Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2021, Blaðsíða 34
34 MATUR 22. JANÚAR 2021 DV
Sjúkdómur sonarins varð
kveikjan að jurtaástríðunni
Sigurlaug Knudsen og Hildigunnur Einarsdóttir eru konurnar á bak við matarþjón-
ustuna SONO matseljur, sem gerir hollan partímat sem minnir helst á listaverk.
SONO matseljur er græn-metis- og vegan matar-þjónusta og „pop-up“
veitingastaður, nú opinn
á Götumarkaðinum til 24.
janúar. Kröftugu konurnar á
bak við SONO matseljur eru
Sigurlaug Knudsen Stefáns-
dóttir og Hildigunnur Einars-
dóttir.
Það mætti lýsa réttum
SONO matselja sem hollum
partímat sem lítur út eins og
listaverk. Mottó Sigurlaugar
er „let food be thy medicine“
og segir hún að hugmyndin
að SONO matseljum komi út
frá því.
„Þetta er um tólf ára gam-
alt kerfi hjá mér, út frá því
að sonur minn varð veikur.
Svona kemur oft út frá ein-
hverjum tragedíum, þar sem
maður verður fyrir reynsl-
unni,“ segir hún.
Sonur hennar varð fárveik-
ur af sjálfsofnæmissjúkdómi.
„Mjög alvarlegum og var að
berjast fyrir lífi sínu í langan
tíma. Svo varð hann betri fyr-
ir tilstilli læknisfræðinnar og
hann kom heim, en allt í einu
hrakaði honum svakalega,
og þá fórum við að hugsa um
hver orsakavaldurinn væri.
Við byrjuðum á því að kíkja á
matinn,“ segir Sigurlaug.
Mjólkin hafði áhrif
„Við höfðum ávallt borðað
hollt þannig að við hugsuðum
að þetta gæti verið eitthvað í
matnum. Það er alltaf talað
um mjólk, hveiti og sykur, og
við byrjuðum að fjarlægja það
fyrsta. Það reyndist vera akk-
úrat málið, því þá sáum við
honum strax líða betur. Þá var
náttúrulega ekkert um annað
að ræða en að þetta væri það.
Enda ekki skrýtið því við
vorum að fá mjólk beint frá
bónda, ógerilsneydda. Þess
vegna voru áhrifin svona
áberandi,“ segir Sigurlaug
og bætir við að út frá þessari
reynslu hafi ástríðan fyrir
hollri matargerð byrjað fyrir
alvöru.
„Ég fór að sjá hvaða áhrif
mismunandi matur hafði á
hann, hegðun hans og sjúk-
dóminn. Út frá því fór ég að
kafa dýpra í það sem ég hef
alltaf haft áhuga á: jurtir,
jurtafræði, heilsusamlegt líf-
erni, ræktun og svona lagað.
Ég fór að taka þetta skrefinu
lengra og kanna hvaða jurtir
væru góðar fyrir manneskju
með sama sjúkdóm og hann.
Þá kynntist ég alls konar nyt-
samlegum jurtum. En þá stóð
ég frammi fyrir öðru vanda-
máli. Ég horfði á þessar
jurtir og þetta pínulitla barn
og hugsaði með mér, hvernig
kem ég þessu eiginlega ofan í
hann? Ekki gat ég látið hann
japla á vallhumli,“ segir Sig-
urlaug og hlær.
„Þá voru góð ráð dýr og ég
byrjaði í tilraunastarfsemi að
setja jurtirnar í matinn, og
það virkaði sem slíkt. Hann
varð betri, en það spilaði
margt inn í, eins og reglu-
bundið líferni og að hugsa vel
um líkamann. Í dag liggur
sjúkdómurinn niðri en við
vitum ekki hvort hann blossar
upp aftur, en í dag er hann
stálhraustur.“
Notar jurtir mikið
Sigurlaug segir að jurtirnar
hafi fylgt henni síðan þá í
gegnum lífið. Eins og þegar
hún fær kvef, er með hausverk
eða eitthvað annað bjátar á.
„Þá leita ég alltaf til jurtanna
og alltaf geta þær hjálpað
mér. Og þaðan kemur þetta.
