Lögmannablaðið - 2020, Qupperneq 27

Lögmannablaðið - 2020, Qupperneq 27
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/20 27 Tilefni fyrirspurnar og áréttingar félagsins var að þrátt fyrir að málum, t.a.m. kynferðisbrota málum og öðrum ofbeldismálum hafi fjölgað umtalsvert á höfuð borgar- svæðinu undanfarin ár, hefur sú þróun ekki endurspeglast í fjölgun símtala á bakvakt lögmanna. Til að mynda höfðu vakthafandi lögmönnum aðeins borist 15 símtöl í gegnum bakvaktasímann fyrstu sjö mánuði ársins 2020 borið saman við 24 símtöl á sama tímabili árið 2019, 21 árið 2018 og 65 símtöl árið 2017. Í svari embættisins, sem félaginu barst um miðjan nóvember síðastliðinn, kemur m.a. fram að fylgt sé sérstökum verklags- reglum sem byggðar séu á lögum um meðferð saka mála nr. 88/2008. Þannig sé aðili, sem hefur verið handtekinn, upplýstur um réttarstöðu sína og rétt til lögmannsaðstoðar og séu þessi réttindi hlutaðeigandi áréttuð við skýrslutöku. Þá sé sakborningi ávallt gefinn kostur á að benda á tiltekinn lögmann til að gæta hagsmuna sinna. Ekki er upplýst í svari embættisins hvernig vali á lögmanni er háttað þegar sakborningur bendir ekki á tiltekinn lögmann til að annast hagsmunagæsluna. Þá færðist embættið undan því að svara spurningum félagsins varðandi fjölda mála þar sem sakborningi hefur verið tilnefndur verjandi á tilteknu tímabili, hversu margir lögmenn hafi verið tilnefndir í þeim málum, hvernig vali á þeim hafi verið háttað og hvert hlutfall þeirra hafi verið innbyrðis og því borið við að ekki sé unnt að verða við beiðni um slíkt sökum mikillar vinnu sem slík samantekt kallar á. Þá upplýsti embættið að árétting félagsins á notkun bakvaktarsíma þess hafi verið send öllum starfandi lögreglumönnum hjá embættinu í lok október sl. Í framhaldi af framangreindum viðbrögðum lögreglustjóra- embættisins hefur Lögmannafélagið nú sent embættinu annað bréf þar sem fyrri krafa um upplýsingar er ítrekuð, m.a. með vísan til þess að um mikilvægt réttaröryggismál sé að ræða. Líkt og rakið er hér að framan hefur símtölum lögreglu í bakvaktarsíma lögmanna fækkað jafn og þétt undanfarin misseri en einungis níu símtöl bættust við listann mánuðina ágúst, september og október. Hins vegar vekur athygli að í nóvembermánuði einum, eftir að starfandi lögreglumenn fengu áréttingu félagsins senda, voru 13 símtöl skráð í bakvaktarsímann - sem er um 35% heildarfjölda símtala ársins. II NOTKUN LÖGREGLU Á BAKVAKTARÞJÓNUSTU LÖGMANNA BRÉFASKIPTI FÉLAGSINS VIÐ EMBÆTTI LÖGREGLUSTJÓRA Eins og fjallað var um í Lögmannablaði 3/2020 sendi Lögmannafélagið erindi til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þar sem farið var fram á upplýsingar um hversu oft embættið hafi tilnefnt sakborningi verjanda á grundvelli IV. kafla sakamálalaga nr. 88/2008 frá 2017 og fram á mitt ár 2020, hversu margir lögmenn hefðu verið skipaðir eða tilnefndir í umræddum málum á tíma bilinu, hvernig vali þeirra hefði verið háttað og hlutfall þeirra innbyrðis. Jafnframt var í bréfi félagsins farið fram á að upplýst yrði með hvaða hætti aðilar, sem fá réttarstöðu sakbornings í tengslum við rannsókn mála hjá embættinu, eru upplýstir um rétt sinn til lögmannsaðstoðar og farið fram á að embættið áréttaði við starfsmenn sína að nota bakvaktarsíma félagsins þegar kalla þyrfti til verjenda eða réttargæslumann.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.