Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 16

Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 16
16 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/20 og þar var ekki tekið fram að hún væri lögmaður. Í lýsingu á henni kom þó fram að hún væri lögmaður og stofnandi lögmannsstofunnar X. Lögmaðurinn setti myndskeið á Instagram með m.a. þessum texta: I Wanna go home! #X-bær #missmykids #verjandi Eftirfarandi athugasemd var skrifuð við færsluna: Það er betra að vera þarna sem lögmaður en grunaður – haltu áfram að berjast og sjá það jákvæða í stöðunni. Lögmaðurinn svaraði athugasemdinni: _hahaha satt! Nokkrum dögum seinna setti lögmaðurinn inn myndskeið m.a. með meðfylgjandi texta: #morðréttarhöld #dreamteam #gleðilega páska #notimetorest Taldi lögmaðurinn að hún hefði einungis tjáð sig þarna um einkamálefni og benti á að ekki hefði verið hægt að sjá hverjir umbjóðendur hennar hefðu verið. Þrátt fyrir þetta var talið að lögmaðurinn hefði brotið gegn siðareglum og viðmiðunarreglum um hegðun lögmanna á samfélagsmiðlum. Var talið að innleggin sýndu ekki góða dómgreind og virðingu fyrir fólki. Gæti lögmaðurinn ekki verið viss um að færslur hennar hefðu ekki neikvæð áhrif á umbjóðendur hennar eða traust á hana sem lögmann og traust á lögmannastéttina í heild. II Í ákvörðun frá Svíþjóð frá því í apríl 2019 var deilt um færslu á Instagramreikningi lögmannsstofu. Einn af lögmönnum stofunnar var skipaður verjandi Y í máli þar sem hann var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur börnum sínum. Á meðan á rannsókn málsins stóð var Y sleppt úr gæsluvarðhaldi og birti lögmannsstofan þá eftirfarandi færslu á Instagram: „Þökk sé einstöku framlagi fulltrúans B var umbjóðandi okkar, sem sat í gæsluvarðhaldi grunaður um gróf kynferðisbrot gegn börnum, látinn laus úr varðhaldinu. Umbjóðandanum er létt og réttlætið hefur enn einu sinni sigrað...“ Talið var að færslan fæli í sér alvarlegt brot gegn góðum lögmannsháttum. Var sérstaklega bent á að lögmönnum bæri að sýna varfærni og hófsemi á samfélagsmiðlum og ekki birta upplýsingar sem gætu leitt til þess að hægt væri að komast að því hverjir aðilar máls væru. III Í Danmörku hafa verið lagðar sektir á lögmenn fyrir efni sem þeir hafa sett á samfélagsmiðla. Á árinu 2018 var lögmaður sektaður vegna færslu fulltrúa á lögmannsstofu lögmannsins á Facebook. Fulltrúinn hafði sett inn færslu um hestakaup sem lögmannsstofan hafði komið að. Kona sem hafði keypt hest fyrir dóttur sína taldi að hesturinn væri haldinn galla og var kaupunum rift með dómi. Í kjölfarið deildi fulltrúinn dómnum á Facebook, án þess að persónuupplýsingar hefðu verið afmáðar. Í færslunni vísaði fulltrúinn til greina sem viðkomandi hafði skrifað um málið og vísaði til „curlingforeldra“ með skerta raunveruleikatengingu þegar kemur að hæfileikum barna þeirra. Þá tók fulltrúinn þátt í umræðum á Facebook um málið. Talið var að fulltrúinn hefði með grófum hætti brotið gegn siðareglum. IV Annar danskur lögmaður var sektaður fyrir að hafa sakað vitni í nauðgunarmáli um að hafa borið falsvitni. Var sú ákvörðun staðfest af Hæstarétti Danmerkur. V Norskur lögmaður var fyrir nokkru áminntur fyrir að hafa gagnrýnt ákvörðun sveitarstjórnar og barnaverndarnefndar á Facebooksíðu sinni, en lögmaðurinn hafði komið fram fyrir hönd eins aðila málsins. Sagði í úrskurðinum að lögmenn verði að sýna varkárni þegar þeir tjá sig opinberlega og var lagt til grundvallar að einka Facebooksíða lögmannsins væri opinber. Þá var tekið fram að þar sem viðkomandi hafði verið lögmaður eins af aðilum málsins væru ummælin augljóslega tengd starfi hans sem lögmaður. Þá hafa norskir lögmenn verið áminntir fyrir að tala illa um samkeppnisaðila á samfélagsmiðlum. VI Norskur lögmaður sem stofnaði lokaðan Facebook hóp fyrir óánægða viðskiptavini annarrar lögmannstofu til að koma upplýsingum áfram til blaðamanns var hins vegar ekki talinn hafa brotið gegn siðareglum þó að hann hefði tekið þátt í umræðum í hópnum enda hefði gagnrýni hans á viðkomandi lögmenn verið málefnaleg og rétt. Ákvæði siðareglna sem lögmenn þurfa að hafa í huga Hvaða ákvæði siðareglna lögmanna þarf helst að hafa í huga þegar kemur að samfélagsmiðlum? Reynsla norrænna lögmanna sýnir að helst reyni á eftirfarandi atriði: • Ákvæði um að lögmaður skuli svo til allra mála leggja sem hann veit sannast eftir lögum og sinni samvisku, sbr. 2. mgr. 1. gr. • Ákvæði um þagnarskyldu og trúnaðarskyldu, en lögmenn hafa t.d. brotið gegn þeim ákvæðum með færslum sem

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.