Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2021, Blaðsíða 33
Elísabet Ormslev
Vatnsberi
15. febrúar 1993
n Frumleg
n Sjálfstæð
n Mannvinur
n Framsækin
n Fjarlæg
n Ósveigjanleg
Sindri Þór Kárason
Vog
6. október 1988
n Málamiðlari
n Samstarfsfús
n Örlátur
n Félagsvera
n Óákveðinn
n Forðast deilur
S unddrottningin Ragnheiður Ragnars-dóttir sýndi nýverið á sér nýja hlið sem stórkostleg leikkona þegar hún fór með
stórt hlutverk í þáttunum Vikings. Ragga kem-
ur fram sem Gunnhildur í seríu 5 og 6 en hægt
er að horfa á þættina á Netflix.
Ragga er fædd í lok október og er því Sporð-
dreki. Það kemur ekki á óvart því Sporðdrekar
eru þekktir fyrir að vera metnaðarfullir með
mikinn drifkraft. Sporðdrekinn veit hvað hann
vill og er óhræddur að sækjast eftir því. Sumir
hræðast Sporðdreka því þeir eru ákveðnir og
þurfa ekkert að fegra hlutina, heldur segja sína
skoðun. Þeir eru afar ljúfir þegar þeir hleypa
þér inn og tryggustu vinir sem fyrir finnast.
Agi þeirra er aðdáunarverður en þeir þurfa að
finna jafnvægi milli vinnu og heimilis.
Drottning í sverðum
Hugrekki | Sjálfstraust | Sjálfstæði | Félagslegt fiðrildi
Drottning í sverðum er hugrökk og sjálfstæð. Hún hefur
lært að setja sér mörk og standa með sjálfri sér. Mér
finnst þetta mjög lýsandi fyrir þig en það hefur tekið
smá tíma að komast á þennan stað sem þú ert á núna.
Nú er uppskerutímabil, þér líður vel í eigin skinni, veist
hvað þú vilt og hvert þú stefnir. Þú átt það til að vera of
krítísk og hörð við sjálfa þig en ert samt að mestu komin
yfir það og finnur fyrir mikilli ró.
Riddari í sverðum
Metnaðarfullur | Árangursdrifinn | Fljótur að hugsa
Það er eins og prins á hvítum hesti ríði á ofsahraða í
áttina til þín. Einhver jafningi hefur tekið eftir þér og
það var ást við fyrstu sýn. Hvort þú hleypir honum inn
eður ei er undir þér komið, en það er svigrúm fyrir mikla
vináttu því þið eigið margt sameiginlegt og virðist hafa
sömu gildi í lífinu. Það er sami drifkraftur í þessum ein-
staklingi og í þér, mögulega eruð þið að vinna saman
eða eigið eftir að gera það í nánustu framtíð.
Drottning í bikurum
Umhyggjusamur | Stöðugur | Innsæi | Flæði
Þú sjálf kemur upp í þessu spili. Þú kafar meira inn á
Skilaboð frá spákonunni
Þú getur skapað rými fyrir þitt nánasta fólk og látið
því líða vel en á endanum þarf það sjálft að bera
ábyrgð á sjálfu sér.
STJÖRNUSPÁLESIÐ Í TAROT Ragnheiður Ragnarsdóttir
SVONA EIGA ÞAU SAMAN
Vikan 22.01. – 28.01.
Á hvítum hesti…
Nýfundin ást
MYND/VILHELM
stjörnurnarSPÁÐ Í
Söngkonan Elísabet Ormslev er nýlega gengin út. Sá heppni er hljóðhönnuðurinn Sindri Þór Kárason. DV lék forvitni á
að vita hvernig þau eiga saman ef litið er til
stjörnumerkjanna. Elísabet er Vatnsberi og
Sindri er Vog. Vatnsberinn og Vogin eru bæði
loftmerki og pörun þessara merkja er áreiðan-
leg og sterk. Þau hafa bæði ríka tjáningarþörf
og þörf fyrir að skiptast á hugmyndum og skoð-
unum. Vogin elskar það þegar aðrir taka stefn-
una og Vatnsberinn þrífst í leiðtogahlutverkinu.
Þegar Vatnsberinn og Vogin koma saman og
verða ástfangin, þá verða þau alveg virkilega
ástfangin. Vogin tekur Vatnsberanum eins og
hann er, sem skiptir hann miklu máli. Vatns-
berinn getur hjálpað Voginni að losa um allar
hömlur, sérstaklega í svefnherberginu. Þrátt
fyrir að eiga margt sameiginlegt getur reynst
þeim erfitt að aðlagast karakter hvort ann-
ars en lykillinn er virðing. Á meðan þau bera
virðingu fyrir hvort öðru er ekkert vandamál
of stórt. Það er margt spennandi fram undan
hjá parinu. n
MYND/FACEBOOK
Hvað segja stjörnurnar um þig þessa vikuna?
Hrútur
21.03. – 19.04.
