Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 6

Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 6
6 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/20 Í bréfi Lögmannafélagsins er m.a. vísað til ákvæða stjórnar- skrárinnar um sjálfstæði og óhæði dómstóla og dómara, dómstólalaga nr. 50/2016, þar sem sú meginregla kemur fram í 1. mgr. 45. gr. að dómara sé óheimilt að taka að sér aukastörf, til nýlegra siðareglna dómara, þar sem finna má ýmis ákvæði sem kveða á um sjálfstæði dómara og til nýlegs álits umboðsmanns Alþingis í máli nr. 9629/2018. Í bréfinu er jafnframt kallað eftir sjónarmiðum nefndarinnar til þess hvort gildandi reglur um aukastörf dómara nr. 1165/2017 samræmist kröfum um sjálfstæði og óhæði dómara í ljósi framangreinds. Nefnd um dómarastörf vandi á höndum Í svari nefndar um dómarastörf er vísað til þess að með lögum nr. 50/2016 um dómstóla hafi það m.a. verið markmið löggjafans að breyta þeirri áratugalöngu fram- kvæmd að dómarar sinntu margvíslegum aukastörfum, m.a. til að skerpa á skilum milli dómsvalds annars vegar og löggjafar- og framkvæmdarvalds hins vegar, og koma þannig í veg fyrir vanhæfi dómara vegna aukastarfa sem þeir gegna. Í nefndaráliti með frumvarpi að lögum um dómstóla komi hins vegar fram að dómarar geti sinnt aukastörfum í undantekningartilfellum sem nefnd um dómarastörf geti heimilað í ljósi heildarmats á aðstæðum dómara og eðli þeirra starfa sem um ræðir í hvert og eitt skipti. Jafnframt komi fram í álitinu að það sé mat þingnefndarinnar að ákvæði 45. gr. umræddra laga girði ekki fyrir að framkvæmdarvaldið geti notið reynslu og þekkingar dómara við undirbúning löggjafar og að seta dómara í úrskurðarnefndum geti komið til greina í einhverjum tilvikum. Segir í bréfinu að í ljósi þeirra misvísandi skilaboða sem fram komi í framangreindri afstöðu sé nefndinni nokkur vandi á höndum auk þess sem hún hafi eftir gildistöku dómstólalaga ákveðið að leyfa nokkurn aðlögunartíma og heimila þeim dómurum sem við gildis töku laganna höfðu verið skipaðir í ýmis aukastörf, að ljúka skipunartíma sínum. Því megi gera ráð fyrir að aukastörfum dómara fækki jafnt og þétt á næstunni. Endurskoðun reglna í farvatninu Fram kemur að nefndin hafi í nokkrum tilvikum hafnað umsókn dómara um að gegna aukastarfi á grundvelli framangreindra reglna. Nefnd um dómarastörf hafi einnig brýnt fyrir dómurum að leita heimildar nefndarinnar áður en þeir þiggja skipun í nefnd eða taka að sér önnur aukastörf, en einhver misbrestur sé á að slíkt sé gert, auk þess sem ráðuneyti auglýsi iðulega skipun nefndarmanna áður en leyfi nefndarinnar liggur fyrir. Loks segir í svarinu að við veitingu nefndarinnar á heimildum til aukastarfa hafi hún það sjónarmið í huga að óæskilegt sé að aukastarf leiði í einhverju mæli til þess að dómari verði vanhæfur á grundvelli gildandi vanhæfisreglna. Þá geri löggjöf stundum ráð fyrir að dómari gegni tilteknu aukastarfi eða að viðkomandi uppfylli hæfisskilyrði til að gegna embætti dómara og að Dómarafélag Íslands eða Hæstiréttur tilnefni aðila til að taka sæti í nefnd, auk þess sem í einstaka tilvikum sé um borgaralega skyldu að ræða. Allt þetta, sem og þrískipting ríkisvaldsins, hafi nefndin íhugað og leitast við að þrengja túlkun sína á heimildum dómara til að gegna aukastarfi. Það sé mat nefndarinnar að aukastörfum dómara hafi fækkað síðastliðin ár. Loks segir í svari nefndarinnar til Lögmannafélagsins að væntanlega verði ráðist í endurskoðun reglna nr. 1165/2017 þegar breytingar hafa verið gerðar á lögum um dómstóla en brýnast í þeim efnum sé að mati nefndarinnar að breyta 3. mgr. 45. gr. laganna til samræmis við hina almennu reglu 1. mgr. 45. gr. laganna. Í framhaldi af svari nefndar um dómarastörf hefur stjórn Lögmannafélagsins óskað eftir upplýsingum um hvort hún hafi þegar lagt fram tillögu að breytingu á 45. gr. laga um dómstóla, en ef ekki, hvort slíkt standi til. II AUKASTÖRF DÓMARA Í LJÓSI SJÁLFSTÆÐIS DÓMSTÓLA OG DÓMARA Í nóvember sl. ritaði stjórn Lögmannafélagsins bréf til nefndar um dómarastörf þar sem kallað var eftir afstöðu nefndarinnar til aukastarfa dómara en athygli stjórnar hafði verið vakin á löngum lista yfir fjölbreytt aukastörf embættisdómara á öllum dómstigum sem finna má á heimasíðu dómstólasýslunnar.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.