Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 12
12 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/20
JÚLÍ: ARNFRÍÐUR SKIPUÐ Í LANDSRÉTT
Þann 17. apríl var auglýst laust til umsóknar embætti dómara við Landsrétt og sóttu alls fimm
umsækjendur um: Landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir og Ragnheiður Bragadóttir
og héraðsdómararnir Ástráður Haraldsson, Helgi Sigurðsson og Ragnheiður Snorradóttir.
Dómnefnd skilaði umsögn til ráðherra 16. júní og mat Arnfríði Einarsdóttur hæfasta og var
hún skipuð fá 1. júlí. Þar sem Arnfríður var skipuð dómari við Landsrétt áður þá losnaði eitt
sæti við dóminn svo dómnefnd sat enn við.
ÁGÚST: INGI TRYGGVASON OG HALLDÓRA ÞORSTEINSDÓTTUR SKIPUÐ Í
HÉRAÐDÓM
Í apríl og maí voru tvö embætti við Héraðsdóm Reykjaness auglýst laus til
umsóknar. Alls bárust 15 umsóknir um embættin: Alda Hrönn Jóhannsdóttir
yfirlögfræðingur, Súsanna Björg Fróðadóttir aðstoðarsaksóknari, lektorarnir
Halldóra Þorsteinsdóttir og Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, þrír
aðstoðarmenn dómara: Guðfinnur Stefánsson, Ólafur Egill Jónsson og
Sólveig Ingadóttir og átta lögmenn: Auður Björg Jónsdóttir, Guðmundína
Ragnarsdóttir, Herdís Hallmarsdóttir, Höskuldur Þór Þórhallsson, Ingi
Tryggvason, Ingólfur Vignir Guðmundsson, Sigurður Jónsson og Þórhallur
Haukur Þorvaldsson. Dómnefnd mat Inga Tryggvason og Halldóru
Þorsteinsdóttur hæfust og var Ingi skipaður dómari við Héraðsdóm Reykjaness
frá 1. ágúst og Halldóra frá 31. ágúst.
SEPTEMBER: RAGNHEIÐUR OG JÓN SKIPUÐ Í LANDSRÉTT
Þann 19. júní voru auglýst tvö embætti dómara við Landsrétt. Umsækjendur
voru sjö talsins; Ragnheiður Bragadóttir landsréttardómari, héraðsdómararnir
Ástráður Haraldsson, Hildur Briem, Kjartan Bjarni Björgvinsson og Jón
Höskuldsson dómstjóri auk lögmannanna Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar
og Stefáns Geirs Þórissonar. Hildur og Kjartan Bjarni drógu síðan umsóknir
sínar til baka en dómnefnd skilaði umsögn til dómsmálaráðherra um að
Ástráður Haraldsson, Jón Höskuldsson og Ragnheiður Bragadóttir væru
hæfust til starfans. Ráðherra ákvað síðan að gera tillögu um að skipa
Ragnheiði Bragadóttur frá 18. september og Jón Höskuldsson frá 25.
september. Þar með losnaði um eitt embætti héraðsdómara og eitt embætti
landsréttardómara svo enn voru annir hjá dómnefnd en umsóknarfrestur
um landsréttardómaraembætti rann út 7. desember síðastliðinn.
NÓVEMBER: ÁSA OG BJÖRG SKIPAÐAR Í HÆSTARÉTT
Þann 10. júlí voru tvö embætti hæstaréttardómara auglýst til umsóknar
og alls voru átta umsækjendur. Landsréttardómararnir Aðalsteinn E.
Jónasson, Davíð Þór Björgvinsson, Oddný Mjöll Arnardóttir og Þorgeir Ingi
Njálsson sóttu um ásamt Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni lögmanni, Ástríði
Grímsdóttur héraðsdómara og prófessorunum Ásu Ólafsdóttur og Björgu
Thorarensen. Ástríður og Jóhannes Rúnar drógu umsóknir sínar til baka
en dómnefnd skilaði umsögn til ráðherra 5. nóvember sl. þar sem hún mat
alla sex umsækjendurna hæfa. Ása Ólafsdóttir og Björg Thorarensen voru
skipaðar frá 23. nóvember sl.