Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2021, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2021, Blaðsíða 14
S amkvæmt birtum dóm-um á vefsíðu héraðsdóm-stóla Íslands hafa fimm- tán dómar fallið í málum þar sem ákært hefur verið fyrir nauðgun á tímabilinu 1. janú- ar 2020 fram til 20. janúar 2021. Af þessum dómum var sakfellt í tólf tilvikum. Hér er horft til nauðgunar eins og hún er skilgreind í 194. gr. al- mennra hegningarlaga en þar segir: „Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólög- mætri nauðung. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti.1) Það telst einnig nauðgun og varðar sömu refsingu og mælt er fyrir um í 1. mgr. [að beita blekkingum eða not- færa sér villu viðkomandi um aðstæður eða] 1) að not- færa sér geðsjúkdóm eða aðra andlega fötlun manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kyn- ferðismök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans.“ Vægasta refsingin var átján mánaða skilorðsbundinn fang- elsisdómur og þær þyngstu fangelsi í fimm ár. Algengast var tveggja og hálfs árs fang- elsisdómur. Stjörnumeðhöndlarinn Fimm ára fangelsi var dæmt í tveimur tilvikum á því tíma- bili sem kom til skoðunar. Annars vegar var karlmaður sakfelldur fyrir fjórar nauðg- anir og hins vegar var það karlmaður sem var sakfelldur fyrir stórfellt brot í nánu sam- bandi ásamt nauðgun. Jóhannes Tryggvi Svein- björnsson var þann 6. janúar sakfelldur fyrir nauðgun í fjórum ólíkum ákæruliðum. Brotaþolar voru konur sem leitað höfðu til hans eftir meðhöndlun, en hann starfaði sem nokkurs konar nuddari án þess að tilheyra þó neinni sér- stakri fagstétt. Notaðist hann þar við aðferð þar sem hann stakk fingrum inn í kynfæri kvennanna án þeirra sam- þykkis. Þegar kom að ákvörð- un refsingar sagði eftirfar- andi í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness: „Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann ekki áður gerst sekur um refsi- verða háttsemi sem hér skiptir máli. Verður tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar, sem og þess hve langt er liðið frá því að brotin voru framin. Á hinn bóginn ber að líta til þess að ákærði er sakfelldur fyrir alvarleg kynferðisbrot gegn fjórum konum sem leituðu til hans vegna stoð- kerfisvandamála og væntu þess að fá meðhöndlun í samræmi við þá kvilla. Ákærði byggði upp með- ferðartraust hjá konunum og voru þær grandalausar er þær lögðust fáklæddar og varnarlausar á nudd- bekk á meðhöndlunarstofu hans. Ákærði misnotaði þetta traust með freklegum hætti þegar hann rak fingur inn í leggöng kvennanna án nokkurrar tengingar við þá stoðkerfismeðhöndlun sem þær þurftu og ákærði kunni skil á. Þykja brot ákærða gegn A og B sérlega ósvífin í ljós ungs aldurs A og þess að B var haldin langvinnum [...] sjúkdómi. Ákærði á sér engar málsbætur.“ Brot í íbúðargámi Karlmaður var sakfelldur þann 18. mars fyrir stór- fellt brot í nánu sambandi og nauðgun gegn unnustu sinni, en hann veittist að henni með grófu ofbeldi og hafði í kjöl- farið samræði við hana með því að beita hana áframhald- andi ofbeldi. Um ákvörðun refsingar segir í niðurstöður Héraðsdóms Reykjavíkur. „Ber að líta til þess að um var að ræða mjög alvarleg brot sem beindust gegn mik- ilsverðum hagsmunum og í aðstæðum þar sem brotaþoli átti að vera örugg. Horfir þetta til refsiþyngingar [...] Ljóst er af gögnum máls- ins að brotaþoli varð fyrir talsverðu líkamlegu tjóni af völdum ákærða og horfir það til refsiþyngingar. [...] Þá verður ráðið af fram- burði brotaþola að hún hafi átt mjög erfitt andlega eftir umrædd atvik [...] Að mati dómsins eru því líkur á því að brotaþoli hafi einnig orð- ið fyrir talsverðu andlegu tjóni af völdum ákærða sem ekki sér fyrir endann á.“ Eins var horft til þess að of- beldið var gróft og það beindist gegn sambýliskonu geranda en slíkt auki á grófleika brotsins. Gerandi átti langan sakaferil og hafði áður verið sakfelldur Erla Dóra Magnúsdóttir erladora@dv.is HÁTT SAKFELLINGAHLUTFALL KYNFERÐISBROTA Í HÉRAÐI Af birtum dómum héraðsdómstóla Íslands þar sem ákært hafði verið fyrir nauðgun á tímabilinu 01.01.20 til 20.01.21 var sakfellt í tólf af fimmtán málum sem gerir um 80 prósent sakfelllingarhlutfall. 14 FRÉTTIR 22. JANÚAR 2021 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.