Loksins fara atvinnumál að detta
í farveg og rútínu. Þú þarft aðeins
að venjast því að vera meðal
vinnufélaganna á ný og rifja upp
hvað þau nú heita öllsömul og
hvað þau gera innan fyrirtækis-
ins. Þú nærð góðri einbeitingu í
þessari viku.
Naut
20.04. – 20.05.
Persónulegur ávinningur er í kort-
unum hjá Nautinu. Mikill kraftur
með Nautinu þessa vikuna. Ég er
leiðtogi lífs míns, er mantran þín,
og þú ert spennt/ur fyrir komandi
tímum. Allt upp á við og á réttri
leið.
Tvíburi
21.05. – 21.06.
Tvíburinn er áfram smá tvístígandi
og á erfitt með að taka ákvarðanir.
Hvað á að vera í matinn reynist
honum meira segja erfitt! Mundu
bara eins og allt annað þá er þetta
bara tímabil og líður hjá.
Krabbi
22.06. – 22.07.
Það er brjálað að gera! Og þú
kannski ekki alveg nógu vel upp-
lagður því þetta er óvænt og fljót
breyting. Hvað getur þú gert til
að hlúa að sjálfum þér og takast
þar af leiðandi betur á við þessa
skemmtilegu uppskeru sem er að
flæða til þín?
Ljón
23.07. – 22.08.
Þú ferð í sleik við spegilinn –
mikið lítur þú vel út beibí, frábært
hár! Það er kominn tími fyrir smá
sjálfsást og sjálfsöryggi. Haltu
áfram að gera það sem þú ert að
gera, það er að virka. Sjálfsöryggi
hjálpar þér að takast á við öll
önnur mál í lífinu.
Meyja
23.08. – 22.09.
Elsku Meyja. Þú, af öllum, ert
meira segja komin með leið á því
að skipuleggja og litaraða bók-
unum heima hjá þér! Þér leiðist
þessa vikuna og þráir eitthvað
gott, nýtt og krefjandi verkefni.
Prófaðu að biðja um meiri ábyrgð
í vinnu og kannski bara stöðu-
hækkun í leiðinni.
Vog
23.09. – 22.10.
Þú ert að flýta þér svo hægt inn
í nýja árið að þú ferð í gegnum
daginn hálfsofandi, vaknar aldrei
alveg. Skelltu þér í sjósund eða
plataðu vin að draga þig út að
hlaupa, þig vantar smá spark í rass-
inn til að koma þér betur af stað. Og
mundu að taka vítamínin þín!!
Sporðdreki
23.10. – 21.11.
Ef þú deyrð á morgun viltu í alvöru
að sellerídjús hafi verið það síðasta
sem þú borðaðir? Á meðan við
kunnum að meta agann þinn þá
má nú líka alveg leyfa sér aðeins.
Stjörnurnar hvetja þig til að lofa þér
1-2 svindldögum þú þarft á þeim að
halda. Við lofum að segja engum.
Bogmaður
22.11. – 21.12.
Bogmaðurinn mun eiga eitt „aha„
móment á næstu dögum, hvað það
verður sem mun valda því vitum við
ekki nákvæmlega, en það mun hafa
í för með sér jákvæðar breytingar.
Stundum getur annað sjónarmið
eða viska einhvers annars haft
mikil áhrif á aðstæður.
Steingeit
22.12. – 19.01.
Okkur langar að gefa þér rafrænt
„high five„ því það er eins og þú
hafir verið a finna kúlið þitt aftur og
þegar við meinum það þá meinum
við þitt sanna sjálf og nýjan tilgang
sem færir þér hamingju.
Vatnsberi
20.01. – 18.02.
Við sjáum hér gæðastundir með
vinum og fjölskyldunni, jafnvel bú-
staðarferð og dagsferðir í sveitina.
Áreynslulaus vika þar sem þú ert
bara í flæðinu samviskulaust og
nýtur hverrar mínútu. Þetta er
kannski bara takturinn fyrir árið og
ekki er það amalegt.
Fiskur
19.02. – 20.03.
Já, það er fullkomlega eðlilegt að
þurfa frí eftir fríið sitt! Janúar er
bara endalaus og dimmur, þú mátt
eiga markmið í febrúar, í millitíðinni
máttu bara vera í dýrseðlinu, borða
þegar þú finnur til svengdar og sofa
þegar þú þarft svefn. Netflix og
chill fram undan...
við og ferð inn í tímabil þar sem þú treystir innsæinu
og getur stólað á það. Þú ert jarðbundnari en áður.
Þessi orka laðar fólk til þín sem leitar jafnvel til þín eftir
ráðum, innblæstri og stuðningi. Þegar þinn innri radar
er svona virkur þá áttu auðvelt með að leyfa tilfinning-
unum að ráða. Þú finnur strax innra með þér hvort þú
eigir að velja eða hafna verkefnum, hvort fólk í kringum
þig sé rétt fyrir þig eða ekki. Ekki efast um þessa krafta,
þeir eru náðargáfa. Hér skiptir máli að rækta þessa gáfu
og gefa þér tíma til þess að viðhalda henni með því að
hugleiða eða jarðtengja þig á hverjum degi.
FÓKUS 33DV 22. JANÚAR 2021