Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2021, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2021, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR 22. JANÚAR 2021 DV Lífsstíll nútímafólks gerir það einnig að verkum að við fáum frekar krabba- mein en áður. Halla segir félagið hafa lagt Leitarstöðinni til fé til viðbótar við opinbert framlag. MYND/STEFÁN komulagi og samningurinn frá 2013 var framlengdur áfram þar til opinberar stofnanir taki við áramótin 2020/2021. Það var svo um miðjan júní 2020 sem þessum stofnunum er tilkynnt form­ lega um að þær eigi að taka við þessum verkefnum. Þessu fylgdu ekki leiðbeiningar heldur var einfaldlega til­ kynnt með bréfi að verkefni sem voru á einni hendi eru færð á margar hendur. Leit­ arstöð Krabbameinsfélags­ ins fékk engar leiðbeiningar varðandi frágang mála, upp­ lýsingar um hvernig ætti að skila verkefninu til annarra eða verklokaáætlun, hvorki frá Sjúkratryggingum né ráðuneytinu, þjónustusamn­ ingurinn rann bara út. Auð­ vitað var hins vegar samstarf við stofnanirnar sem tóku við verkefnunum. Ég held að það hafi sýnt sig að undirbúningurinn sem þessum stofnunum, Land­ spítalanum, heilsugæslunni og Embætti landlæknis var gef­ inn hafi verið allt of stuttur. Við sjáum að ótal hlutir eru enn ófrágengnir.“ Tæki og starfsfólk til staðar Halla segir að Krabbameins­ félagið hafi aldrei lagst gegn breytingunni heldur viljað að vandað væri til verka. Þá hafi starfsfólk félagsins upplifað að engin skýr svör hafi borist varðandi ástæðu þess að farið var í breytingarnar. „Við höfum ekki fengið að heyra hvort þetta snýst um hagræðingarsjónarmið, hvort þetta snýst um að hægt sé að sinna skimuninni betur annars staðar og þetta sé því betra fyrir þær konur sem koma í skimun. Það hefur í raun aldrei komið fram af hverju. Helst hefur verið nefnt að það sé hvergi annars staðar sem félagasamtök sjái um krabbameinsskimun, sem eru auðvitað ekki rök, og svo að það verði betra aðgengi fyrir konur. Það á hins vegar enn eftir að koma í ljós og ég hef ekki séð raunverulegt mat á því að aðgengið muni batna. Mín upplifun er að það skorti heildræna áætlun.“ Þá segir Halla að í öllum samtölum hafi Krabbameins­ félagið lagt áherslu á að pass­ að yrði upp á þá sérþekkingu sem orðið hefði til hjá starfs­ fólki félagsins. „Við hefðum talið eðlilegt að starfsfólkið fylgdi verkefninu yfir til stofn an anna. Hjá starfsfólk­ inu hefur byggst upp verðmæt sérþekking sem halda þarf í. Þegar Landspítalinn fær það verkefni að taka við brjósta­ skimun er spítalinn ekki með húsnæði, ekki með tæki og ekki með sérhæft starfsfólk. Öllu starfsfólki Leitarstöðv­ arinnar var sagt upp um ára­ mótin. En Landspítalinn fór síðan í að kaupa tæki og ráða það sérhæfða starfsfólk sem hér sinnti brjóstaskimunum. Fleiri starfsmenn hafa fengið starf hjá stofnunum ríkisins en einn hópur situr sérstak­ lega eftir og það eru þeir sem sinntu frumurannsóknum leg­ hálssýna. Þetta eru tæplega tíu starfs­ menn með mikla sérþekkingu, lífeindafræðingar, líffræðing­ ur og læknir og aðstoðarmenn. Þessi verkhluti var skilinn eftir í lausu lofti. Heilsugæsl­ unni var falið að sinna leg­ hálssýnatöku og leita tilboða vegna rannsókna á sýnunum. Við heyrðum síðan bara af því þegar ráðherra greindi frá því á Alþingi að rannsóknirnar yrðu gerðar erlendis tíma­ bundið sem er nokkuð sem ég skil ekki. Landspítalinn var að fá gríðarlega öflugt tæki til að greina COVID­sýni og það myndi einnig nýtast til að greina þessi leghálssýni. Þess í stað eru tvö þúsund sýni enn í kassa síðan í nóvember því ekki var búið að ganga frá samningum um hver ætti að rannsaka þau. Tækin eru til staðar hér á landi og sömu­ leiðis starfsfólk með þá sér­ þekkingu sem til þarf. Land­ spítalinn bara græjaði það sem til þurfti vegna brjósta­ skimananna og ég skil ekki af hverju það er ekki hægt að gera það sama þegar kemur að leghálssýnunum.