Morgunblaðið - 05.12.2020, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 05.12.2020, Blaðsíða 58
58 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2020 Þetta er mikið rit í allstórubroti og vel frá öllu geng-ið af hálfu forlagsins.Uppistaðan eru skákir sem Friðrik tefldi á löngum ferli, 155, sem flestar eru birtar í heild með skýringum, aðrar að hluta út frá stöðumynd. Höf. lætur Friðrik segja sögu sína í 1. persónu. Hann gerir grein fyrir ættum sínum og upp- vexti, skóla- göngu, sveita- dvöl, síðar meir laga- námi, fjöl- skylduhögum, störfum í dóms- málaráðuneyti o.fl en kjarni málsins er alltaf skákin, þar sem Friðrik var um áratugi keppnismaður og síðar forseti Alþjóðaskáksambands- ins, FIDE. Þar stóð hann ötullega gegn klíkuskap og stórveldapoti og galt fyrir það; Sovétmenn fyrirgáfu honum ekki stuðning við Korstsnoj. Skákin var hápólitísk. Eftirminnileg er frásögnin af einvígi Fischers og Spasskís 1972 þar sem Fischer varð heimsmeistari, kórónaði þannig fer- il sinn sem í raun var líka að mestu lokið á sama tíma. Öll er frásögn Friðriks hófstillt og hvergi stóryrt þótt ýmislegt megi lesa milli lína. Skákir sem hann birtir sýna marg- ar hvassan og einbeittan sóknarstíl sem bráðskemmtilegt er að rýna í með skýringunum. Tímahrak kem- ur víða við sögu en samt gat hann oft fundið bráðsnjallar lausnir í flóknum stöðum. Sérstakt strika- merki er í bókinni (bls. 10) og með snjallsíma er hægt að sækja allar skákirnar í bókinni og stúdera þær rafrænt. Friðrik var fyrst Íslandsmeistari 1952, þá 17 ára gamall. Árið eftir varð hann Norðurlandameistari, sá yngsti sem unnið hafði þann titil. Á skákþingi Norðurlanda í Osló 1955 urðu þeir efstir og jafnir Friðrik og Bent Larsen og var ákveðið að þeir tefldu einvígi um titilinn. Í millitíð- inni fór Friðrik á jólaskákmótið í Hastings 1955/6 og varð þar efstur ásamt Kortsnoj; Friðrik birtir m.a. snaggaralega vinningsskák sína við Taimanov í fyrstu umferð (110). Allt ætlaði um koll að keyra hér heima eftir sigurinn. Útvarpið sendi beint út lýsingu á lokaumferðinni. Drengurinn varð óðar þjóðhetja og áhugi á skák jókst að miklum mun. Aðdáandi sendi honum frumortar rímur eftir sigurinn, Friðriks-rímu Ólafssonar (122). Áhugi á einvígi Larsens og Frið- riks var gífurlegur. Teflt var í Sjó- mannaskólanum og salurinn alltaf fullur, sömuleiðis herbergi þar sem skákir voru skýrðar og fólk lá á gluggum. Strætisvagnaferðum var breytt þannig að vagn stansaði á hálftíma fresti í grennd skólans. Einvíginu lauk með sigri Larsens, 4½:3½. Ég er ekki frá því að þá hafi einhver rifjað upp ljóðlínur eft- ir Jón úr Vör: Þú færð aldrei sigrað þinn fæðingarhrepp, / stjúpmóður- auga hans vakir yfir þér alla stund. / Með meinfýsnum skilningi tekur hann ósigrum / þínum, afrekum þínum með sjálfsögðu stolti (úr ,Þorpinu’). Friðrik tefldi víða fjöl- tefli á þessum árum, m.a. á Sauðár- króki í febrúar 1956 við 67 manns. Aðeins ein kona var meðal kepp- enda (136). Friðrik var útnefndur stórmeist- ari í skák 1958, fyrsti Íslending- urinn sem náði þeim titli. Hér verða mótin ekki rakin en alls tefldi Frið- rik á þremur heimsmeistaramótum stúdenta, átta sinnum á Ólympíu- mótum, hann varð Íslandsmeistari 6 sinnum og hraðskákmeistari 7 sinnum, tvívegis skákmeistari Norðurlanda, 10 sinnum tefldi hann á Reykjavíkurskákmótum og vann þau þrisvar. Þá eru ótalin mörg al- þjóðleg mót víða um lönd og þátt- taka í mótum þar sem stórmeist- arar börðust um réttinn til þess að skora heimsmeistara á hólm. Sá sem þetta ritar fylgdist grannt með ferli Friðriks frá og með milli- svæðamótinu í Portoroz 1958. Hvað gerir menn að góðum skák- manni? Í fyrsta lagi þurfa þeir að vera vel að sér í ótal byrjunum og afbrigðum þeirra, hafa skýra hugs- un og innsæi til að skynja vendi- punkt skákar og láta arka að auðnu. Þeir þurfa að vera einbeittir, skipulagðir og fullir sjálfstrausts þegar sest er að taflinu. Ef allt