Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 8

Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 8
8 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/20 Þáttur dómstóla í Landsréttarmálinu Mannréttindasáttmáli Evrópu og Mannréttindadómstóllinn hafa í gegnum tíðina markað íslenskt dómskerfi og leitt til jákvæðra og nauðsynlegra breytinga á íslensku réttarkerfi. Meðal þess sem rekja má til evrópskrar mannréttinda samvinnu er aðskilnaður dómsvalds og framkvæmdarvalds og stofnun Landsréttar. Í dómi Yfir deildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttar málinu er umfjöllun um stöðu dómsvaldsins sem gæti orðið íslenskum dómstólum brýning til góðra verka í framtíðinni. Þó umfjöllunin sé hluti af úrlausn þess máls sem var til skoðunar er engu að síður fullt tilefni til þess að skoða ábendingar Mannréttindadómstólsins í víðara samhengi í tengslum við hlutverk dómstóla. Landsréttarmálið snýst öðrum þræði um mikilvægi þess að hafa sjálfstæða og óvilhalla dómstóla sem eru óháðir öðrum þáttum ríkisvalds. Einn hluti af því að vera með óháða dómstóla er að dómarar séu ekki skipaðir á þann hátt að efast megi um sjálfstæði þeirra. En skipun dómaranna er bara byrjunin og mun meira þarf til svo að dómskerfið sé raunverulega sjálfstætt og óvilhallt. Ástæðan fyrir mikilvægi óháðra dómstóla er að eitt meginhlutverk dómstólanna er að endurskoða athafnir framkvæmdar- og löggjafarvalds. Sjálfstæðið má því ekki bara ná til skipunarferlisins heldur verður það líka að endurspeglast í málsmeðferð og niðurstöðum dómstólanna. Að tryggja sjálfstæði dómstóla gagnvart öðrum þáttum ríkisvalds er ekki til neins ef dómstólar eru þrátt fyrir það tregir til að endurskoða athafnir annarra valdhafa. Niðurstaða Mannréttindadómstólsins er að allir þrír handhafar ríkisvalds hafi brugðist í málinu. Að því er varðar þátt dómsvaldsins telur Mannréttindadómstóllinn að Hæstiréttur hafi verið of varfærinn í nálgun sinni á málið. Hæstiréttur hafi komið auga á og slegið föstum alvarlegum annmörkum á málsmeðferð dómsmálaráðherra en þrátt fyrir það hafi í reynd engar afleiðingar hlotist af lögbrotunum. Dómsvaldið sinnti þannig ekki þeirri skyldu HLUTVERK DÓMSTÓLA Í LJÓSI DÓMS MANNRÉTTINDA DÓMSTÓLS EVRÓPU Í LANDSRÉTTARMÁLINU

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.