Morgunblaðið - 05.12.2020, Blaðsíða 59
MENNING 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2020
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Blásýra nefnist nýútkomin tíu laga
breiðskífa Sálgæslunnar með tíu lög-
um og textum eftir Sigurð Flosason
saxófónleikara. Sálgæslan er hans
sérverkefni og er þetta fyrsta platan
sem Sigurður sendir frá sér með eig-
in textum. Er þar komið víða við líkt
og í tónlistinni þar sem heyra má
djass, blús og
sálartónlist.
Söngvarar eru
sömuleiðis úr
ólíkum áttum og
flestir þjóð-
kunnir, þau KK,
Andrea Gylfa-
dóttir, Stefán Hilmarsson, Friðrik
Ómar, Jógvan Hansen og Rebekka
Blöndal. Hljómsveitina skipa, auk
Sigurðar, Þórir Baldursson sem
leikur á Hammond-orgel, Einar
Scheving á trommur og Andrés Þór
Gunnlaugsson á gítar og aðstoðar-
hljóðfæraleikarar á plötunni eru Ari
Bragi Kárason á trompet, Samúel J.
Samúelsson á básúnu, Matthías
Stefánsson á fiðlu og Bryndís Björg-
vinsdóttir á selló. Hafþór „Tempó“
Karlsson sá svo um hljóðritun, hljóð-
blöndun og hljómjöfnun, Sigríður
Hulda Sigurðardóttir hannaði um-
slagið og Dimma sá um útgáfu. Þetta
er önnur breiðskífa Sálgæslunnar en
níu ár eru liðin frá því sú fyrri, Dauði
og djöfull, kom út.
Gaman að takast á
við eitthvað nýtt
Textar Sigurðar eru skemmtilegir
og flestir hverjir spaugilegir, um-
fjöllunarefnin af ýmsu tagi og m.a.
sungið um mann sem er svo blúsaður
að hann íhugar að svipta sig lífi með
blásýru, ástir tveggja karlmanna og
kynlífsvandamál hjóna. Einnig má
finna á plötunni siðblindingja,
barnaníðing og andsetna konu, svo
nokkrar persónur séu nefndar.
„Það er gaman að takast á við eitt-
hvað nýtt þegar maður er búinn að
gera yfir 30 plötur með tónlist, að
reyna sig við þessa hlið,“ segir Sig-
urður um textagerðina. Hann hafi
lítið fengist við ritlist á ferli sínum,
átt nokkra texta á fyrri plötu Sál-
gæslunnar en núna alla.
Sigurður segist mest hafa leikið
djass á ferli sínum og því sé Sálgæsl-
an eins konar alter ego eða hliðar-
sjálf hans og útrásarleið fyrir aðrar
gerðir tónlistar. Spurður að því
hvort textar eða lög komi á undan
segir Sigurður allan gang á því, oft-
ast verði lag og texti til samhliða.
„Eiginlega man ég ekki eða veit ekki
hvernig sumt af þessu varð til,“ segir
hann kíminn.
Að skemmta sjálfum sér
Sigurður segir persónurnar í laga-
textunum sumar hverjar á ein-
hverjum samfélagslegum eða sið-
ferðislegum mörkum. „Þetta eru
einhvers konar jaðarmál, í mörgum
tilfellum,“ segir hann sposkur. „Ég
er líka, að einhverju leyti, að
skemmta sjálfum mér með því að
gera þetta, tala um eitthvað sem er
bæði alvarlegt en líka pínulítið fynd-
ið og skemmtilegt, einhvern veginn.
Þetta segir kannski eitthvað um
minn skrítna húmor.“
– Þetta eru æði skrautlegar týpur
sem þú ert að lýsa þarna, þetta eru
hálfgerðar skopmyndir?
„Já já, þetta eru svona týpur á
mörkunum, siðleysingi sem gerir
alls konar ljóta hluti og landafræði-
kennari sem er langt handan við
mörk í öðru samhengi. Þetta er ein-
hvers konar gallerí af karakterum
sem gætu verið í söngleik,“ svarar
Sigurður.
Atvinnuskapandi styrkur
Í einu lagi plötunnar, „Ég hitt’ann
fyrst á Jómfrúnni“, syngja Friðrik
Ómar og Jogvan Hansen um tvo
karla sem verða ástfangnir og segist
Sigurður ekki muna í svipinn eftir
fleiri slíkum lögum íslenskum, um
ást tveggja karlmanna. Lagið hafi
hann samið að miklu leyti fyrir veit-
ingastaðinn Jómfrúna en Sigurður
hefur starfað mikið fyrir þann stað
við tónleikaskipulag á sumrin. „Mig
langaði að semja lag fyrir Jómfrúna
og það leiddi mig á þennan stað því
þar voru nú lengi vel flestir samkyn-
hneigðir sem störfuðu þar,“ segir
hann.
Talið berst að kófinu og segist Sig-
urður meðal annars hafa nýtt tímann
í að semja texta og tónlist og taka
upp plötuna þar sem tónleikahald
hafi verið lítið sem ekkert á árinu.
„Það hafa komið til styrkir sem hægt
er að sækja um í þessum aðgerðum
stjórnvalda sem er bara jákvætt og
þetta verkefni fékk þannig styrk
sem var eitt af því sem gerði útslagið
um að ég fór út í þetta á þessum
tíma,“ segir Sigurður. Styrkurinn
hafi skapað vinnu fyrir bæði hann og
aðra sem tóku þátt í gerð plötunnar
sem gefin er út stafrænt og í formi
geisladisks.
