Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 13

Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 13
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/20 13 HVAÐA FJÓRIR VERÐA SKIPAÐIR Í EMBÆTTI HÉRAÐSDÓMARA? Í september 2020 auglýsti dómsmálaráðuneytið fjögur embætti héraðsdómara laus til umsóknar; tvö hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, eitt hjá Héraðsdómi Reykjaness og eitt hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra sem fyrsta starfsvettvang. Alls bárust samtals 26 umsóknir um embættin. Um öll embættin sóttu: Arnbjörg Sigurðardóttir aðstoðarmaður héraðdómara, Brynjólfur Hjartarson lögfræðingur og lögmennirnir Guðmundína Ragnarsdóttir, Herdís Hallmarsdóttir, Hlynur Jónsson, Höskuldur Þór Þórhallsson, Ólafur Helgi Árnason, Sigurður Jónsson og Karl Óttar Pétursson. Um tvö embætti dómara sem fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og eitt hjá Héraðsdómi Reykjaness sóttu Arnór Snæbjörnsson settur skrifstofustjóri, Bergþóra Ingólfsdóttir héraðsdómari, Björn L. Bergsson skrifstofustjóri, Björn Þorvaldsson saksóknari, Margrét Einarsdóttir prófessor, Nanna Magnadóttir forstöðumaður, Valborg Steingrímsdóttir lögfræðingur og lögmennirnir Auður Björg Jónsdóttir, Ásgeir Jónsson, Eva Halldórsdóttir, Hulda Árnadóttir, Jóhannes Rúnar Jóhannsson, Margrét Gunnlaugsdóttir, María Thejll og Þórhallur Haukur Þorvaldsson. Umsækjendur um eitt embætti dómara sem fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjaness sóttu Jón Auðunn Jónsson og Jónas Jóhannsson héraðsdómari. Von er á niðurstöðu dómnefndar fyrir áramót. HVERJIR VERÐA SKIPAÐIR DÓMARAR VIÐ HINN NÝJA ENDU- RUPPTÖKUDÓMSTÓL? Um miðjan september auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar tvö embætti dómara og tveggja varadómenda við nýjan endurupptökudómstól sem átti að taka til stafa 1. desember síðastliðinn. Þrír dómarar, ásamt jafnmörgum varamönnum, eru tilnefndir af hverju hinna þriggja dómstiga. Það bárust 17 umsóknir um embættin og þar af voru 13 umsóknir frá lögmönnum: Árni Ármann Árnason, Árni Vilhjálmsson, Ásgeir Jónsson, Guðrún Björg Birgisdóttir, Haukur Örn Birgisson, Jóhannes Karl Sveinsson, Jón Auðunn Jónsson, Reimar Pétursson, Sigurður Jónsson, Stefán Geir Þórisson, Tómas Hrafn Sveinsson, Tómas Jónsson og Þyrí Steingrímsdóttir. Auk þeirra sóttu Eiríkur Elís Þorláksson dósent, Eyvindur G. Gunnarsson prófessor, Finnur Vilhjálmsson saksóknari og Karl Ingi Vilbergsson lögreglustjóri um embættin. Þar sem fulltrúar Alþingis í hæfnisnefnd voru vanhæfir þurfti Alþingi að kjósa nýjan mann í nefndina tímabundið en sex vikur liðu áður en af því varð og því var hinn nýi dómstóll dómaralaus er hann átti að hefja störf. Dómnefndin hefur sex vikur til að skila umsögn eftir að hún er fullskipuð og má því búast við að niðurstöður liggi fyrir fljótlega eftir áramót. Eyrún Ingadóttir tók saman UM DÓMNEFND Í lögum um dómstóla nr. 50/2016, skipar dóms málaráðherra fimm menn í dómnefnd til að fjalla um hæfni umsækjenda um embætti hæstaréttardómara, landsréttardómara og héraðsdómara. Dómnefndin er tilnefnd frá Hæstarétti Íslands, Landsrétti, dómstólasýslunni, Alþingi og Lögmannafélagi Íslands og er hlutverk hennar að láta dómsmálaráðherra í té skriflega og rökstudda umsögn um umsækjendur um dómaraembætti og taka afstöðu til þess hvaða umsækjandi eða umsækjendur séu hæfastir til að hljóta embættið. Skipunartími í nefndina er fimm ár en þó þannig að skipunartími eins manns rennur út hvert ár. Ingimundur Einarsson héraðsdómari var formaður dómnefndar þar til í byrjun árs er Eiríkur Tómasson fyrrverandi hæstaréttardómari tók við en formaður er ætíð tilnefndur af Hæstarétti. Áslaug Árnadóttir lögmaður er varamaður formanns. Kristín Benedikts dóttir dósent er tilnefnd af Landsrétti en Skúli Magnússon héraðsdómari er varamaður hennar. Á árinu hætti Valtýr Sigurðsson lögmaður sem varamaður í nefndinni. Helga Melkorka Óttarsdóttir lögmaður var tilnefnd af Alþingi eftir að Ragnhildur Helgadóttir prófessor hætti og er varamaður hennar Sigríður Þorgeirsdóttir lögfræðingur. Ragnheiður Harðardóttir landsréttardómari er tilnefnd af dómstólasýslunni og er Halldór Halldórsson dóm stjóri varamaður hennar. Þá er Óskar Sigurðsson lögmaður tilnefndur af Lögmannafélagi Íslands og er Guðrún Björk Bjarnadóttir lögmaður varamaður hans. Komið hefur fyrir að bæði aðalmaður og varamaður hafi verið vanhæfir vegna tengsla við umsækjendur og því hafa lögmennirnir Andri Árnason, Reimar Pétursson og Ari Karlsson verið settir Ad Hoc við einstakar skipanir og sömuleiðis Eyvindur G. Gunnarsson prófessor og Helgi I. Jónsson fyrrverandi hæstaréttardómari.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.