Málfríður - 15.11.1993, Síða 8

Málfríður - 15.11.1993, Síða 8
verkefnin og koma með tillögur um breytingar. Verkefnin eru síðan lagfærð í samræmi við ábendingar. A þessu stigi er því tekið fyrsta skrefið til að athuga hvort prófið er að mæla það sem því er ætlað að mæla. Forprófun. Öll verkefni þarf að forprófa. Tilgangur forprófunar er meðal annars sá að athuga: (a) þyngdarstig spurninga, (b) dreifingu einkunna prófsins í heild og einstakra prófhluta, (c) áreiðanleika prófsins í heild og einstakra prófhluta, (d) fyrir- mæli sem fylgja prófspurningum eða prófhlutum, (e) hugtaks- réttmæti, (f) hversu langan tíma það tekur að leysa prófið, (g) hlutlægni fyrirgjafarreglna. Mikilvægt er að niðurstöðum forprófunar sé fylgt eftir. Það hefur auðvitað enga þýðingu að forprófa verkefni ef upplýsing- arnar sem fást eru ekki notaðar til að lagfæra verkefni eða semja önnur í stað þeirra sem reynast gölluð eða ótæk af einhverjum ástæðum. Það er rétt að geta þess hér að forprófun verkefna er sennilega einn mikilvægasti liðurinn í þessari upptalningu. Uppsetning prófs. Þegar drög að prófi liggja fyrir á grundvelli forprófunar og fyrirgjafarreglur hafa verið endanlegar ákveðnar er gengið frá útliti og uppsetn- ingu prófsins. Prófið er prentað, lagt fyrír, farið er yfir prófið og einkunnir gefnar. Skýrsla. Skýrsla er gerð um niðurstöðu prófanna með upp- lýsingum um áreiðanleika og réttmæti þeirra. Þessi stutta upptalning ætti að undirstrika að samræmt námsmat lýtur sérstökum vinnu- reglum sem sníða prófgerðinni þröngan stakk. Ástæðurnar eru þær að niðurstaða prófanna varðar marga og hún verður því að vera þokkalega nákvæmur mælikvarði á það sem meta á. Sömuleiðis verður að tryggja í sjálfu vinnuferlinu að prófin mæli í raun það sem þeim er ætlað að mæla. Einungis með þeim hætti geta samræmd loka- próf verið óhlutdræg og sann- gjörn gagnvart nemendum í mis- munandi skólum. Það gefur augaleið að samning bekkjarprófa krefst ekki þeirrar nákvæmni sem hér er talin upp. Ekkert er því til fyrirstöðu að þessi aðferð sé notuð þó að flest- um kennurum þyki hún sennilega óþarflega tímafrek og þung í vöf- um til að afla upplýsinga um námsstöðu nemenda sinna. Hins vegar er æskilegt að stöðluð kunnáttupróf séu samin hér- lendis í ýmsum námsgreinum. Kennarar gætu þá notað slík próf að vild með öðrum aðferðum við námsmat en þyrftu ekki að hafa áhyggjur af samningu þeirra sjálf- ir. Sömuleiðis ætti að huga alvar- lega að gerð spurningasafna í ein- stökum námsgreinum sem kenn- arar gætu sömuleiðis notfært sér að vild. Með staðalbundnum prófum er hægt að ljá einkunnum meiri merkingu en fæst með því að gefa einkunn sem hlutfall rétt leystra verkefna af heildarfjölda verkefna (sjá nánari umfjöllun um þetta efni í Einar Guðmunds- son, 1992). Hvort sem það er gert eða ekki er mikilvægt að fylgja því vinnuferli sem greint er frá hér að framan við samn- ingu samræmdra prófa. Eg hef nú, í mjög almennu og stuttu máli, fjallað um það vinnuferli sem þarf að fylgja við samningu samræmdra prófa. Væri ætlunin að semja mark- s bundin samræmd próf myndi vinnuferlið vera annað þar sem sóst er eftir öðrum eiginleikum í slíkum prófum. Enn hefur ekkert verið minnst á það hvers vegna það er mikilvægt að fá upplýs- ingar um ýmsa eiginleika sam- ræmdra prófa sem minnst hefur verið á, til dæmis í 6. lið hér að framan. Að þessu sinni læt ég nægja stutta umfjöllun um tvo þessara eiginleika - áreiðanleika og réttmæti. Áreiöanleiki Samkvæmt íslenskri Orðabók Menningarsjóðs (Árni Böðvars- son, 1963) merkir áreiðanleiki traustleiki - það að vera áreið- anlegur merkir því að hægt sé að treysta einhverjum eða að einhver sé sannorður. Þegar talað er um áreiðanleika prófs eða mælitækis þýðir það nokk- urn veginn það sama. Áreið- anleiki mælitækis þýðir að hægt sé að treysta niðurstöðu þess eða að prófið sé nákvæmt. Áreiðanlegt próf er nákvæmt í þeim skilningi að svipuð niður- staða fæst ef sama prófið eða hliðstætt próf er lagt fyrir með stuttu millibili. Það hefur ekkert mælitæki, próf eða aðrar aðferðir við námsmat verið þróað sem felur ekki í sér einhverja skekkju við notkun þess. Þetta á ekki ein- göngu við um kunnáttupróf heldur einnig aðrar tegundir prófa (sjá umfjöllun um þetta í Einar Guðmundsson, 1991). En þessi staðreynd rýrir ekki nota- gildi prófa til að meta kunnáttu nemenda eins og sumir virðast halda. Mikilvægast er að átta sig á því hversu mikil skekkjan er og um leið hvort einhver not eru af niðurstöðunni. Sú skoðun að hlutlæg kunn- áttupróf séu sérstaklega vara- söm vegna þess að niðurstaða þeirra er ekki óskeikul er byggð á misskilningi. Þetta stafar sennilega af þeirri yfirsjón að annars konar mat sé ekki háð þessum takmörkunum. Sú er auðvitað ekki raunin. Oft og tíð- um er skekkjan meiri. Munurinn felst ef til vill í því að skekkja samfara notkun hlutlægra kun- náttuprófa er metin en oft ekki þegar aðrar aðferðir eru notaðar við námsmat. Væri dómgreind okkar óskeikul og gæfi tilefni til almennra alhæfinga þyrftum við ekki á hlutlægum aðferðum að halda. Hlutlægar matsaðferðir ættu því að gagnast okkur að svo miklu leyti sem þær bæta ályktanir okkar og ákvarðanir út frá dómgreind okkar og reynslu. Eg hygg að oftar en ekki eigi þetta við. Það sem mestu máli skiptir er að velja matsaðferð eftir tilefni hverju sinni. Ein aðferð við námsmat útilokar ekki aðra. Eins og bent hefur verið á hér að framan geta huglægar matsaðferðir þjónað ágætu hlutverki með öðrum aðferðum inni í bekkjardeild en ekki í samræmdum prófum. Ýmsir þættir geta stuðlað að því að próf verði óáreiðanlegt. Eftirfarandi atriði geta ein sér 8

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.