Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 21

Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 21
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/20 21 Sóun og umhverfismál Eftir að hafa verið dómari í þó nokkur ár hljóta að hafa vaknað hjá þér ýmsar spurningar og hugleiðingar um það sem betur má fara? Mikið rétt og auðvitað er hér af ýmsu að taka. Eitt atriði sem maður hefur fyrir framan sig svo að segja á hverjum degi snýr að frágangi og framsetningu skjala. Þá á ég einkum við málflutningsskjöl, þ.e. stefnu og greinargerð, lengd þessara skjala og annarri umgjörð þeirra. Hér er um að ræða atriði með réttarfarslega þýðingu en einnig tæknilega og jafnvel umhverfislega þegar kemur að förgun og/eða geymslu. Það verður að segjast eins og er að það veldur óþarfa vinnu og virðist einnig vera fjandsamlegt umhverfinu að verið sé að nota svo mikið plast sem raun ber vitni. Ef dómstólnum berst t.d. mappa með plastflipum þarf að taka allt plastið frá þegar verið er að farga þessu. Margir dómarar kannast við það að sum mál eru að hluta til í hefðbundnum skjalafrökkum og einhverju leyti í möppum. Svo eru menn e.t.v. að leita að dómskjali eða skjölum og finna það ekki en þá rifjast upp að þetta var í einni eða fleiri möppum. Það er töluverð lausung í þessu hjá okkur og hefur verið lengi. Réttast væri að samræma þetta einhvern veginn og einnig grunnupplýsingar sem skráðar eru utan á mál. Hvernig skjalafrakkar eru á litinn getur skipt máli, t.d. þegar maður reynir að skrifa upplýsingar á bláan skjalafrakka með bláum penna! Svo eru það aukaeintökin sem sumir koma með en aðrir ekki. Hér myndi ég leggja til að við sammælumst um að koma með aðeins eitt eintak nema dómari óski sérstaklega eftir því en þetta þarf auðvitað að ræða. Svo eru ýmis atriði sem snúa að hliðsjónargögnum við munnlegan málflutning sem er nánast óplægður akur. Árið 2016 var bætt inn í lög um meðferð einkamála heimild fyrir dómstólasýsluna til að taka á þessum málum. Það vekur auðvitað viss vonbrigði að þessi heimild skuli ekki hafa verið nýtt að neinu leyti. Samræming í framsetningu skjala Hvaða reglur myndir þú vilja sjá fyrir þér? Það er auðvelt að leita að fyrirmyndum í öðrum kerfum. Þjóðverjar eru t.d. með mjög stífar reglur um frágang skjala, þau eru bundin inn með ákveðnum hætti og fleira. SPJALL UM HAGNÝT ATRIÐI FYRIR HÉRAÐSDÓMI VIÐTAL VIÐ SKÚLA MAGNÚSSON:

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.