Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 30

Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 30
30 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/20 ERU LÖGMENN MEÐ EINOKUN Á MARKAÐI FYRIR LÖGFRÆÐILEGA ÞJÓNUSTU? Skýrsla danska Samkeppniseftirlitsins Í febrúar 2019 tilkynnti danska Samkeppniseftirlitið að rannsókn væri hafin á samkeppnismarkaði danskra lögmanna.1 Í fréttatilkynningu eftirlitsins kom fram að rannsóknin næði yfir þjónustu allra lögmannsstofa, jafnt stórra sem lítilla og alla þá þjónustu sem slíkar stofur bjóða upp á. Rannsóknarskýrsla Samkeppniseftirlitsins er væntanleg á næsta ári en eftirlitið lauk við fyrstu drög að henni í byrjun ágúst. Þau drög voru ekki ætluð til birtingar en engu að síður láku út fréttir af innihaldi skýrslunnar til fjölmiðla. Nokkur umræða hefur skapast á Íslandi síðustu misseri um samkeppni á markaði fyrir lögfræðilega ráðgjöf. Umræðan um slík mál er þó mun háværari í Danmörku þar sem ýmsir telja að lögmannsstofur þar hafi skapað ákveðinn einokunarmarkað fyrir þjónustu sem aðrir þjónustuaðilar, t.d. endurskoðunarfyrirtæki, geti einnig veitt. Sömu gagnrýnisraddir segja að þessar markaðsaðstæður hafi hækkað verð á þjónustu lögmanna umfram eðlilega samkeppni. Þessi umræða hefur valdið því að danska Samkeppniseftirlitið (d. Konkurrrencerådet) hefur hafið rannsókn á málinu. 1 Sjá nánar hér: https://www.kfst.dk/pressemeddelelser/kfst/2019/20190208-konkurrenceradet-undersoger- konkurrencen-i-advokatbranchen/ GUÐRÚN OLSEN LÖGMAÐUR OG BERGÞÓR BERGSSON LÖGFRÆÐINGUR

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.