Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2021, Blaðsíða 27
TÍMAVÉLIN
Með sérkennilegum hætti hefur einn helsti glæpamaður
þjóðarinnar náð að verða ein-
hver merkasti maður sinnar
samtíðar. Franklín Steiner,
margdæmdur eiturlyfja-
sali, fær sérstaka meðferð
í kerfinu, meðferð sem ekki
þýðir fyrir almúgamenn að
fara fram á. Þar er greini-
lega ekki neinn Jón Jónsson
á ferð.“ Framangreint ritaði
Dagfari í DV árið 1998 í kjöl-
far þess að upp komst að
margdæmdur glæpamaður,
Franklín Kristinn Steiner,
hafði verið í upplýsingasam-
bandi við fíkniefnadeild lög-
reglunnar um árabil.
Fæddur blaðamatur
„Ég held að ég sé fæddur
blaðamatur,“ sagði Franklín
Steiner í samtali við DV árið
1999. „Ég var aðeins fimm
daga gamall þegar ég komst
á forsíðu heimspressunnar
fyrir að vera yngsti maðurinn
sem flogið hafði yfir Atlants-
hafið.“ Franklín fæddist á
sjálfan Valentínusardaginn
árið 1947. Faðir hans var af
indíánaættum og móðir hans
var komin í beinan karllegg
frá dómkirkjuprestinum
í Reykjavík. Franklín bjó
fyrstu sex ár lífs síns í Banda-
ríkjunum, áður en hann flutti
ásamt móður sinni til Íslands.
Franklín hafði varla slitið
barnsskónum í Reykjavík
þegar hann komst fyrst í
kast við lögin, en tæplega
tvítugur var hann dæmdur
í þriggja mánaða skilorðs-
bundið fangelsi og næstu
áratugi hafði Franklín bætt
fleiri dómum á Íslandi í safn-
ið, auk dóma í Danmörku og
Svíþjóð. Allt fyrir fíkniefna-
brot sem sum hver voru stór-
felld.
Furugrundarmálið
Árið 1988 var Franklín hand-
tekinn í máli sem kallað er
„Furugrundarmálið“, en
við það tilefni fundust yfir
100 grömm af hassi og eitt-
hvað af amfetamíni á heimili
hans. Hins vegar dagaði mál
þetta uppi í kerfinu, frumrit
rannsóknargagna hurfu og
níu árum síðar gat enginn
innan lögreglunnar svarað til
um hvers vegna svona hefði
farið fyrir málum. Til að gera
málið enn vandræðalegra
hafði Franklín viðurkennt að
eiga fíkniefnin sem fundust
að heimili hans í yfirheyrslu
lögreglu. Málið var aldrei
sent til ríkissaksóknara og
Franklín var aldrei kærður.
Þessi málalok þóttu afar
tortryggileg, einkum í ljósi
þess sem síðar kom fram og
ekki var það eina málið þar
sem hann kom við sögu sem
virtist ekki hljóta hefðbundna
meðferð í kerfinu.
FÓKUS 27DV 22. JANÚAR 2021
Erla Dóra
Magnúsdóttir
erladora@dv.is
Fæddi blaðamaturinn
Franklín Steiner
ungur piltur var handtekinn
með kíló af fíkniefnum eftir
uppljóstrun Franklíns: Hið
óeðlilega við handtökuna var
að drengurinn hafði nefnilega
upphaflega keypt fíkniefnin
af Franklín, en hann var al-
gjörlega friðhelgur.“
Blóraböggull
Það var ekki fyrr en árið
1996 sem hann var hand-
tekinn aftur og dæmdur í 20
mánaða fangelsi, eftir að 250
grömm af amfetamíni fund-
ust á heimili hans. Furðu
vakti að í málinu hafði annar
maður gefið sig fram sem
taldi sig eiga efnin. Hann gat
hins vegar ómögulega munað
nákvæmlega hvað þetta var
mikið af efnum eða í hvaða
ástandi. En þótti því ljóst að
maðurinn hefði átt að gerast
blóraböggull Franklíns. Ekki
gekk sú áætlun þó eftir.
Árið 1997 varð Franklín
einn af umtöluðustu Íslend-
ingum ársins, eftir að upp
komst um samstarf hans við
fíkniefnadeildina. Fengu þá
um fjörutíu lögreglumenn
stöðu grunaðra í rannsókn á
meintum brotum í opinberu
starfi og brotum gegn refsi-
lögum. Rannsóknin beindist
einkum að tveimur starfs-
mönnum fíkniefndadeildar.
