Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2021, Blaðsíða 15
fyrir að beita sambýliskonu
sína ofbeldi. Var talið að
gerandi ætti sér engar máls-
bætur fyrir utan það að hann
hafi verið samvinnuþýður og
komið vel fram við meðferð
fyrir dómi. Var hæfileg refsing
talin fimm ára fangelsi.
Hótelherbergi erlendis
Í þeim tilvikum þar sem að-
eins var ákært fyrir brot gegn
194. gr var algengast að fang-
elsisdómur væri tvö ár eða tvö
og hálft ár.
Karlmaður var sakfelldur
fyrir nauðgun með því að hafa
í ágúst 2008 í hótelherbergi er-
lendis nauðgað konu með því
að beita hana ofbeldi og ólög-
mætri nauðung. Var honum
gert að sæta tveggja og hálfs
árs fangelsi en refsingin var
skilorðsbundin til tveggja ára.
Við ákvörðun refsingar skipti
máli hversu langt var um liðið
frá brotinu og hversu langan
tíma rannsókn málsins tók,
en einnig var horft til þess að
brotið beindist að kynfrelsi
konunnar, það olli miklu tjóni,
brotavilji mannsins var ein-
beittur og brotið taldist stór-
fellt og framið á sérstaklega
sársaukafullan og meiðandi
hátt. Hins vegar er ekki færð-
ur rökstuðning í birtri reifun
dómsins fyrir því að refsingin
var alfarið skilorðsbundin, eða
fyrir því hvers vegna skilorðs-
tíminn er skemmri en sjálfur
fangelsisdómurinn.
Braut gegn vinnufélaga
Karlmaður var sakfelldur
fyrir nauðgun og dæmdur í
fangelsi í tvö ár og sex mán-
uði eftir að hann nauðgaði
konu sem hann starfaði með á
heimili hennar í Kópavogi. Við
ákvörðun refsingar var horft
til þess hversu langt var liðið
frá brotinu og til þess að mað-
urinn átti sér ekki sakaferil.
Þó var tekið fram að hann ætti
sér engar málsbætur.
Brot gegn vinkonu
Vægasti dómurinn var 18
mánaða fangelsi skilorðsbund-
ið til fimm ára. Í því tilviki
var karlmaður fundinn sekur
um að hafa farið með fingur
inn í leggöng náinnar vinkonu
sinnar, án hennar samþykkis,
á meðan hún svaf. Um ákvörð-
un refsingar segir í niðurstöðu
Héraðsdóms Vestfjarða:
„Við ákvörðun refsingar
ber að líta til þess að brota-
þoli leit á ákærða sem trún-
aðarvin, treysti honum í hví-
vetna og átti sér einskis ills
von þegar hún leyfði honum
að gista í hjónarúmi hennar.
Ákærði rauf þetta traust
þegar hann notfærði sér
svefndrunga brotaþola til að
hafa við hana kynmök í rúm-
inu. Fyrir liggur að ákærði
var ölvaður, hrifinn af brota-
þola og óskaði þess að sam-
band þeirra yrði annað og
meira en náið vinasamband.
Ákærði hafði þó engan rétt
til að yfirfæra eigin þrár
yfir í löngun brotaþola til
kynferðislegs samneytis við
hann, svo sem hann gerði
umrædda nótt. Af framburði
brotaþola og vitna er ljóst
að framferði ákærða hefur
valdið henni verulegri van-
líðan. Eins og málið liggur
fyrir verður fallist á það með
ákæruvaldinu að ákærði
eigi sér engar málsbætur.“
Hins vegar lítur dómstóll
einnig til áhrifa brotsins á
hinn ákærða og virðist það
hafa áhrif á þá ákvörðun að
skilorðsbinda dóminn að fullu.
„Eins og mál þetta
horfir við dóminum hefur
brot ákærða ekki aðeins
markað djúp spor á sálarlíf
brotaþola heldur og sálar-
líf ákærða og valdið þeim
báðum miklu áfalli. Vin-
skapur þeirra virðist hafa
verið náinn og þeim báðum
mjög dýrmætur. Þau áttu
trúnað hvors annars og
litu á hvort annað sem sinn
besta vin. Bæði voru ger-
samlega niðurbrotin þegar
þau gáfu skýrslu fyrir dómi
og er það álit dómsins að
eftir standi tveir laskaðir
einstaklingar, sem líði enn
í dag afskaplega illa og
muni seint jafna sig á því
sem ákærði gerði umrædda
nótt. [...] Að öllu þessu gættu
hefur dómurinn, eins og hér
stendur sérstaklega á, veru-
legar efasemdir um að af-
plánun refsingar geti þjónað
sérstökum hagsmunum
brotaþola eða almennum
hagsmunum annarra. Þykir
því rétt að ákveða að fresta
fullnustu refsingarinnar
þannig að hún falli niður
að liðnum fimm árum frá
dómsbirtingu, haldi ákærði
almennt skilorð.“
Blygðunarsemisbrot
og nauðgun
Karlmaður var sakfelldur fyr-
ir að hafa nauðgað sambýlis-
konu sinni og misboðið blygð-
unarsemi hennar, en hann
meðal annars stundaði sjálfs-
fróun yfir henni og fékk sáðlát
yfir höfuð hennar og í öðru til-
viki nauðgað henni þegar hún
gat ekki spornað við verknað-
inum sökum svefndrunga.
