Morgunblaðið - 05.12.2020, Síða 10

Morgunblaðið - 05.12.2020, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2020 Við sendum frítt innanlands ef verslað er fyrir 8.000 kr. eða meira Verslun | Snorrabraut 56, 105 Reykjavík | 588 0488 | Vefverslun á Feldur.is HLÝJAR JÓLAGJAFIR Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Miklar framkvæmdir eru fyrirhug- aðar á svæði Golfklúbbs Reykjavík- ur í Grafarholti næstu misseri. Áformað er að byggja nýtt íþrótta- hús við Bása með aðstöðu fyrir golfherma, vipp og pútt og við austurhlið Bása á að rísa 3-400 fer- metra einfaldari þjónustubygging með starfsmannaaðstöðu, verkstæði og vélageymslu. Þá er á döfinni að endurgera flatir við 7. og 11. braut vallarins þannig að þær verði fyrr tilbúnar á vorin og gæði þeirra verði meiri allt sumarið. Framkvæmt fyrir 500 milljónir Björn Víglundsson, formaður GR, segist áætla að þessar framkvæmdir kosti um 500 milljónir króna. Í gangi er skoðanakönnun til að kanna hug félagsmanna til fram- kvæmdanna og lýkur henni næsta miðvikudag. Björn segist gera sér vonir um að niðurstöður verði já- kvæðar og þá verði hægt að ráðast í hönnunarvinnu, útboð og fram- kvæmdir næsta vor og ljúka þeim á árinu. Viðbyggingin við Bása verður rúmlega 800 fermetrar að stærð og verður húsið samnýtt með því sem fyrir er við æfingasvæðið. Yfir vetr- artímann verður æfinga- og félags- aðstaða í fjölnota upphituðu húsnæði þar sem 4-6 golfhermar verða settir upp. Yfir sumartímann eru þarfir kylfinga ólíkar og þá verður hægt að opna út á æfingasvæðið eins og nú er. Björn segir að golfhermum hafi fjölgað mjög síðustu ár hjá golf- klúbbum, t.d. GKG, og stórum og smærri einkafyrirtækjum. Það sé mat stjórnar GR að miða við 4-6 golfherma í upphafi, en auðvelt sé að fjölga þeim í samræmi við eftir- spurn. Endurgerð í áföngum Björn rifjar upp að fyrir tæpum sex árum hafi verið gerð skoð- anakönnun meðal félagsmanna í GR um breytingar á Grafarholts- velli. Þar hafi komið fram ábend- ingar um að þörf væri á betri fé- lags- og æfingaaðstöðu, sem nú væri verið að bregðast við. Jafnframt hafi komið fram efa- semdir um að fara í stórtækar breytingar á vellinum á skömmum tíma. Niðurstaðan hafi verið sú að skipta verkefninu við endurgerð vallarins í minni einingar og trufla leik á framkvæmdatímanum eins lítið og mögulegt væri. Breytingar á brautum 7 og 11 væri fyrsti áfanginn í endurgerðinni. Með því að breyta legu þessara brauta lítillega og staðsetningu og halla flata mætti forðast vetrar- og vatnstjón og auka gæði með legu gagnvart sólarljósi, góðri undir- byggingu og fullkomnum vökvunar- tækjum. Byggt er á teikningum frá breska golfvallahönnuðinum Tom Mackenzie, sem hefur unnið með GR síðasta áratuginn. Alls eru rúmlega 3.300 félagar í Golfklúbbi Reykjavíkur að börnum og unglingum meðtöldum. Aðal- fundur GR verður haldinn með fjarfundabúnaði á mánudag. Byggja og bæta flatir í Grafarholti  Betri inniaðstaða í nýju íþróttahúsi GR  Breytingar á tveimur brautum  Könnun meðal félaga Tölvumynd/T.ark Básar Inniaðstaða batnar til muna með nýju íþróttahúsi GR í Grafarholti, en húsið nýtist til golfæfinga og félagsstarfs allt árið. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kylfingur Björn Víglundsson, for- maður Golfklúbbs Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.