þetta fer saman í einni skák birtist oft sérstök fegurð þegar nokkurra leikja flétta leiðir til sigurs, ellegar þá að menn bjarga sér úr bráðum háska með snilldarleikjum. Ég fór yfir allmargar skákir í bókinni, með gamla laginu: stillti mönnum upp á borð og fór yfir þær leik fyrir leik og valdi sigurskákir gegn Larsen, Tal, Pilnik, Fischer og Taimanov o.fl. Þar leiftrar þessi snilld Friðriks. Þetta er úrvalsbók fyrir alla sem hafa gaman af skák, ljósmyndir upplýsandi og ótal stöðumyndir úr skákum eru til skýringarauka. Hvalreki fyrir skákunnendur Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Einvígið „Áhugi á einvígi Larsens og Friðriks var gífurlegur. Teflt var í Sjómannaskólanum og salurinn alltaf fullur, sömuleiðis herbergi þar sem skákir voru skýrðar og fólk lá á gluggum,“ skrifar hrifinn rýnirinn. Skáksaga Friðrik Ólafsson bbbbb Eftir Helga Ólafsson. Hið íslenska bókmenntafélag 2020. Innbundin, 530 bls. SÖLVI SVEINSSON BÆKUR Morgunblaðið/Eggert Höfundurinn Helgi Ólafsson stór- meistari skrifar þessa „úrvalsbók“ fyrir alla sem hafa gaman af skák. Þorkell Jóhannesson, prófess-or og rektor Háskóla Ís-lands, segir í Skírnisgreinum Jón biskup Arason frá 1950, þegar 400 ár voru liðin frá dauða Jóns og sona hans, Ara og Björns, að aftaka þeirra í Skálholti hafi verið stórkostlegasti atburður siðaskiptasögunnar. Hafi Jón Arason látið lífið sem réttur óbótamaður fyrir dómstóli óvina sinna og andstæðinga, dómsorðinu hafi hins vegar fyrir löngu verið hrundið fyrir dómstóli tímans í meðvit- und þjóðarinnar. Enginn Íslend- ingur hafi komist nær því að mega kallast þjóðhetja en Jón biskup Arason. Sjálfur Jón Sigurðsson, sem manna best þekkti og skildi sögu þjóðarinnar, hafi kallað hann hinn síðasta Íslend- ing. Nú, 470 árum eftir aftökuna, hefur enn ein bókin verið skrifuð um síðasta katólska biskupinn fyrir siðaskipti, Uppreisn Jóns Arasonar. Höfundur er hagfræðingurinn Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Árið 2006 ritstýrði Ásgeir bókinni Jón Arason biskup – ljóðmæli, öllum ljóðmælum Jóns Ara- sonar í fyrsta skipti í einni bók. Ás- geir skrifaði ítarlegan inngang og setti kvæðin í samhengi við tíðarand- ann og lífshlaup Jóns. Ljóð setja svip á nýju bókina og farið er orðum um veraldlegan kveðskap Jóns í viðauka. Uppreisnarbókin er safn þátta. Má geta sér til að í henni sé að finna efni sem safnað hafi verið og skráð á nokkru árabili. Þannig er til dæmis á bls. 88 talað um að 450 ár séu liðin frá minningarstund árið 1551 á Hólum um biskupsfeðgana, nú eru árin orðin 470. Bókin gefur mynd af Jóni og al- þjóðlegum straumum sem birtust í valdabaráttu hér á landi. Vopnaðir flokkar fóru um landið. Íslendingar höfðu í heitingum hver við annan en beittu ekki vopnunum nema gegn er- lendum mönnum. Spurningar vakna um miðlun upplýsinga á milli landa og manna. Víða verður að geta í eyður. Jón forseti Sigurðsson sýndi hve illa einokunarverslun Dana fór með Íslendinga og mælti með verslunar- frelsi. Ásgeir Jónsson greinir valda- og viðskiptabaráttuna sem einkenndi biskupstíð Jóns. Hann tók afstöðu með Þjóðverjum og viðskiptafrelsi og stofnaði til uppreisnar gegn konungi og mönnum hans. Biskupinn galt fyr- ir það með lífi sínu. Í viðtali um bókina í Morgun- blaðinu 27. nóvember segir Ásgeir: „Danir voru einfaldlega ekki heppi- legt viðskiptaland fyrir Ísland, þar var hvorki markaður fyrir helstu af- urðir Íslendinga né höfðu þeir þá vöru sem við þurftum. Þeir voru því alltaf milliliðir og stóðust enga sam- keppni við aðra, svo þess vegna þurftu þeir að koma einokunarversl- uninni á, sem reyndist Íslendingum einstaklega þungbær, eins og Jón Sigurðsson forseti rakti síðar í Nýj- um félagsritum.“ Af lýsingu Ásgeirs má ráða að mannlífið á Íslandi hafi verið miklu skemmtilegra fyrir dauða Jóns og siðaskipti en að þeim loknum. Það megi í ríkum mæli rekja til biskups- ins sjálfs, manns skemmtana, dans og söngva: „Jón Arason var dansaldarmaður fram í fingurgóma og líklega má skýra stóran hluta af hylli hans og velgengni með því hversu vel skáld- skapargáfa hans og lunderni féllu að dansskemmtunum landsmanna.