Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 31

Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 31
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/20 31 Fréttir herma að skýrslan taki meðal annars eftirfarandi atriði fyrir: 1. Eignarhald á lögmannsstofum og hvort rýmka eigi núverandi reglur Halda skal til haga að í Danmörku er ekki skylt að allir eigendur lögmannstofa séu lögmenn svo lengi sem sameiginlegur eignarhlutur eigenda, sem ekki eru lögmenn, sé undir 10%, sbr. 2. mgr. 124. gr. c í dönsku lögunum um einkamálaréttarfar (d. retsplejeloven). Sú lagabreyting átti sér stað árið 2007. 2. Skortur á samkeppni hvað varðar úthlutun þrotabúa Fréttir herma að í skýrslunni sé rætt um að endurskoða reglur um hvernig þrotabúum sé úthlutað en að núverandi reglur stuðli að einokun á markaðnum.2 Hagsmunasamtök endurskoðenda í Danmörku, FSR, hafa m.a. lýst yfir miklum áhuga á því að fá að komast inn á þann markað. 3. Laun og þóknun lögmanna Mikið hefur verið rætt hvort að þóknun lögmanna, sem og laun eigenda á stærstu lögmannsstofum í Danmörku, sé of há miðað við verð á markaði þar sem raunveruleg samkeppni ríkir. Nýjustu fregnir herma að eigendur á stærstu lögmannsstofum Danmerkur séu með laun á við forstjóra stærstu fyrirtækja landsins.3 Gagnrýnin snýr jafnframt að því að þóknun lögmanna fyrir ráðgjöf sé að jafnaði talsvert hærri en þóknun ráðgjafa úr öðrum stéttum. Athugasemdir danska Lögmannafélagsins Lögmannafélagið í Danmörku (d. Advokatsamfundet) hefur sagt að það sé áhyggjuefni að fjölmiðlar hafi handvalið ýmis álitaefni úr skýrsludrögunum og skrifað um þau. Fréttaflutningur af skýrslunni hafi því ekki tekið mat af skýrslunni í heild sem og að um sé að ræða skýrsludrög. Lögmannafélagið hefur jafnframt bent á að það sé mikilvægt að draga línu á milli þess að afnema reglur til að auka samkeppni á sviði lögfræðilegrar ráðgjafar og að afnema reglur til að auka samkeppni á milli lögmanna. Það er, lögmaður er lögverndað starfsheiti sem gerir ráð fyrir ákveðinni fagmennsku og þekkingu, sem og að lögmenn lúta siðareglum sem gilda ekki fyrir aðra ráðgjafa. Um lögmenn gildi jafnframt strangar ábyrgðarreglur. Því sé það ekki æskilegt að ætla að auka samkeppni á milli lögmanna. Ráðgjafafyrirtækið Boston Consulting Group (BCG) hefur að beiðni danska Lögmannafélagsins rannsakað samkeppnisaðstæður á markaði fyrir lögfræðiþjónustu í Danmörku og metið hvort afnám fyrrnefndra reglna sé vænlegt til þess að auka samkeppni og leiða til lægra verðs fyrir viðskiptavini.4 Meginniðurstaða skýrslunnar er að samkeppni á markaðinum sé mikil og er vísað m.a. til þess að markaðshlutdeild lögmannsstofa sé eingöngu 34% af heildarmarkaði fyrir lögfræðiþjónustu í Danmörku. Þar að auki fjallaði BCG um sambærilega lagabreytingu sem átti sér stað í Bretlandi árið 2011 sem hefur ekki leitt til þess að samkeppnin hafi aukist sem og að kostnaður þar fyrir lögfræðiþjónustu frá þeim tíma hefur hækkað um 22%. Sambærileg þróun á Íslandi hvað varðar endurskoðunar­ fyrirtæki Markaðsþróun á Íslandi er nokkuð áþekk þeirri þróun sem hefur átt sér stað í Danmörku á síðustu misserum og ljóst að lögmenn eru ekki þeir einu sem veita lögfræðiþjónustu. Umræðan á Íslandi endurspeglar einnig að nokkru leyti þá umræðu sem átti sér stað í Danmörku fyrir nokkrum árum og þá sérstaklega hverjir mega veita lögfræðilega ráðgjöf og eiga lögmannsstofur. Áhugavert verður að fylgjast með því hvort farið verði í sambærilega vinnu á Íslandi og þá sérstaklega hvort tekið yrði á sömu atriðum og hefur verið lekið um núverandi rannsókn danska Samkeppniseftirlitsins. Verði svo má leiða að því líkum að skýrsla danska Samkeppniseftirlitsins, og hvernig unnið verður úr henni, mun nýtast sem leiðarvísir fyrir það hvernig takast á við sambærileg vandamál á Íslandi. 2 Sjá nánar hér: https://www.berlingske.dk/business/hemmelig-rapport-et-af-advokatbranchens-fedeste-ben-skal-gnaves-af 3 Sjá nánar hér: https://www.berlingske.dk/business/hemmelig-rapport-toppartnere-i-store-advokatfirmaer-tjener-over-11-mio 4 Sjá nánar hér: file:///C:/Users/Gu%C3%B0r%C3%BAn%20Olsen/Downloads/Ledelsesresume_Konkurrenceforholdene%20 p%C3%A5%20markedet%20for%20juridiske%20ydelser.pdf

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.