Var hann dæmdur í tveggja
og hálfs árs fangelsi en hins
vegar voru 27 mánuðir af refs-
ingunni bundnir skilorði svo
gerandinn mun aðeins þurfa að
afplána þrjá mánuði í fangelsi.
Við ákvörðun refsingar horfði
Héraðsdómur til þess að mað-
urinn hafði ekki komist áður
í kast við lögin, játaði hluta
ákæru skýlaust, samþykkti
hluta bótakröfu og hafði reynt
að bæta sig eftir að brot voru
framin, meðal annars með því
að leita sér sérfræðiaðstoðar
í meðferðarúrræði fyrir ger-
endur í ofbeldismálum. Brot
hans voru metin gróf þar sem
um brot í nánu sambandi var
að ræða, ásetningur talinn ein-
beittur og brotaþoli hlaut al-
varlegar andlegar afleiðingar.
Svo var horft til þess að miklar
tafir urðu á meðferð máls sem
geranda yrði ekki kennt um.
Því var sú leið farin að skil-
orðsbinda refsinguna, nánast
að fullu.
Sýknað
Í þremur tilvikum á um-
ræddu tímabili var sakborn-
ingur sýknaður af ákæru um
nauðgun. Í tveimur tilvika
voru sakborningar sakfelldir
fyrir önnur brot.
Brot í nánu sambandi
Karlmaður var ákærður fyrir
nauðgun og stórfellt brot í
nánu sambandi fyrir að hafa
HEIMILD: DOMSTOLAR.IS
FANGELSISDÓMAR gengið í skrokk á fyrrverandi
kærustu sinni og hafa við
hana samræði og önnur kyn-
ferðismök án hennar sam-
þykkis. Hann var fundinn
sekur um brot í nánu sam-
bandi en sýknaður af ákæru
um nauðgun, þar sem brota-
þoli hafði fyrir dómi dregið
til baka þá ásökun. Eins var
maðurinn sakfelldur fyrir
stórfellt umferðarlagabrot.
Ásetningur
Karlmaður var sýknaður af
ákæru um grófa nauðgun þar
sem dómara þótti ekki hafa
verið sannað að maðurinn
hefði haft ásetning til þess
að nauðga brotaþola. Í niður-
stöðu Héraðsdóms Reykja-
víkur segir:
„Eins og atvikum máls
þessa er háttað telur dóm-
urinn ákærða hafa haft rétt-
mæta ástæðu til að túlka
virka þátttöku brotaþola
í kynmökunum sem sam-
þykki hennar fyrir því sem
fram fór.“
Áreitni
Karlmaður var ákærður fyrir
nauðgun fyrir að hafa stungið
fingri inn í leggöng konu fyrir
utan skemmtistað í Reykja-
nesbæ. Dómara þótti ekki
hafa verið sannað að hann
hefði stungið fingri sínum
inn í leggöng, en þó sannað að
hann hefði áreitt konuna kyn-
ferðislega. Því var sýknað af
nauðgunarákæru en sakfellt
fyrir kynferðislega áreitni.
Ákvörðun refsinga
Það er misjafnt hvernig dóm-
arar færa rök fyrir ákvörðun
refsinga í dómum sínum.
Lögin marka þó vissa ramma,
til dæmis er refsiramminn
svokallaði fyrir nauðgun
samkvæmt 194. gr. almennra
hegningarlaga 1-16 ár, það er
að lágmarki eins árs dómur
og að hámarki sextán ár.
Dómstólar hér á landi hafa
þó haldið sig við lægri mörk
þessa refsiramma, eins og
sést á þessari úttekt. Ákvæði í
hegningarlögum veita dómur-
um ákveðna leiðbeiningu við
ákvörðun refsinga og skipta þá
helst máli í tilviki kynferðis-
brota afleiðingar sem brotin
hafa fyrir þolanda, hversu
einbeittur brotaviljinn var,
trúnaðarbrot, hversu gróft
var ofbeldið, hvort gerandi
var ungur, og hvort hann eigi
sakaferil.
Eins og áður hefur komið
fram var sakfellt í ellefu
málum af fjórtán sem gerir
78,6% sakfellingahlutfall í
héraðsdómi síðasta árið. Ekki
er ljóst hversu mörgum af
þessum dómum verður, eða
hefur verið, áfrýjað til Lands-
réttar. Nokkrar umræður hafa
átt sér stað undanfarið um
dómaframkvæmd Landsrétt-
ar í kynferðisbrotamálum, en
samkvæmt greiningu Frétta-
blaðsins staðfesti Landsréttur
aðeins niðurstöðu héraðsdóms
í fjórum tilfellum af sautján á
síðasta ári. Í sjö tilvikum var
refsing milduð og í sex til-
vikum var sakfellingardómi
héraðsdóms snúið við. n
18 mánuðir
skilorðs-
bundið
2 ár og
6 mánuðir
skilorðsbundið
2 ár og 6 mánuðir
27 mánuðir
skilorðsbundnir
3 ár og
6 mánuðir
4 ár og
6 mánuðir2 ár og 6 mánuðir
Sýknur
2 ár
5 ár
Alls hlutu sak-
borningar 36
ár í fangelsi,
þar af sex
ár og þrjá
mánuði í skil-
orðsbundið
fangelsi.
MYND/GETTY
Birtir héraðsdómar í nauðgunarmálum frá ársbyrjun 2020.
FRÉTTIR 15DV 22. JANÚAR 2021