Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR
Ótal margt
enn ófrágengið
22. JANÚAR 2021 DV
Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabba-
meinsfélags Íslands, segir félagið engar skýringar
hafa fengið vegna flutnings skimana frá Leitar-
stöðinni til opinberra stofnana. Stuttir tíma-
bundnir samningar af hálfu hins opinbera hafi
haldið rekstrinum í heljargreipum undanfarin ár.
Erla
Hlynsdóttir
erlahlyns@dv.is
M álefni fólks með krabbamein og að-standenda þeirra hafa
lengi talað sterkt til mín,“
segir Halla Þorvaldsdóttir,
framkvæmdastjóri Krabba-
meinsfélags Íslands. „Í störf-
um mínum hef ég kynnst fólki
sem er að takast á við gríðar-
lega erfið veikindi og ítrekað
fengið staðfestingu á því hvað
fólk getur ótrúlega mikið.
Ég er hlaupari til margra
ára, hef hlaupið maraþon og
Laugaveginn en engin „ultra“
hlaup. Ég hef hins vegar lesið
frásagnir fólks sem hefur
jafnvel hlaupið dögum saman
og hef spurt mig af hverju fólk
hættir ekki, hvernig kemst
það alla leið? Ég held að hér
séu svipuð öfl að verki. Fólk
sem glímir við krabbamein
segist ekki hafa val, það verði
að klára, það sé ekki í boði
að gefast upp. En fólk hefur