Málfríður - 15.11.1993, Síða 7

Málfríður - 15.11.1993, Síða 7
verið að hluta tengd kunnáttu- atriðum sem nemendur eiga að hafa náð tökum á mun fyrr en í 10. bekk. I öðrum samræmdum námsgreinum er þessu ekki að heilsa. I Aðalnámskrá grunn- skóla eru sett fram almenn meginmarkmið námsins en ná- kvæmar útlistanir eða nákvæm markmið vantar. Þetta er til dæmis mjög áberandi í erlendum tungumálum en einnig í íslensku. Þegar kæmi að samningu sameiginlegra námsmarkmiða vaknar spurningin um hversu nákvæm þau eigi að vera. Sömu- leiðis er fyrirsjáanlegt að vandi kæmi upp í tengslum við túlkun einstakra kennara á sömu náms- markmiðunum. Enn einn vand- inn tengist þeim kvarða sem á að meta kunnáttu nemenda á væri áhugi fyrir því að hafa hann nákvæmari en einfaldlega „stóðst próf“/„stóðst ekki próf“ eða hlutfall markmiða sem nem- andi hefur tileinkað sér af heild- arfjölda markmiða. Nokkur fleiri vandamál kæmu upp væri áhugi fyrir því að nota markbundin próf við inntöku í háskóla sem ekki verður fjallað um hér. Loks má geta þess að innihald mark- bundins samræmds lokaprófs og staðalbundins prófs yrði sennilega ekki mjög frábrugðið. Sýnt er að velja þyrfti úr safni markmiða en ekki hægt að prófa úr þeim öllum á lokaprófi. Þá kæmi líklega upp svipuð staða og við gerð á staðalbundnum prófum þar sem velja þarf ein- stakar prófspurningar úr safni spurninga. Sömuleiðis þyrfti að ákveða hvort eingöngu ætti að prófa úr námsmarkmiðum 10. bekkjar, 8. til 10. bekkjar eða jafnvel allra bekkja grunnskól- ans. Þá má ganga út frá því að markbundin próf yrðu lengri en núverandi próf þar sem verk- efnin þyrftu að vera fleiri en á staðalbundnu prófi. Þrátt fyrir þær fyrirstöður sem hafa verið nefndar er æski- legt að huga alvarlega að gerð markbundinna samræmdra prófa hérlendis. Það krefst undirbúnings og mikillar grunn- vinnu til dæmis við gerð ná- kvæmra sameiginlegra náms- markmiða. Það á að fara hægt í sakirnar og vinna hlutina í réttri röð. Fyrst þarf að semja sam- eiginleg námsmarkmið og síðan prófið en ekki öfugt. Hugsanlegur undanfari að notkun markbundinna sam- ræmdra prófa væri smíði mark- bundinna kunnáttuprófa sem ætlað væri það hlutverk eitt að afla upplýsinga um stöðu nem- enda í einstökum námsgreinum. Þeir vankantar sem kæmu upp á meðan reynsla fengist við samn- ingu þeirra hérlendis þyrfti ekki að vera alvarlegt áhyggjuefni. Það stafar fyrst og fremst af því að niðurstaðan hefði ekki af- drifaríkar afleiðingar fyrir þá nemendur sem tækju þessi próf. Staðalbundin próf Hugsunin að baki staðal- bundnum kunnáttuprófum er sú að það safn spurninga sem inn í prófið fer geri mögulegt að álykta eða alhæfa almennt um tiltekna kunnáttuþætti á grund- velli spurninganna í prófinu. Til þess að þetta sé gerlegt eða raunhæft þarf að vanda mjög til vals á verkefnum. Með þessari tegund prófa er hægt að greina vel á milli kunnáttu nemenda. I staðalbundnu samræmdu prófi miðast framsetning niður- staðna við þann hóp sem tekur prófið hverju sinni. Stigatölur einkunna eru oftast lagaðar að normaldreifingu. Til þess að þetta sé raunhæft þarf að huga vandlega að ýmsum eiginleikum verkefna við samningu þeirra. Ekki er hægt með góðu móti að laga mjög skekkta dreifingu stigatalna að normaldreifingu. Eigi að laga stigatölur einkunna að normaldreifingu þarf að huga að því í allri prófsamningunni en ekki einungis þegar yfirferð prófsins er lokið. Það vinnuferli sem þarf að fylgja við gerð á samræmdu prófi sem hefur ýmsa eiginleika stað- albundinna kunnáttuprófa er vel þekkt og áratuga reynsla af því erlendis. Lítum nú á helstu þætti í þessu ferli í mjög stuttu máli. Prófáœtlun. Samning áætlunar um heildargerð prófs áður en byrjað er á því að semja prófið. Þessari áætlun er síðan fylgt við samningu prófsins. Þetta felur meðal annars í sér að áður en verkefni eru samin í samræmt próf er meðal annars búið að ákveða eftirfarandi: (a) upp- byggingu prófsins svo sem fjölda prófþátta sem gefa á eink- unn fyrir, (b) hvaða námsþætti á a meta, (c) tegundir prófspurn- inga í prófhlutum (fjölval, eyðu- fyllingar, opnar spurningar, rit- gerð o.s.frv.) og (d) skiptingu prófsins í verkefni sem eiga að reyna á kunnáttu staðreynda, skilning og notkun þekkingar við úrlausn verkefna o.s.frv. Það er æskilegt að kennarar sem bera ábyrgð á kennslu og undirbúningi nemenda fyrir samræmd lokapróf í hverjum skóla viti hvernig það verði best gert. Ein forsenda fyrir því er að þeir hafi nákvæmar upplýsingar um kröfur og áherslur í sam- ræmdu prófi hverju sinni. ítar- legar upplýsingar um kröfur, áherslur og uppbyggingu í sam- ræmdum prófum rýra ekki gildi þeirra heldur þvert á móti gera þau betri og réttlátari mælistiku á kunnáttu nemenda. Það á ekki að ráðast af tilviljun eða öðrum þáttum hvernig til tekst. Þá má nefna að nákvæm lýsing á krö- fum til samræmds prófs og upp- byggingu prófsins tryggir að vissu marki samfellu sem þarf að vera á milli innihalds kennslu og innihalds í samræmdu prófi eins og minnst hefur verið á hér að framan. Mat á prófáœtlun. Þegar áætlun um gerð og uppbyggingu prófsins liggur fyrir er eðlilegt að reyndir aðilar gefi viðbrögð á prófáætlun. Þetta verða að vera aðrir en þeir sem semja prófáætlunina. Samning verkefna. Þegar fyrir liggur hver uppbygging prófsins á að vera og hvaða námsþætti á að meta er hægt að semja verk- efni í prófið í samræmi við áætl- unina. Semja þarf fleiri verkefni en á að nota í frágengið próf. Samning fyrirgjafarreglna. Drög að reglum um fyrirgjöf eru samin um leið og verkefni eða prófspurningar eru samdar. Mat á verkefnum. Þegar verk- efni hafa verið samin eru fengnir reyndir aðilar (kennarar), aðrir en þeir sem semja verkefni, til þess að gera athugasemdir við 7

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.