Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2021, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2021, Blaðsíða 2
Sundurfylkingin E kkert er öruggt í þess-um heimi nema dauðinn og skatturinn, segja þeir. Svarthöfði veit þó um annað sem er álíka öruggt, rifrildi meðal vinstri manna. Svona álíka öruggt og að sólin rísi í austri og Davíð Oddsson níði reglulega skóinn af Degi B. Eggertssyni. Nú hafa Samfylkingarmenn ákveðið að losa sig við Ágúst Ólaf Ágústsson, sem hefur verið ótrúlega fyrirséð í þessi tvö ár síðan hann ákvað að fá sér einum of marga bjóra og reyna að stinga tungunni upp í blaðamann í hennar óþökk, og það ítrekað. Varla ættu menn að taka andköf af furðu yfir að þetta sé að gerast, hér er um að ræða flokk sem gerir sig út fyrir að vera jafnréttisflokk- ur með frekar femínískum gildum. Varla hægt að hafa í framlínu slíks flokks mann sem hefur opinberlega verið sakaður um, og enn fremur gengist við, kynferðislegri áreitni. Treystum þó Samfylkingar- mönnum til að missa engu að síður svefn yfir þessu. Enda hefur mesta púðrið verið í þessum blessaða flokki þegar kemur að innanbúðarátökum. Ef þeir gætu stundað þing- störf af jafn miklum eldmóð þá kannski sæi sér einhver fært að kjósa þau svona til til- breytingar. En þetta hefur verið vandi krata á Íslandi að geta aldr- ei verið sammála um neitt og geta ekki fyrir sitt litla líf staðið saman eða fórnað nokkru af hugsjónum sínum til að bola íhaldinu frá völdum. Hér mætti vinstrið taka hægrið sér til fyrirmyndar og afgreiða sín blóðugu inn- anhússátök þar sem þau eiga heima – innanhúss – og heilsa síðan lýðnum við útidyrnar með breiðu brosi. Ágúst Ólafur má þó eiga það að hann ásamt Helgu Völu Helgadóttur hefur nánast staðið fyrir Samfylkingunni eins og hún leggur sig undan- farin ár. Formaðurinn, Logi Einarsson, virðist ganga með veggjum, Guðmundur Andri Thorsson talar eiginlega bara í bundnu máli sem enginn skilur, Guðjón S. Brjánsson hefur ekkert unnið sér til frægðar og Oddný G. Harð- ardóttir – hvar er hún eigin- lega? Hvað á svo að gera við Albertínu Friðbjörgu Elías- dóttur? Hún hefur líka verið hálf ósýnileg. Heyrst hefur úr herbúðum Samfylkingar að þar stígi nú hver Ágústar-grúppían fram eftir aðra og kvarti sáran yfir meðferðinni á þingmanninum. Líklegast standa vonir til að hægt sé að grenja kallinn inn á lista. Ágúst virðist þó sjálf- ur hafa gefist upp og farið í fýlu, honum mun hafa verið boðið þriðja sætið en stoltið hafi ekki boðið upp á annað en annað sæti að lágmarki. Nú vill flokkurinn fá okk- ar atkvæði í kosningunum. Flokkur sem virðist ekki einu sinni standa með sínum eigin þingmönnum. Hvernig í drottins nafni er slíkum flokki treystandi fyrir at- kvæði, hvað þá meirihluta- valdi? Flokkur sem er meira sundur en saman en kallar sig samt Samfylkingu, þrátt fyrir að vera hvorki saman, né fylk- ing. Frekar sundurleitur hóp- ur af fólki sem þreytist ekki á þófinu. n SVART HÖFÐI Aðalnúmer: 550 5060 Auglýsingar: 550 5070 Ritstjórn: 550 5070 FRÉTTA SKOT 550 5070 abending@dv.is Fnykur af fúski Þ að hefur ekki farið fram hjá neinum að flutningur skimana vegna legháls- og brjóstakrabbameins frá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands til opinberra stofnana hefur ekki gengið snurðulaust fyrir sig. Samhliða flutningnum um áramótin var tilkynnt að hætta ætti að skima konur fyrir brjóstakrabbameini frá fertugu og hefja skimunina um fimmtugt. Engin kynning hafði farið fram á þessari breytingu og kon- ur voru aldeilis ósáttar. Á mettíma söfnuðust yfir 35 þúsund undirskriftir þar sem þessu var mótmælt og heilbrigðisráðherra dró ákvörðunina tímabundið til baka. Að baki þessari ákvörðun var mat færra vísindamanna en þeim upplýsingum hafði bara ekki verið komið til almennings. Þrátt fyrir að uppi hefðu verið hugmyndir um flutning þessara skimana um árabil vildi ekki betur til en svo að þegar Landspítalinn tók við brjósta skimuninni