Morgunblaðið - 10.12.2020, Page 11
Fyrir fjóra
1 grágæsarbringa
handfylli ferskt rósmarín
handfylli ferskt timían
1 msk. rósapipar
1 msk. grænn pipar
2 msk. þurrkað timían
50 g gróft sjávarsalt
50 g sykur
Öllum hráefnum er blandað saman og lagt ofan á plastfilmu.
Grágæsarbringunni er komið fyrir í miðjunni og svo er plast-
inu vafið þétt utan um hana þannig að hráefnin dreifist jafnt yfir.
Sett í ísskáp í 2-3 daga undir fargi.
Snúið á degi hverjum.
Cassis- og
bláberjasulta
4 msk. bláberjasulta
100 ml cassis-líkjör
Byrjið á því að setja sultuna í pott og bætið sólberjalíkjörnum
saman við.
Hrærið vandlega saman og sjóðið niður líkjörinn.
Látið kólna.
Rjómaostsfroða
½ dós rjómaostur með lauk og graslauk
250 ml rjómi
Setjið rjómaostinn í skál og hrærið rjómanum vandlega sam-
an við.
Hellið blöndunni í rjómasprautu og hleypið gasi á sprautuna.
Geymið í kæli.
Gætið að því að hrista sprautuna vel áður en þið sprautið úr
henni. Gott er að prófa áður.
Samsetning
4 súrdeigsbrauðsneiðar
smjör
hvítlauksrif
grafin grágæs skorin í þunnar sneiðar
handfylli af basilsprettum
handfylli af bláberjum
salt og pipar
Smyrjið brauðið með smjöri og steikið á pönnu.
Skerið hvítlauksrifið í helminga og raspið ofan á heitt
brauðið.
Sneiðið grágæsarbringuna í þunnar sneiðar og leggið ofan á
brauðið.
Skerið bláberin í helminga.
Raðið brauðinu á disk, sprautið rjómaostsfroðunni yfir.
Dreifið cassis-bláberjasultunni á diskinn
Skreytið með berjum og basilsprettum.
Salt og pipar eftir smekk.
Grafin grágæsarbringa
með cassis- og bláberjasultu, rjómaostsfroðu og ferskum bláberjum
Ragnar Freyr Ingvarsson er mörgum sjálfsagt betur
kunnur sem Læknirinn í eldhúsinu. Það sem byrjaði sem
áhugamál er orðið að lífsstíl og gott betur. Læknirinn er
einn vinsælasti matreiðslumaður landsins og bækur hans
og sjónvarpsþættir hafa notið mikilla vinsælda. Ragnar
leggur mikið upp úr hráefninu og veitt fátt skemmtilegra
en að nostra við matinn og er útkoman ávallt eftir því. Hér
er Ragnar með krónhjartarsteik sem hann parar með
rauðvínssósu sem óhætt er að fullyrða að sé ein dýrasta
sósa sem soðin hefur verið.
Morgunblaðið/Eggert
Læknirinn
í eldhúsinu
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 MORGUNBLAÐIÐ 11
Tilbúinn jafningur
Þarf aðeins að hita
499kr/stk
Hagkaup
mælir
Hangikjöt
af íslensku birki
HAG
KAU
PM
ÆL
IR
M
E
•
H
AG
K
A
U
P
M
Æ
LI
R
M
E
•
HA
GK
AU
P M
ÆLI
R ME
• HAGKA
UP MÆLIR ME
• HAGKAUP MÆLIR ME
•
HAGK
AU
P
M
Æ
LIR
M
E
•
HAGKAUPMÆLIRME
Minna salt sama bragð