Ég hef ætíð verið heltekin af
mat í öllum formum. Þetta
varð bara sjálfkrafa næsta
skref, að taka þessa nálgun á
matinn. Að blanda lækninga-
jurtum við mat.“
Matseljurnar kynnast
Sigurlaug og Hildigunnur eru
báðar tónlistarmenn og kynnt-
ust í gegnum tónlistina. „Við
vorum oft að vinna saman.
Þegar maður situr á æfingum
og þarf að bíða leiðist manni
óskaplega, og þá hef ég oft
tekið með mér einhverja
matarbók eða uppskriftabók,
og við Hildigunnur sátum oft
hlið við hlið. Þarna kviknaði
þessi sameiginlegi áhugi
okkar, við fundum hvor aðra
í okkur sjálfum og fórum að
kafa meira í þetta. Fórum að
bera saman bækur okkar og
út frá þessu varð samstarf
okkar til,“ segir Sigurlaug.
Það er að verða komið ár
síðan þær byrjuðu að vinna
saman og viðbrögðin hafa
farið fram úr björtustu vonum
þeirra. Þær vissu að þær væru
með eitthvað í höndunum eftir
fyrstu „pop-up“ opnunina,
sem þær voru með á Flateyri.
„Þetta varð að einhverju æv-
intýri sem sprakk í höndunum
á okkur. Við höfðum ekki hug-
mynd um að viðbrögðin yrðu
svona. En það er greinilega
eftirspurn eftir hollum jurta-
og grænmetismat.“
Sigurlaug segir að það sé
einnig meiri eftirspurn eftir
grænmetis- og vegan fæði, þar
sem sífellt fleiri eru farnir að
minnka við sig kjötneyslu og
neyslu á öðrum dýraafurðum,
fyrir heilsuna, umhverfið og
dýrin. n
Vatnsmelónusalat
Sigurlaug deilir hér einni af sínum
uppáhaldsuppskriftum. „Einföld,
holl og góð. Kannski eilítið sumar-
leg. En stundum er sumar allt árið.
Eða eins og ljóðið segir: „Sól í
hjarta, sól í sinni,“ segir hún.
1 þroskuð vatnsmelóna
Smá myntulauf, söxuð
Nýtíndur þari (bóluþang er uppá-
haldið mitt), annars ef þið nennið
ekki að vaða sjóinn má stökkva út
í búð og kaupa þarasnakk.
Vegan fetaostur
Skolið snögglega þangið svo
enginn sandur eða annað lifandi
fylgi með. Þurrkið bóluþangið,
eða hvaða annað þang sem ykkur
lystir, og setjið á ofnplötu með smá
ólífuolíu yfir inn í ofn á blástur við
140 gráður í 15 mínútur. Fylgist vel
með að ekki brenni. Við viljum bara
þurrka þangið, ekki elda það.
Skerið vatnsmelónuna í kubba
og setið á fallegan disk (stundum
skiptir útlitið máli).
Myljið fetaostinn yfir miðjuna og
skvettið sósunni yfir. Myljið þangið
og hendið smá myntu yfir í lokin.
Salatsósa
1 mál gott eplaedik
1 msk. myntuvatn (blómavatn, fæst
í Istanbúl Market)
1 msk. hrásykur
Salt og pipar eftir smekk
Smá, þurrkuð birkilauf eða stein-
selja
Hrærið öllu saman.
Vegan feta í legi
2 þurrkaðir chilli (eftir smekk)
Börkur af 1 lífrænni sítrónu (ann-
ars er hætta á að börkurinn sé
sprautaður með eiturefnum)
4 þurrkuð lárviðarlauf
Salt og pipar
2 bollar af ólífuolíu
Vegan fetaostur
Ristið á pönnu sítrónubörk, lár-
viðarlauf og chilliflögur. Látið
reykja (já, það verður hóstað) og
kælið með góðri ólífuolíu. Bætið
fetakubbum út í og látið standa í
góða klukkustund eða jafnvel ein-
hverja daga.
Mér finnst Violife feta best í þetta.
MYND/AÐSEN
D
Sigurlaug
hefur ætíð
haft áhuga á
jurtafæði og
heilsusam-
flegu líferni.
MYND/VALLI
Guðrún Ósk
Guðjónsdóttir
gudrunosk@dv.is