var þar engin aðstaða, engin tæki og ekkert sérhæft starfs- fólk. Landspítalinn leigir því aðstöðuna af Leitarstöðinni þangað til í vor. Öllu starfsfólki Leitarstöðvarinnar var síðan sagt upp og var þar með í óvissu um framtíð sína. Hluta þessa starfsfólks var síðar boðin vinna, til að mynda við brjóstaskimun hjá Landspítalanum. Það hefði óneitan- lega verið skemmtilegra að bjóða þessu fólki nýja vinnu strax því það hefði átt að vera fyrirséð að það þyrfti starfsfólk til að sinna þessu verkefni. Síðan er það leghálsskim- unin. Síðustu leghálssýnin voru tekin á Leitarstöðinni í nóvember og þau flutt til heilsugæslunnar. Heilsu- gæslan og Sjúkratrygg- ingar Íslands voru hins vegar ekki búnar að ganga frá samningum um hver ætti að greina sýnin. Nú stendur til að senda þau til Danmerkur. Í millitíðinni hafa um tvö þúsund sýni verið lokuð ofan í kassa á heilsugæslu- stöð. Á sama tíma hafa þær konur sem fóru í legháls- skimun í nóvember beðið í von og óvon eftir fregnum af því hvort þær hafi greinst með frumubreytingar í leghálsi. Ljóst er að biðin verður eitthvað lengri. Eftir fréttum af því hvort þú sért kannski með krabbamein. Þarna er síðan hópur sérhæfðs starfsfólks sem starfaði við greiningar á leghálssýnum á Leitarstöð- inni, fólk sem hefur aflað sér einstakrar þekkingar á undanförnum árum, sem er að leita sér að vinnu því sýnin eru á leið út fyrir landsteinana til greiningar. Þetta hljómar ekki eins og sérlega skilvirkt kerfi, ekki einu sinni þó heilbrigðisráðherra hafi sagt að mögu- lega yrðu sýnin bara greind tímabundið erlendis. Fastlega má reikna með því að sérhæfða starfsfólkið verði komið með aðra vinnu ef og þegar greiningin verður færð aftur til Íslands. Kaldar kveðjur til þessa mikilvæga starfsfólks frá ríkisstjórninni. Loks víkur sögunni að hópskimunum vegna krabba- meins í ristli. Þetta verkefni hefur verið á dagskrá um árabil og töluvert fé lagt til þess. Með þessari skimun væri beinlínis hægt að koma í veg fyrir dauðsföll. Það deyja fleiri úr ristilkrabbameini en úr brjóstakrabba- meini. En þetta er alltaf á áætlun hjá hinu opinbera, aldrei í framkvæmd. Einn af hverjum þremur fær krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Við hljótum að geta gert svo miklu betur. n Það hefði óneitanlega verið skemmti- legra að bjóða þessu fólki nýja vinnu strax. UPPÁHALDS ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Þorbjörg Marinósdóttir, tobba@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Erla Hlynsdóttir, erlahlyns@dv.is AUGLÝSINGAUMSJÓN: Sigurbjörn Richter,sigurbjorn@dv.is PRENTUN: Torg prentfélag DREIFING: Póstdreifing DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. DV, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík Sími: 550 7000. Eva Kristjánsdóttir er 28 ára tveggja barna móðir úr Reykjavík sem hefur verið vegan í fimm ár. Hún er dugleg að deila frá lífinu, uppskriftum og vegan ráðum á Instagram, @evakristjansd. Hún deilir með okkur sætum lista af uppáhalds vegan vör- unum sínum, sem innihalda enga pálmaolíu. 1 Kanelbullar Frosnir kanilsnúðar frá Find- us sem er gott að hita í ofni eða í örbylgjuofni. Passið að lesa innihaldslýsinguna þar sem það eru aðrar týpur sem innihalda mjólk. 2 Snúður með súkkulaði- glassúr úr Bónus Þessi snúður var keyptur inn heima þegar ég var lítil en svo komst ég að því fyrir nokkrum árum að hann er óvænt vegan! 3 Betty Crocker Devil mix Mitt go to þegar ég vil styttri leiðina fyrir afmæli. Í stað olíu, vatns og eggja bætirðu við 0,33 lítrum af sódavatni, hrærir saman og fylgir leið- beiningum varðandi bök- unartíma, og þá ertu komin með vegan köku! 4 Lay’s rautt Klassískar flögur með salti. Hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér. 5 Suðusúkkulaði 54% Klassíka súkkulaðið sem flestir þekkja er vegan og hentar vel í bakstur og flest sætt. VEGAN GÓÐGÆTI 2 EYJAN 22. JANÚAR 2021 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.