálfsúlur á
veggjum og oft eru jarðhæðir eða sökklar
húsanna strikuð til að líkja eftir steinhleðslum.
Þök húsanna eru yfirleitt risþök eða valmaþök.
Þegar ákveðið var að hefja hótelstarfsemi í
Landssímahúsinu fékk Lindarvatn leyfi til að
byggja eina hæð ofan á það og voru 10 kvistir
settir á þá hæð. Segja má að Landssímahúsið
kallist á við Hótel Borg hinum megin við Aust-
urvöll, þar sem kvistir eru á efstu hæðinni.
Guðjón Samúelsson teiknaði einnig Hótel
Borg.
„Nýtt“ Landssímahús kemur í ljós
Hækkað um eina hæð og settir á hana 10 kvistir Vonast til að geta opnað nýtt hótel næsta sumar
Morgunblaðið/Eggert
Fyrir Landssímahúsið í upprunalegri mynd. Tekið í notkun 1931 og hýsti mikilvægar stofnanir.
Morgunblaðið/sisi
Eftir Vinnupallar teknir niður. Í húsinu verður í framtíðinni eitt af glæsihótelum borgarinnar.