Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 32

Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 32
32 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/20 SÖGUR AF DR. GUNNLAUGI ÞÓRÐARSYNI Síðasta vetur settust félagar í öldungadeild Lögfræðinga félags Íslands niður í betri stofunni í Gunnarshúsi á Dyngjuvegi 8 Reykjavík og sögðu sögur af lögfræðingum. Í síðasta blaði voru sögur af Jóni E. Ragnarssyni en nú er komið að öðrum minnisverðum lögfræðingi. Árið 1990 fékk dr. Gunnlaugur Þórðarson samþykkta tillögur á aðalfundi LMFÍ um að félagið léti reisa minnisvarða við Goðafoss um þann atburð þegar Þorgeir Ljósvetningagoði lagðist undir feld í þrjá daga áður en hann leiddi til lykta deilu Ásatrúarmanna og kristinna á Þingvöllum árið 1000. Næstu áru sló stjórn félagsins vinnu málsins sífellt á frest og á endanum gafst dr. Gunnlaugur upp og tók málið í sínar hendur. Hér stendur dr. Gunnlaugur við hlið stuðlabergsdranga sem hann lét setja niður við fossinn.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.