Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2021, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13DV 22. JANÚAR 2021
Mín upplifun
er að það skorti
heildræna
áætlun.
Fram á vor
koma konur
áfram í
brjósta skimun
í húsnæði
Krabba-
meinsfélags-
ins en þær
eru þá í raun
að koma til
Landspítalans
sem leigir
aðstöðuna
tímabundið.
MYND/STEFÁN
Halla segir starfsfólk Leit
arstöðvarinnar og Krabba
meinsfélagsins hafa verið
slegið. „En auðvitað er þetta
hvergi eins erfitt og hjá þeim
sem fyrir þessu verður. Þetta
var auðvitað hræðilegt. Í kjöl
farið kom síðan fjölmiðlaum
fjöllun sem var mjög óvægin
á köflum og jafnvel birtar
ýmsar rangfærslur, svo sem
alhæfingar um að hér væri
allt í molum sem er enginn
fótur fyrir. Þá var því einnig
haldið fram að félagið hefði
misfarið með opinbert fé sem
er afskaplega alvarlegt og á
heldur ekki við nein rök að
styðjast.“
Hún ítrekar að manneskjan
sé ekki fullkomin og því verði
atvik á borð við þessa röngu
greiningu. „Svona gerist á
rannsóknarstofum um allan
heim. Sem gerir það samt ekk
ert betra. Það eru líka gerðar
rangar sjúkdómsgreiningar
reglulega en ég þekki ekki
til þess að það sé farið aftur
í tímann og farið yfir vinnu
þess starfsfólks með þeim
hætti sem gert var hér. Við
tókum þetta gríðarlega alvar
lega.
Það er mikilvægt að vera
meðvitaður um að það eru
kostir og gallar við skimun.
Það er auðvelt að hugsa að
maður sé öruggur eftir að
hafa komið einu sinni í skim
un en það er ekki þannig. Það
þarf að koma reglulega og
þess vegna eru konur boðaðar
reglulega í skimun.“
Halla segir þetta hafa verið
undarlegan tíma fyrir starfs
fólk félagsins. „Á sama tíma
og þetta er í gangi var hér
gríðarleg aðsókn í skimanir,
meðal annars því konur vissu
að verkefnið væri að fara héð
an og því mikið vinnuálag. Á
þessum sama tíma var einnig
verið að undirbúa flutning
inn. Þarna upplifði ég þennan
styrkleika sem fólk býr yfir
og hvað fólk getur þegar á
reynir. Það er ótrúlegt að
starfsfólk Leitarstöðvarinnar
hafi staðið vaktina alveg til
enda og unnið sína vinnu með
sóma. Ég er virkilega stolt og
þakklát fyrir að hafa unnið
með þessu fólki.
Sextán þúsund velunnarar
Þrátt fyrir að Leitarstöðin hafi
verið lögð niður er enn fjöldi
verkefna hjá Krabbameins
félaginu. „Einn af hverjum
þremur fær krabbamein á lífs
leiðinni. Það út af fyrir sig er
stór tala. Ég hef sagt að hinir
tveir séu aðstandendur því
þótt krabbamein sé misnærri
manni þá þekkja allir fólk sem
veikist af krabbameini.“
Hún segir Krabbameins
félagið stundum vera eins og
maðurinn á bak við tjöldin í
Spaugstofunni. „Það er ekki
allt mjög sýnilegt sem við
gerum en við látum okkur
allt varða sem tengist krabba
meinum og það er okkar von
að fólk upplifi að félagið er
til staðar á svo mörgum víg
stöðvum.“
Þá bendir hún á að starf fé
lagsins sé alfarið kostað af
söfnunarfé frá einstaklingum
og fyrirtækjum. „Við fengum
yggi sjúklinga aukið. Þarna
komi krabbameinsáætlunin
sterk inn.
Halla vill einnig koma á
framfæri að skimun er fyrir
heilbrigða einstaklinga. Þeir
sem hafi einkenni verði að
leita sér aðstoðar. „Það er
annars konar heilbrigðis
þjónusta sem konur þurfa að
hafa greiðan aðgang að, upp á
það vantar sárlega í dag, allt
of löng bið er eftir skoðunum
vegna einkenna í brjóstum.“
Þá leggur hún áherslu á að
komið verði á reglubundinni
skimun fyrir ristilkrabba
meini sem býðst öllum kynj
um. „Krabbameinsfélagið og
ráðuneytið lögðu 45 milljónir
í að koma því verkefni á lagg
irnar árið 2016. Heilbrigðis
yfirvöld verða að svara af
hverju þetta er ekki orðið
að veruleika. Ristilskimun á
ekki að vera á áætlun heldur
koma í framkvæmd. Það deyja
fleiri úr ristilkrabbameini en
úr brjóstakrabbameini. Með
skimunum getum við komið
í veg fyrir fjölda dauðsfalla,“
segir Halla.
„Við erum að sjá eftir allt
of mörgum sem deyja af
völdum krabbameina. Með
því að breyta lífsstíl getum
við komið í veg fyrir fjögur af
hverjum tíu krabbameinum.
Þetta er risastórt langtíma
verkefni og við þurfum að
gera betur. Það hefur náðst
mikill árangur varðandi reyk
ingar en þar kom til samstillt
átak Krabbameinsfélagsins,
stjórnvalda og fleiri aðila. Það
sýnir okkur mjög skýrt hvers
við erum megnug þegar við
setjum okkur markmið sem
samfélag og vinnum öll saman
að því.“ n
greitt frá hinu opinbera vegna
Leitarstöðvarinnar og vegna
reksturs krabbameinsskrár
þar sem haldið er utan um
allar krabbameinsgreiningar
hér á landi. Annars erum við
algjörlega háð styrkjum og
stuðningi almennings. Við eig
um sextán þúsund velunnara
sem styðja við bakið á félag
inu í hverjum mánuði og erum
í góðu sambandi við þennan
hóp fólks.“
Hún segir félagið beita
sér fyrir því að þeir sem fá
krabbamein njóti betri þjón
ustu og samfellu í þjónustu,
að biðtími sé styttur og ör