Annar var sá sem hafði þrýst
á dómsmálaráðherra að láta
Franklín lausan til reynslu,
og hins vegar lögreglumað-
ur sem hafði kvittað upp á
byssuleyfi Franklíns. Rann-
sókn lauk þó með því að ekki
þótti líklegt að sakfellingu
yrði náð í málinu og það því
fellt niður og ekki gefin út
ákæra. Rannsókn var þó gerð
á málefnum lögreglunnar og
fundnir þar ýmsir annmarkar
sem úr mætti bæta.
Nei, ekki um jólin
Franklín sjálfur átti á Þor-
láksmessu 1997 að hefja af-
plánun dóms síns, en tók
það ekki í mál að sitja inni
yfir hátíðirnar svo hann lét
sig hverfa fram á nýárs-
dag, þegar hann lét sjúkra-
bíl sækja sig. Árið 1999 var
Franklín aftur kominn heim
í heiðardalinn og veitti DV
viðtal í einbýlishúsi sínu. Þar
greindi hann frá því að hann
væri á framfæri félagsmála-
yfirvalda í Hafnarfirði því
hann væri hættur að selja
dóp. Hvernig útskýrði hann
umfram fjármagn sem hann
hafði? Jú, hann hafði grætt
svona svakalega á spilaköss-
um og hann gat sko sannað
það með kvittunum.
„Ég er 52 ára og í fínu formi
eins og allir geta séð, þrátt
fyrir allt. Ég hef tekið út mína
refsingu og nú vil ég halda
áfram að lifa eins og ég á rétt
á. En í guðanna bænum – látið
mig í friði“ n
Franklín
Steiner var
sagður njóta
góðs af
samstarfi við
lögregluna.
Hann lést árið
2013.
MYNDIR/
TIMARIT.IS
Reynslulausnin
Ekki var heppnin með Frank-
lín tveimur árum síðar, en þá
hlaut hann 29 mánaða fang-
elsisdóm fyrir fíkniefna-
brot. Lögum samkvæmt áttu
fangar, dæmdir fyrir fíkni-
efnabrot, að sitja af sér að
lágmarki tvo þriðju dómsins.
Franklín hins vegar slapp
eftir aðeins helminginn. Við
nánari skoðun málsins kom á
daginn að Franklín hafði sótt
um reynslulausn, en verið
neitað. Kvartaði hann yfir því
við dómsmálaráðherra og fór
sá fram á að erindi hans yrði
aftur tekið til skoðunar. Var
fallist samdægurs á reynslu-
lausn án frekari rökstuðnings.
Síðar var greint frá því að það
hefðu verið starfsmenn fíkni-
efnadeildar sem fóru þess á
leit við dómsmálaráðherra að
veita Franklín reynslulausn,
þar sem hann hafði lofað
upplýsingum í skiptum fyrir
frelsið. Upplýsingarnar ollu
þó vonbrigðum, en þá hafði
þegar verið fallist á að frelsa
Franklín. Árið 1992, þá enn
á reynslulausn, var Franklín
gripinn með fíkniefni í fórum
sínum. Það mál dagaði líka
uppi og Franklín fékk áfram
um frjálst höfuð að strjúka.
Dekraður fjölskylduvinur
Það taldist vel þekkt stað-
reynd í samfélaginu á þess-
um tíma að Franklín væri
umfangsmikill í eiturlyfja-
sölu hér á landi. Þótti það því
sæta furðu hversu lítil af-
skipti fíkniefnadeildin hafði
af starfsemi hans. Heim-
ildarmaður Mannlífs sagði
árið 1997: „Ég veit að það
hafa verið fjölmörg tæki-
færi til að taka Franklín með
fangið fullt af fíkniefnum.
Ástæðan fyrir því að þetta
hefur gengið svona lengi er
að hann er í beinu sambandi
við lögregluna og gefur þeim
upplýsingar sem þykja svo
verðmætar að það sé ástæða
til að láta hann í friði.“
Einn af heimildarmönnum
Blaðsins, sem þekkti vel til
starfsemi lögreglunnar, sagði
árið 2006 að samband Frank-
líns við fíkniefnadeildina
hefði verið náið. „Mér ofbauð
dekrið við Franklín Steiner.
Það leit út eins og hann væri
fjölskylduvinur. Málið sem
fyllti mælinn var þegar
Lögreglan átti í samstarfi við þekktan mann úr íslensku undir
heimunum, samkvæmt gögnum sem nýlega var lekið. Þetta er
ekki í fyrsta sinn sem svona mál kemur fram á sjónarsviðið.
Í guðanna
bænum –
látið mig í
friði.