Ljósmynd/Anna Stark
Fjölhæfur „Það er gaman að takast á við eitthvað nýtt þegar maður er búinn að gera yfir 30 plötur með tónlist, að
reyna sig við þessa hlið,“ segir Sigurður Flosason saxófónleikari en hann samdi texta allra laga á plötu Sálgæslunnar.
Týpur á mörkunum
Sigurður Flosason er höfundur allra laga og texta á nýrri plötu Sálgæslunnar
Djass, blús og sál Siðblindingi og andsetin kona meðal sögupersóna
Bandaríska kvikmyndafyrirtækið
Warner Bros. tilkynnti nú í vikunni
að allar kvikmyndir þess sem frum-
sýndar verða á næsta ári verði
sýndar samtímis í kvikmynda-
húsum og streymisveitunni HBO
Max sem er í eigu Warner Media.
Hefur þessi ákvörðun vakið mikla
athygli í kvikmyndaheiminum og
segir í frétt The New York Times
að þetta sé mesta áskorun sem
komið hafi fram á hina hefðbundnu
viðskiptaleið Hollywood, þ.e. að
sýna fyrst kvikmyndir í bíóhúsum
og gera þær aðgengilegar í sjón-
varpi um þremur mánuðum síðar
hið fyrsta. Warner mun frumsýna
17 kvikmyndir á næsta ári og eru
þar margar stórmyndir á ferð þeg-
ar litið er til kostnaðar, m.a. Dune
og The Matrix 4. Þykir þessi
ákvörðun Warner gefa til kynna að
stjórnendur fyrirtækisins hafi ekki
trú á því að bíóaðsókn verði með
sama hætti og áður á næsta ári þótt
fólk verði bólusett við Covid-19.
Sandalda Úr kvikmyndinni Dune sem
Warner frumsýnir á næsta ári.
Allar kvikmyndir
Warner í streymi
Grýla og Leppa-
lúði munu koma í
heimsókn á Þjóð-
minjasafnið á
morgun, sunnu-
dag, kl. 14 og
mun tónlistar-
konan Ragnheið-
ur Gröndal flytja
nokkur lög á
meðan beðið er
eftir þeim.
Vegna fjöldatakmarkana verður
viðburðinum streymt á YouTube-
rás safnsins og geta því jólabörn á
öllum aldri fylgst með Grýlu,
Leppalúða og Ragnheiði.
Grýla, Leppalúði
og Ragnheiður
Ragnheiður
Gröndal
„Gyrðir Elíasson býr yfir töluverð-
um hæfileika til að lýsa kringum-
stæðum í ró,“ skrifar Thomas
Bredsdorff, gagnrýnandi danska
dagblaðsins Politiken um Sorgar-
marsinn, sem nýverið kom út í Dan-
mörku í þýðingu Eriks Skyum-
Nielsen. Bredsdorff gefur bókinni
fjögur hjörtu af sex mögulegum.
Bredsdorff lýsir prósa Gyrðis
sem lágstemmdum og hvíslandi
með örlitlum tilbrigðum, sem sé í
mikilli andstöðu við gargið sem
Jónas, aðalpersóna bókarinnar, til-
einkar manneskjunni sem hann lík-
ir við hávaðasama fugla á bjargi.
„Hann kann til verka þegar kem-
ur að því að draga upp myndir, en
framvindan er ekki hans svið.
Eiginkona auglýsingamannsins
hringir og segir að hún sé farin að
hitta annan. Það er allt og sumt
sem gerist. Konan fer og eins og
Jónas lýsir því sjálfur, þá er lífið
stundum svona, eins og minnisbók
sem hverfur og finnst aldrei aftur.
Kyrrlátur Gyrðir Elíasson rithöfundur.
Lágstemmdur og
hvíslandi prósi
Alda Music hefur gefið út safn-
plötu með helstu lögum Ragnars
Bjarnasonar heitins og ber hún
titilinn Þannig týnist tíminn. Á
plötunni eru 45 lög frá 65 ára
ferli Ragnars og má af einstaka
lögum nefna „Allar mínar götur“
eftir Halla Reynis sem var síðasta
lagið sem Ragnar tók upp á ferl-
inum en hann lést 25. febrúar síð-
astliðinn. Einnig má nefna titillag
plötunnar sem Ragnar söng með
Lay Low, „Barn“, „Vorkvöld í
Reykjavík“, „Úti í Hamborg“ og
fleiri sígild dægurlög.
Platan kom út á Spotify 22.
september sem er fæðingardagur
Ragnars og kemur nú út á tvö-
földum geisladiski og tvöföldum
vínyl. Myndin á framhlið plöt-
unnar var tekin árið 1960 í svart-
hvítu en var handlituð fyrir út-
gáfu plötunnar.
Minning Með tvöfaldri safnplötu er Ragga
Bjarna minnst en hann lést í febrúar.
Tvöföld safnplata
með lögum Ragga
Löggiltur heyrnarfræðingur
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Hljóðmagnarar
Hljóðmagnari hentar vel þeim sem
þurfa að heyra betur og er einfaldur í
notkun. Þægilegt samskiptatæki. Með
margmiðlunarstreymi tengist hann
þráðlaust við sjónvarp og önnur tæki.
Vekjaraklukka
fyrir þá sem sofa fast eða heyra illa
Að vakna á réttum tíma hefur aldrei
verið auðveldara
Vekur með ljósi, hjóði og/eða tirtingi
svo að maður þarf ekki að sofa yfir sig.
Verð frá
kr. 19.800
Verð frá
kr. 58.800