Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2021, Blaðsíða 28
M amma er endalaust búin að vera að tala um megrun núna á
nýju ári. Hún ætlar í megr-
un og vill að ég sé með. Ég
er í „þykkum“ holdum en vil
taka heilsuna föstum tökum
á mínum eigin forsendum en
ekki á forsendum mömmu.
Það fer líka ótrúlega mikið
í taugarnar á mér að hún sé
alltaf að tala um að ég verði
að fara í megrun og mér
finnst þetta mjög trigger-
andi. Hvernig kem ég skýr-
um skilaboðum til mömmu?
Megrun er tímabundið átak
Hæ, hæ. Takk fyrir einlæga
spurningu. Ég hélt að orðið
„megrun“ væri ekki lengur í
tísku en ég er svo sem enginn
tískuspekúlant. Auðvitað eru
orð bara orð, en mig grunar
að mögulega sé það einmitt
orðanotkunin, nálgunin og
áherslan á líkamann sem
þér finnst triggerandi. Ef
svo er, þá gætu vinsamlegar
ábendingar um viðeigandi
orðanotkun verið góð byrjun
á þessum skýru skilaboðum
til mömmu þinnar.
Í megrun felst tímabundið
átak þar sem fólk reynir að
létta líkama sinn. Rannsókn-
ir hafa sýnt að tímabundið
átak skilar ekki langvarandi
árangri, þvert á móti getur
það haft í för með sér aukna
líkamsþyngd þegar til lengri
tíma er litið. Breyttur lífsstíll
og heilsusamlegt líferni er
eitthvað allt annað, það getur
skilað minni þyngd en fyrst
og fremst betri líkamlegri
heilsu og hún mælist ekki
endilega í kílógrömmum.
Tengsl líkamsímyndar
dætra og mæðra
Bein tengsl eru á milli
líkamsímyndar dætra og
líkamsí myndar mæðra. Það
merkir að upplifun mæðra
á sínum eigin líkama og það
hvernig mæður tala um lík-
amann við dætur sínar, hefur
mjög mótandi áhrif á það
hvernig dætur upplifa líkama
sinn í framtíðinni. Í ykkar
tilfelli getum við því líka
verið að glíma við líkams-
ímynd móður þinnar, óháð
þér og þinni heilsu. Spurning
þín hljómar á þann veg og
kannski myndi því virka að
snúa vörn í sókn og beina
umræðunni að líkamsímynd
móður þinnar frekar en þér?
Fjölskyldufræðin leggja
mikla áherslu á ólík kerfi
innan fjölskyldunnar og
nauðsyn þess að hafa skýr
mörk milli kerfa. Mamma þín
tilheyrir foreldrakerfinu og
þú tilheyrir barnakerfinu, þó
þú sért orðin fullorðin. Það
merkir að þú munt alltaf vera
barn móður þinnar og hegðun
Við hvetjum lesendur til að senda
spurningar og vangaveltur sínar til
Kristínar í tölvupósti á:
hjonabandssaela@gmail.com.
Spurningunum verður svo svarað
hér í Fjölskylduhorninu, að sjálf-
sögðu nafnlaust og í fullum trúnaði.
Fjölskylduhornið
Kristín Tómasdóttir hjónabandsráðgjafi
svarar spurningum lesenda um málefni
er varða fjölskylduna, börnin og ástina í
Fjölskylduhorni DV. Að þessu sinni svarar
Kristín spurningu lesanda sem er ekki
alveg sáttur við mömmu sína.
MYND/GETTY
Sérfræðingur svarar
MAMMA VILL FÁ MIG
MEÐ SÉR Í MEGRUN
og tengsl ykkar verða á þeim
forsendum. Ef við skoðum
hegðun móður þinnar, þá er
klárt mál að hún er í hlut-
verki mömmunnar og senni-
lega að reyna að hlúa að þér,
ala þig upp og segja þér hvað
er þér fyrir bestu. En getur
verið að hún sé komin yfir
mörkin þín og inn í kerfið
sem þú átt sem fullorðinn ein-
staklingur og er henni óvið-
komandi eftir að þú varðst
sjálfráða?
Skýrari rammi og mörk
Það lærir engin fjölskyldu-
fræði í grunnskóla. Við
lærum að vera mömmur af
okkar eigin mömmum og
þeirri reynslu sem fylgir því
að verða móðir. Þar gildir að
stundum rekum við okkur á
og sumt er bara erfiðara að
tækla en annað. Eitt af því
sem reynist mömmum erfitt
er að slíta á naflastrenginn
og sleppa takinu. Kannski
standið þið mæðgur frammi
fyrir frábærri raun, þar sem
mamma þín þarf að losa um
taumana og þú getur bent
henni á að þú þurfir að fá að
finna út úr þinni heilsu sjálf.
Með því að beina samtalinu
frá megrunarumræðunni
yfir í skýrari ramma og
mörk, gætuð þið verið að slá
margar flugur í einu höggi.
Af meðferðarvinnu með
fjölskyldum hef ég lært að
það er ekki mitt að segja
fólki hvað það á að gera með
sinn vanda. Ég reyni heldur
að hjálpa fólki að finna sín-
ar lausnir og aðferðir. Það
sem hentar einni fjölskyldu
hentar ekki endilega annarri
fjölskyldu í sambærilegri
stöðu. Það sama gildir um
ykkur mæðgurnar. Mögu-
lega hentar það mömmu þinni
á þessum tímapunkti að fara
í megrun, þú telur það ekki
vera réttu leiðina fyrir þig.
Þá er kannski réttast að vera
sammála um að vera ósam-
mála um hvað er ykkur fyrir
bestu og veita hvor annarri
frekar stuðning og hvatningu
að þeim leiðum sem þið kunn-
ið að velja sem einstaklingar.
Ég treysti ykkur fullkomlega
til þess að finna leiðir sem þið
verðið ánægðar og hraustar
með og óska ykkur góðs
gengis á þeirri vegferð. n
Bein tengsl
eru á milli
líkamsímyndar
dætra og líkams
ímyndar mæðra.
28 FÓKUS 22. JANÚAR 2021 DV