Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 34

Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 34
34 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/20 KOMPÁS FYRIR LÖGMENN OG LÖGMANNSSTOFUR Það er ýmislegt sem netið hefur að geyma. Fræðslu- og þekkingarvefurinn Kompás er byggður á samstarfi fyrirtækja, stofnana, háskóla, stéttarfélaga og fleiri um miðlun og gerð hagnýtrar þekkingar er lýtur að stjórnun og starfsmannahaldi fyrirtækja. Lögmanna- blaðið rýndi í hvað af því efni sem þar er í boði gæti komið sér vel fyrir lögmenn og lögmannsstofur. Stjórnendur lögmannsstofa Mikið af upplýsingum er um mannaráðningar og hvað stjórnendur þurfa að hafa í huga við starfslok. Þá eru leiðbeiningar og hagnýt ráð varðandi starfsmannasamtöl og gagnleg eyðublöð til nota fyrir stjórnendur. Ertu að stofna lögmannsstofu? Í verkfærakistu Kompás eru helstu efnisþættir í góðri viðskiptaáætlun tíundaðir og hvernig gera á markaðsáætlun. Breytingastjórnun Leiðbeiningar eru um átta þrepa ferli breytingastjórnunar, Adkar módelið (sem er þekkt aðferðafræði á sviði breytingastjórnunar) og algeng mistök sem stjórnendur gera auk greina um hvernig takast eigi á við breytingar og andstöðu starfsmanna við þær. Stefnumótun og markmiðasetning Eyðublöð til markmiðasetningar eru á vefnum og svokallaðir lykilárangursmælikvarðar (Key Performance Indicators) kynntir. Allt til að setja upp framtíðarsýn í rekstri og flétta inn gæðaviðmið. Ráðning starfsmanna Hvað þarf að hafa í huga við ráðningu starfsmanna? Framkvæmd ráðningarferlis frá A-Ö er tíunduð, greining starfs og starfslýsing, gátlisti við ráðningu, spurningar í ráðningarviðtölum, úrvinnsla ferilskráa og samanburður á umsækjendum. Þá eru uppköst að ráðningarsamningum, móttaka nýliða, innleiðing mentor-kerfis í fyrirtækjum, um launamál og fjöldi annarra upplýsinga á einum stað. Samskipti við fjölmiðla Gátlisti fyrir fyrirtæki um hvernig hafa á góð samskipti við fjölmiðla. Í Kompás má auk þess finna: • Viðbragðsáætlun og verkfæri í úrvinnslu eineltismála á vinnustað. • Kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni og ofbeldi. Eyðublöð og leiðbeiningar um hvernig takast á við slík mál. • Jafnlaunavottun (leiðbeiningar um jafnlaunakerfi). • Ábyrgð stjórnenda í netöryggismálum. • Hvenær er best að deila efni á samfélagsmiðlum? • Fyrirbyggjandi aðgerðir gegn netárásum og vírusum. Stutt kennslumyndbönd • Dreifing valds og verkefna • Erindi um leiðtoga • Markmiðasetning • Samningatækni • Starfsmannajóga • Starfsmannasamtöl • Stefnumótun • Stjórnun með aðferðum markþjálfunar • Þekkingarstjórnun Á tímum heimsfaraldrar • Upplýsingaöryggi í fjarvinnu • Góð ráð um heimavinnu • Góð ráð um fjarfundi • Tíu helstu atriði varðandi netöryggi EI

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.