Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2021, Blaðsíða 20
BLÓMSTRA
Ástin
blómstrar
hjá Svölu og
Kristjáni.
NÁTTÚRA
Baltasar
og Sunn-
eva njóta
í íslensku
náttúrunni.
JÓLALEG
Eyþór og
Ástríður
voru jólaleg í
desember.
GLÆSILEG
Skúli og
Gríma falleg
og fín saman.
Þ að eru nokkur íslensk pör sem virðast ætla að sýna fram á að niður-
stöður þessarar rannsóknar
eigi ekki við um þau. Þessi
íslensku pör hafa vakið mikla
athygli og þá oft einmitt vegna
aldursmunarins.
Svala og Kristján
Að sjálfsögðu er ofurparið
Svala og Kristján efst á blaði
þegar kemur að íslenskum
pörum og aldursmun. Svala
og Kristján hafa verið á gíf-
urlegu flugi síðan þau opin-
beruðu samband sitt í ágúst
í fyrra.
Kristján var síðan ekki
lengi að fara á skeljarnar
en þau Svala trúlofuðust í
desember, einungis nokkrum
mánuðum eftir að þau byrjuðu
saman. „Ég sagði hiklaust já.
Ég elska þig endalaust ástin
mín,“ skrifaði Svala, þegar
hún tilkynnti um trúlofunina
á Instagram-síðu sinni.
Það er 21 ár á milli Svölu
og Kristjáns, hún er 43 ára
en hann er 22 ára. DV spurði
Svölu út í þennan aldursmun
þegar þau Kristján voru að
stíga fyrstu skrefin í sam-
bandinu. „Varðandi aldurs-
mun þá finnst mér alltaf jafn
fáránlegt að karlmenn mega
deita eða vera með konum
sem eru kannski 20-25 árum
yngri og enginn segir neitt.
Það er bara eðlilegt og engum
finnst neitt að því,“ sagði hún.
„Svo þegar við konur erum
að deita yngri menn þá hefur
fólk svaka sterkar skoðanir á
því og það þykir tabú. Alger
hræsni, segi ég bara, og mér
finnst að fólk megi bara lifa
sínu lífi og gera það sem gerir
það hamingjusamt. Aldur er
afstæður, ég á vini á öllum
aldri og ég dæmi ekki fólk út
frá aldri. Það er sálin þeirra
sem segir allt um persónuna
og ef hún er góð og falleg þá
tengist ég þeim.“
Eyþór og Ástríður
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálf-
stæðisflokksins í borginni, og
Ástríður Jósefína Ólafsdóttir
myndlistarkona, byrjuðu að
rugla saman reytum snemma
á síðasta ári. Það má með
sanni segja að ástin blómstri
hjá þeim Eyþóri og Ástríði,
en aldursmunur þeirra vakti
mikla athygli þegar fyrst var
greint frá sambandinu. 26
ár eru á milli þeirra Eyþórs
og Ástríðar, Eyþór er 56 ára
gamall en Ástríður er 30 ára.
Skúli og Gríma
Skúli Mogensen, ferðaþjón-
ustufrömuður og fyrrverandi
forstjóri hins fallna flugfélags
WOW air, og innanhúss-
hönnuðurinn Gríma Björg
Thorarensen byrjuðu saman
árið 2017. Þá lék allt í lyndi
hjá WOW air en Gríma var
einmitt flugfreyja þar áður
en hún hóf nám í innanhúss-
hönnun í Bretlandi.
Aldursmunur Skúla og
Grímu vakti athygli þegar þau
byrjuðu saman en 23 ár skilja
á milli þeirra. Skúli er árgerð
1968 og er því 52 ára gamall
en Gríma er 1991 árgerð og
því 29 ára gömul. Skúli og
Gríma hafa nú eignast barn
saman, en drengurinn Jaki
Mogensen fæddist í byrjun
sumars á síðasta ári. Skúli
á síðan þrjú börn úr fyrra
hjónabandi.
Baltasar og Sunneva
Það vakti athygli í fjölmiðlum
landsins þegar leikstjórinn
knái Baltasar Kormákur
og listakonan Sunneva Ása
Weisshappel byrjuðu saman
vorið 2019. Aldursmunurinn
á Baltasar og Sunnevu vakti
þá einnig athygli, en 23 ár eru
á milli þeirra.
Baltasar og Sunneva eru
bæði algjörlega frábær á sín-
um sviðum. Baltasar er auð-
vitað einn frægasti leikstjóri
okkar Íslendinga, bæði fyrr
og síðar. Þá er Sunneva einn-
ig mögnuð en hún vann til að
mynda Grímuverðlaunin árið
2015 fyrir búninga í sýning-
unni Njálu og hefur starfað
mikið erlendis við búninga-
hönnun með leikstjóranum
Þorleifi Erni Arnarssyni. Þá
hefur hún einnig sinnt mynd-
bandagerð og kóreógrafíu
fyrir leikhúsverk. n
Ástin spyr
ekki um aldur
Samkvæmt rannsókn sem birt var í Journal of
Population Economics verða pör óhamingjusam-
ari þegar líður á sambandið ef aldursmunurinn
er mikill. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kom
fram að þegar fólk í parsambandi er nálægt
hvort öðru í aldri eru minni líkur á að
hamingjan renni þeim úr greipum.
Máni Snær
Þorláksson
manisnaer@dv.is
Mér finnst
að fólk megi
bara lifa
sínu lífi og
gera það sem
gerir það
hamingju-
samt.
MYND/INSTAGRAM MYND/INSTAGRAM
MYND/INSTAGRAM MYND/AÐSEND
20 FÓKUS 22. JANÚAR 2021 DV