Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2021, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2021, Blaðsíða 26
Það er alltaf smá drasl Y fir ellefu þúsund manns eru í Facebook-hópi þar sem fólk deilir myndum af ýmiss konar óreiðu sem finna má á venjulegum heim- ilum. Hópurinn kallast Family living – the true story – ICE- LAND og á hann mun stærri systurhóp í Svíþjóð, sem lista- konan og feminíski aktívistinn Lotta Sjöberg stofnaði. „Mér þótti full ástæða til að stofna hóp með sama tilgang á Íslandi þar sem ég skynja mikla pressu í garð kvenna um hið fullkomna heimili,” segir Elín Oddný Sigurðar- dóttir sem stofnaði íslenska hópinn. „Tilgangur síðunnar er fyrst og fremst sá að sýna hvernig getur oft litið út inni á venjulegum heimilum á þeim stundum sem ekki er venju- lega deilt á samfélagsmiðlum. Lífið er nefnilega alls konar og alls ekki jafn fullkomið og í heimi áhrifavalda á sam- félagsmiðlum. Það er mín einlæga trú, að með því að deila slíkum myndum getum við skapað gagnmenningu gegn ríkjandi óraunsæjum birtingarmynd- um hinna fullkomnu heimila og losnað undan því oki sem því fylgir fyrir marga. Í hópnum erum við aðallega að sýna hvernig ástandið getur stundum verið, það er alltaf eitthvað smá drasl, allavega oftast. Viðbrögðin komu mér satt best að segja á óvart, sérstak- lega skilaboð frá oft buguðum konum sem eru að ströggla daginn út og inn. Það felst styrkur í því að finna sam- takamátinn, að við erum ekki einar.“ n Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is Þúsundir deila opinskáum mynd- um af eigin heimilum í vinsælum Facebookhópi. Myndatextar þar sem húmorinn fær að njóta sín vekja sérstaka kátínu. ELÍN ODDNÝ SIGURÐARDÓTTIR ÚTPÆLT GULT LITAÞEMA Sniðug lausn fyrir svona opið hol, athugið að fleiri sam- setningar eru mögulegar. Endilega prófa sig áfram. HUGMYND FYRIR EINHLEYPA Eitt það leiðinlegasta við að vera einhleyp er að hafa engan að kúra með uppi í bóli. Bjó því til þennan fína „þvottamann” á rúmhelmingnum sem var auður. #ástinsigrarallt NÚTÍMALEG VINNUAÐSTAÐA Heimaskrifstofan þarf ekki að vera óþægileg eða ósmekkleg. Vel má nýta vannýtt rými innan íbúðar til að búa til hágæða og nútímalega vinnuaðstöðu. NÝSTÁRLEGT GLUGGASKRAUT Er alltaf á leiðinni að ganga frá spilunum, lagði frá mér fægiskófluna að fara loksins í að ganga frá þeim en fór óvart að gera eitthvað annað og gleymdi fægiskóflunni sem bætist þá við verkefnalistann. HÆTTUM AÐ VERA MEÐ SAMVISKUBIT „Ég var alltaf að keppast við að reyna að hafa fínt og flott eins og maður sér á mörgum Instagram-myndum, sat í fatahrúgu í sófanum að horfa á Snapchat þar sem allt var svo hreint og flott hjá öðrum og hugsaði: „Hvað er eiginlega að mér að vera alltaf með svona drasl?“ segir Kristrún Úlfarsdóttir. „Ég er sjálf að snappa (krissa4) og sýni þegar heimilið er á öðrum endanum, ég var alltaf að afsaka draslið en fékk svo boð í þennan Facebook-hóp.“ Hópurinn hefur algjörlega bjargað samviskubitinu mínu og hreinlega geðheilsunni. Þarna sá ég bara svart á hvítu að það má alveg vera með dót hér og þar, og vera ekkert síðri mamma eða amma en þessi með fallega heimilið. Hættum að vera með samviskubit yfir því að komast ekki í Hús og híbýli og höfum húmor fyrir sjálfum okkur. ÞARNA TEKUR FÓLK NIÐUR GRÍMUNA „Ég hef ekki orku í að hafa alltaf fínt og ég er ekkert sérlega húsleg að eðlisfari, og þess vegna er þessi hópur algjör lífsbjörg fyrir mig,“ segir Elva Dögg Haf- berg Gunnarsdóttir. „Að horfa yfir heimilið, sem er stundum næstum því eins og eftir sprengjuárás, og vera á bömmer yfir ástandinu, verður svo miklu auðveldara þegar maður veit að maður er ekki eina manneskjan sem þarf að díla við akkúrat þetta. Þarna tekur fólk grímuna niður, sýnir raunverulegt ástand heimilisins og fær tækifæri til þess að hlæja að sjálfu sér og öðrum án skammar. Fólk setur inn myndir og fyndinn texta og þetta er einfaldlega afar hressandi, að sjá hvernig flest okkar lifa og hvernig við tæklum draslið í lífi okkar.“ HÓPURINN LÉTTIR FÓLKI LUND „Ég játa að ég lít ekki á mig sem heilagan stríðsmann í baráttu gegn staðalímyndum Húsa og híbýla. Fyrir mér snýst þetta bara um að hafa bara smá húmor fyrir sjálfum sér,“ segir Pawel Bartoszek. Ég held að hópurinn sé fyrst og fremst mikilvægur fólki því hann léttir fólki lund. Maður veit að maður mun ekki rekast á færslur um sölu Íslandsbanka, eða nýjan skort á COVID-bóluefni. Ég hef orðið var við fleiri svona hópa, þar sem fólk vill ekki þras eða illindi. Bara að setja eitthvað sniðugt og fá gleði á móti. Ég sjálfur er ekki lengur neinn svaðalegur draslari. Ég tek alveg til og held heimilinu hreinu. En það helst auðvitað aldrei lengi. En ég er kannski í svona öfugri ímyndarvinnu myndi frekar taka mynd af fatahrúgu og setja inn heldur en að monta mig af vel hreinsaðri spanhellu. KRISTRÚN ÚLFARSDÓTTIRELVA DÖGG HAFBERG GUNNARSDÓTTIR PAWEL BARTOSZEK 26 FÓKUS 22. JANÚAR 2021 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.