Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2021, Blaðsíða 4
MEST LESIÐ
Á DV Í VIKUNNI Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST...
Gríðarlegt tjón í Háskóla Íslands
Gríðarlegt tjón varð í byggingum Háskóla Íslands í miklum
vatnsleka aðfaranótt fimmtudags. Hurðir sprungu undan
vatninu sem streymdi inn af miklum krafti, að því er talið er
um 500 lítrar af vatni á sekúndu í 75 mínútur. Ástæða lekans
var rof á aðalkaldavatnsæð Veitna við Suðurgötu. Á sumum
stöðum náði vatn upp að hné og jafnvel í efri dyrakarma. Að
sögn rektors er háskólinn ekki tryggður fyrir tjóninu sem er
talið að geti hlaupið á hundruðum milljóna króna.
Óánægja með flutning á skimunum
Kvensjúkdómalæknar höfðu varað við því að heilsugæslan
væri ekki tilbúin til að taka við skimunum vegna legháls-
krabbameins um áramót. Fjöldi kvenna bíður þess að komast
í skimun og ekki er víst hvenær úr því verður bætt. Krabba-
meinsfélagið hætti greiningu sýna í nóvember og nú liggja
2.000 sýni kvenna í pappakössum hjá heilsugæslunni og bíða
þess að vera rannsökuð. Leghálssýnin verða send úr landi til
greiningar, en það fyrirkomulag hefur verið harðlega gagn-
rýnt enda hafa sýni verið greind hér á landi um árabil og því
ljóst að bæði tæknin og þekkingin er fyrir hendi innanlands.
Alvarlegt bílslys
Alvegt bílslys varð í Skötufirði á laugardag. Fjölskylda, bú-
sett á Flateyri, var að snúa heim eftir ferðalag til Póllands
er bifreið hennar fór út af veginum og hafnaði úti í sjó. Tvö
létust í kjölfar slyssins, drengur á öðru ári og móðir hans.
Faðirinn lifði af og er líðan hans eftir atvikum. Í kjölfarið var
það fyrirkomulag gagnrýnt að ferðalangar frá útlöndum væru
skikkaðir til að keyra beina leið heim til sín eftir komuna til
landsins, jafnvel þótt þeir ættu langa leið fyrir höndum.
Ágúst Ólafur hættir
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, mun
ekki taka sæti á lista flokks síns í komandi kosningum. Ágúst
var ekki meðal fimm efstu í skoðanakönnun félagsmanna í
Reykjavík en bauð uppstillingarnefnd sáttatillögu um að hann
færi úr oddvitasæti yfir í annað sæti. Þeirri tillögu var hafnað.
Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar vegna þessa og þykir
mörgum að Ágústi sé með vilja bolað burt vegna kynferðis-
legrar áreitni sem hann var sakaður um á kjörtímabilinu.
Donald Trump ekki lengur forseti
Joe Biden tók við sem forseti Bandaríkjanna á miðvikudag og
varð 46. forseti Bandaríkjanna. Donald Trump, fráfarandi for-
seti, er því fluttur úr Hvíta húsinu og snúinn aftur til Flórída
þar sem hann er búsettur.
Sviss hafði betur
Sviss vann Ísland, 20-18, í fyrsta leik milliriðils III á Heims-
meistaramótinu í handbolta á miðvikudag. Íslenska landsliðið
var í kjölfarið gagnrýnt fyrir slakan sóknarleik, en Ísland
skoraði aðeins átján mörk í leiknum og tvö af þeim skoraði
markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson og varð þar með
næstmarkahæsti leikmaður liðsins í leiknum.
1 Jarðarför Ástu var á föstu-daginn – Lætur eftir sig fjögur
börn Ásta Halldóra Styff Óladóttir
varð bráðkvödd að heimili sínu þann
9. desember 2020.
2 Manstu eftir ítalska kyntröll-inu Fabio? – Svona lítur hann
út í dag Ítalska fyrirsætan Fabio er
61 árs og enn í fantaformi.
3 Mæðgur naktar saman í Playboy Þýska útgáfa Playboy
skartaði nöktum mæðgum á for-
síðunni, þeim Claudelle og Romy
Eckert.
4 Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan
kom tölvupósturinn sem fékk mjög
á foreldrana Foreldrar Amy Bradlay
fengu senda mynd sjö árum eftir
hvarf dóttur þeirra. Á myndinni var
vændiskona sem var sláandi lík
Amy.
5 Jóhannes Haukur borðaði þrí-rétta máltíð með einni fræg-
ustu leikkonu heims – „Við vorum
tvö ein mætt“ Leikarinn Jóhannes
Haukur Jóhannesson snæddi með
leikkonunni Cate Blanchet.
6 35 ára kennari ákærð fyrir kynferðisbrot gegn nemanda
sínum – „Hún bað hann um að hitta
sig utan skóla“ Breskur kennari
tældi 15 ára dreng og á nú yfir höfði
sér fangelsisdóm.
7 Ásmundur fylgdi tengda-syni sínum til grafar í dag
– „Við eigum góðar minningar um
dugnaðar tengdason“ Ingimar
Ágúst Guðmarsson, tengdasonur
Ásmundar Friðrikssonar þingmanns,
var borinn til grafar 16. janúar.
8 Var rekinn eftir að það fréttist af honum á djamminu
í Reykjavík Frakki sem kom til KA
árið 2006 var rekinn eftir að hann fór
á djammið daginn fyrir leik.
9 Hafnar því að hafa haldið framhjá Litlu bauninni Sara
Kohan var ásökuð um að hafa haldið
framhjá Javier Hernandez sem er
kallaður Litla baunin.
BÍLASMIÐJURINN HF.
Þú hitar bílinn með
fjarstýringu og nýtur
þannig þæginda og
öryggis
ALDREI AÐ SKAFA!
MEÐ WEBASTO BÍLAHITARA
4 FRÉTTIR 22. JANÚAR 2021 DV