“ (43) Gamanbrögðin spilltu ekki trúar- hita Hólabiskups. Um trúarljóð hans segir Ásgeir að þar yrki maður beint til Krists konungs „af trúarhita og auðmýkt og játar honum hollustu sem foringi í herliði hans“. (47) Lífsgleðin hvarf með katólskunni: „Þegar fram leið hófu bæði veraldleg og andleg yfirvöld baráttu gegn döns- unum og gengu af þeim dauðum í byrjun átjándu aldar.“ (46) Refsigleði óx meðal Íslendinga eft- ir siðaskiptin, til dæmis aftökur saka- manna. Klaustur voru mörgum skjól. Þegar herlið konungs hafði rænt þau og eyðilagt lögðust margir í flakk. Harðneskjuleg breyting á þjóð- félagsgerðinni eftir siðaskipti var engum ljós þegar Jón Arason var hálshöggvinn en vinsældir og virð- ingu hans í huga þjóðarinnar allt fram á þennan dag má ef til vill öðr- um þræði rekja til alþýðuhylli hans og nálægðar við fólkið í landinu. Hann var andstæða þess sem á eftir kom. Bók Ásgeirs Jónssonar um Jón Arason beinir athygli frá píslarvotti vegna trúar að veraldlegum valds- manni sem vildi sjálfstæði gagnvart dönsku konungsvaldi. Þótt kirkjan hafi ekki tekið hann í dýrlingatölu er hann þjóðhetja. Ásgeir „Bókin gefur mynd af Jóni og alþjóðlegum straumum sem birt- ust í valdabaráttu hér á landi.“ Þjóðhetja á biskupsstóli Sagnfræði Uppreisn Jóns Arasonar bbbmn Eftir Ásgeir Jónsson. Almenna bókafélagið, 2020. Kilja, 120 bls. BJÖRN BJARNASON BÆKUR … en rúmið verður bátur og ég flýt með bókunum rugga bátnum með huganum Ljóðmælandinn í bók Maríu Ramos, Havana, lokar að sér innan veggja heimilisins þar sem skjól er að finna frá heim- inum fyrir utan, og það er að sjá sem sá heimur sem er í bókum komi í hans stað og rúmið, eins og hér segir, verði vettvangur ferða- laga. Og það er líka griðastaður, eins og í sést í einu ljóði þessa sam- stæða bálks: Þegar ég fer að sofa verð ég eins lítil og ég get orðið reyni að verða gljáandi kuðungur undir sæng Fyrir tveimur árum kom út í ritröð Meðgönguljóða stutt bók, Salt, með ljóðum eftir Maríu sem var þá tvítug. Hæfileikarnir voru til staðar, það duldist ekki og sannast með þessari fyrstu bók skáldsins í „fullri“ lengd. Í um fjörutíu tengdum ljóðum er fjallað um heimili eða íverustað, sem er mótaður af þeim sem á undan komu en ljóðmælandann, sem virkar uppburðarlítil og kvíðin, dreymir samt um að finna sína leið, móta sína tilveru. Ungri konunni finnst lítið breytast hjá sér, það sé bara lífið fyr- ir utan sem taki breytingum, en „draumar sem / rætast þar sem / draumar hafa / dáið / eru draumar / sem enginn / trúir“ segir hún. Í kringum hana eru „hilluvonir og þrár í / læstum skápum“ og annarra manna drasl sem má ekki fleygja. Á þessum rykuga íverustað með drasli þeirra sem á undan komu dreymir ljóðmælandann um fjarlæga staði; augun segir hún hafa orðið eftir í Aþenu og sálina í Havana, þar sem hjarta hennar „ slær / á steinvegg / við malecón og / í brjósti mínu / heyr- ist ekkert / nema bergmál“. Og hún hugsar til ömmu sem ark- aði í rauðum buxum um útlensk stræti og hvað myndi sú segja sæi hún ljóðmælandann „handjárnaða við landsteinana // ég erfði kannski / draumana / en ekki / dirfskuna“. Þess má geta að amma skáldsins var skáldið snjalla Ingbjörg Haralds- dóttir, sem bjó einmitt í Havana um tíma, svo María hefur ekki langt að sækja hæfileikana. Havana er heildstæð, fáguð og vel lukkuð bók ungs skálds sem hefur þegar fundið áhugaverðan tón og verður forvitnilegt að fylgjast með verkum Maríu í framtíðinni. Skáldið Bók Maríu Ramos, Havana, er sögð heildstæð og vel lukkuð. Bátnum ruggað með huganum Ljóð Havana bbbbn Eftir Maríu Ramos. Partus, 2020. Kilja 68 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Ljósmynd/Saga Sig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.