“ Átak til að auka þátttöku Samhliða flutningi á skim­ unum var tilkynnt um ára­ mótin að hætta ætti að skima konur fyrir brjóstakrabba­ meini frá fertugu eins og hafði verið heldur færa ald­ ursviðmiðið upp í fimmtíu ár. Þetta lagðist illa í konur sem brugðust kröftuglega við og söfnuðu hátt í 35 þúsund undirskriftum á örskömmum tíma þar sem breytingunni var mótmælt. Stuttu síðar til­ kynnti heilbrigðisráðherra að breytingunni yrði frestað og ástæður hennar kynntar betur í millitíðinni. „Þarna sá maður ótrúlega samstöðu meðal kvenna og greinilegt að þær kunna vel að meta að geta farið í skimun vegna brjóstakrabbameins. Það var alveg fyrirsjáanlegt að það er ekki hægt að keyra svona breytingar í gegn án þess að eiga samtal um þær og af hverju þetta þótti óhætt. Viðbrögðin voru þó jafnvel meiri en ég átti von á. Kon­ ur hér á landi geta sannar­ lega látið í sér heyra. Allar breytingar í heilbrigðisþjón­ ustu þarf að kynna vel og þar getum við lært mikið af CO­ VID­tímanum þar sem mikið var lagt upp úr upplýsingagjöf og reglubundnu samtali við fólkið í landinu.“ Halla segir að eins ánægju­ legt og það er að konur vilji halda í brjóstaskimun fyrir konur eldri en fertugar þá sé mikilvægt að þær taki líka höndum saman og nýti boð í skimanir, og skimun vegna leghálskrabbameins. „Við fórum í átak haustið 2018 til að auka þátttökuna og náðum að fjölga komum mjög mikið. Í fyrstu bylgju COVID þurftum við að loka í nokkrar vikur en ef við tökum þann tíma ekki með þá hefur þessi aukna þátttaka haldist.“ Skimanir aldrei 100% Síðasta vor kom í ljós að skjól­ stæðingur Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins hafði greinst með leghálskrabba­ mein þrátt fyrir að hafa fengið neikvæða niðurstöðu í legháls­ skimun hjá leitarstöð Krabba­ meinsfélagsins árið 2018. Mikil fjölmiðlaumfjöllun var um málið og margar konur óttaslegnar um að það væri lítið að marka þessar skim­ anir. Krabbameinsfélagið tók þessu mjög alvarlega og setti í gang endurskoðun á fimm þúsund sýnum. Ekkert viðlíka kom í ljós við endurskoðunina. Halla segir hins vegar mikilvægt að átta sig á því að skimun sé aldrei 100% örugg. „Það er eðli skimunar að það kemur fyrir að ekki sjáist breytingar sem þó eru til staðar. Það gerist í öllum skimunum, hvort sem það eru leghálsskimanir, brjósta­ skim anir eða ristilskimanir. Þess vegna eru þær ekki full­ komin trygging fyrir því að fólk sé ekki með krabbamein. Að því leyti má segja að það sé ekki óeðlilegt að upp komi að frumubreytingar sjáist ekki í skimun. Fyrir þann sem lendir í slíku er það hins vegar mikill harmleikur. Það er líka erfitt fyrir starfsfólk sem kemur þar að. Sem betur fer gerist þetta eiginlega aldr­ ei en það er óhjákvæmilegt að það gerist einhvern tím­ ann. Árangur Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins er með því allra besta sem gerist í heiminum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.