Málfríður - 15.11.1993, Blaðsíða 18

Málfríður - 15.11.1993, Blaðsíða 18
ENSKUKENNARANAMSKEIÐ í CAMBRIDGE Dagana 9.-13. ágúst sl. sumar var haldið námskeið á Englandi á vegum enskukennarafélagsins. Námskeiðið sem var haldið í The Bell School of Languages in Cambridge sóttu um 30 grunn- og framhaldsskólakennarar víðs- vegar að af landinu. Þann 8. ágúst safn- aðist stærsti hluti hópsins saman á Heathrow flugvelli en þangað sendi skólinn langferðabíl til að flytja þátttak- endur á áfangastað. Er til Cambridge var komið komu menn sér fyrir á herbergjum sínum, en hópnum var skipt niður á þrjú gisti- heimili og þurftu sumir að búa talsvert þrengra en þeir áttu að venjast. Það var hins vegar útskýrt með því að ákaflega erfitt er að fá gistingu í Cambridge á þessum tíma árs. Að morgni 9. ágúst var síðan haldið af stað í skólann og enn ofbauð sumum fslendingnum, sem ekki er vanur að bregða mikið fyrir sig betri fætinum, þegar í ljós kom að skólinn var í röskra 20 mínútna göngufjariægð frá gistiheim- ilum. Brugðust menn við þessu með ýmsu móti, þótt flestir hafi tekið þessu sem kærkominni hressingargöngu. Skólinn, The Bell School of Langu- ages, er í útjaðri Cambridge. Hann þjónar fyrst og fremst erlendum skóla- nemum sem hyggjast sækja frekara nám í enskumælandi landi eða vilja af öðrum ástæðum bæta enskukunnáttu sína. Skólinn hefur verið starfræktur í um 40 ár og rekur útibú víða á Bretlandi og í nokkrum öðrum löndum, svo sem Ungverjalandi, Ítalíu og Sviss. Nem- endur skólans eru af ýmsum þjóðernum og kennt er í litlum blönduðum hópum, til þess að minnka líkur á að nemendur noti móðurmál sitt til samskipta. Nám- skeiðið sjálft stóð í 5 daga og var að flestra mati til mikillar fyrirmyndar hvað varðaði skipulagningu. Kennarar sem skráðir voru á námskeiðið fengu bréf frá skólanum sl. vor þar sem þeir voru beðnir um að fylla út könnun varð- andi hvað þeir vildu að lögð yrði áher- sla á í námskeiðinu. Þannig settu menn fram sínar hugmyndir um hvort tím- anum ætti að verja í umfjöllun um kennslu í málfræði, talþjálfun, bók- menntum, eða hvort beina ætti sjónum að menningu og sögu fyrst og fremst. Þegar í skólann var komið lýstu nám- skeiðshaldarar yfir ánægju með það hversu vel kennarar hefðu brugðist við þessu og auðveldað þar með skipulagn- ingu námskeiðsins. Dagskrá námskeiðsins, sem fylgir hér á eftir, var þannig uppbyggð að haf- ist var handa kl. 9 hvern morgun og unnið í tveimur lotum til hádegis. Þá var snæddur hádegisverður í matsal skólans - og verður að segjast að ljúf- fengur tvíréttaður málsverður ofan á hefðbundinn enskan morgunmat og kaffihlé með kexi er talsvert meira fæðumagn en kennarar venjulega inn- byrða. Því var ekki laust við að menn væru farnir að draga úr morgunverð- arskammtinum er leið á vikuna. Eins og sést, var námskeiðinu skipt í fyrirlestra um margvísleg efni, umræðu um að aðferðafræði og um notkun málsins og kennslu ákveðinna hugmynda. Fyrirlestrar voru meðal annars um Cambridge og þróun staðarins, um skólakerfið í Bretlandi og Roger Gower, sem margir íslenskir kennarar þekkja frá þeim kennslubókum sem hann hefur sent frá sér, hélt fyrirlestur um bók- menntakennslu. í málnotkuninni var fjallað um orðtök, mismunandi mál- lýskur og fleira. Aðferðafræðin var auk annars um málfræði, orðaforða, notkun tölva og annarra hjálpartækja í ensku- kennslu. Einnig var kynnt bókasafn skólans og heimanámsaðstaða, þar sem sér- staka athygli vakti kerfi sem byggt er upp til sjálfsnáms. Nemendur geta í samráði við kennara sína gert sér grein fyrir því hvar veikir punktar þeirra liggja (t.d. í ákveðnum þáttum mál- fræði, hlustun eða lesskilningi) - og síð- an tekið verkefnablöð í þeim þáttum þar sem vísað er á æfingar í bókum sem til eru á safninu. Nemendur vinna þetta efni og leiðrétta og halda síðan skrá yfir hvernig gengur og geta fylgst með fram- förum sínum. Þetta krefst að vísu vel búins bókasafns, og geysileg vinna liggur að baki að safna viðeigandi verk- efnum á hvert verkefnablað - en þarna er komið til móts við þarfir hvers ein- staklings á þann hátt sem aldrei er hægt í 20-30 manna bekk. Því miður gafst lítill tími fyrir hvern og einn þátt, en óhætt er að segja að menn kynntust nýjum hugmyndum, auk þess sem dustað var rykið af gömlum. Skoðunarferð um Cambridge, krá- arheimsókn, leikhúsferð til London og skoðunarferð til Ely, auk móttöku- og kveðjusamsætis, voru einnig á dagskrá sem hluti af námskeiðinu. Auk þess má sjá að þátttakendum stóðu til boða, sem hluti af skipulögðu félagslífi skól- ans, þolfimitími, myndbandssýning - og náttfatapartý! Flesta daga var formlegri dagskrá lokið um kl. 15 og tóku menn þá á rás niður í bæ til að njóta þeirra lystisemda sem þetta forna setur æðri menntunar hefur upp á að bjóða. Þar sem lok- unartímar búða eru með einkennilegum hætti í Cambridge var ekki laust við að sumir væru andstuttir þegar sest var niður á kaffihúsum og krám víðs vegar að slaka á eftir erfiðan dag. Sumir fóru auk þess í útileikhús og sáu vel heppn- aða Shakespeare-sýningu, aðrir létu sér nægja að rölta um bæinn þar sem há- skólabyggingar og kirkjur standa í röð- um milli bókabúða og minjagripaversl- ana. Ferð til Ely - þar sem skoðuð var ein stærsta dómkirkja landsins og drukkið te - var sérlega ánægjuleg, auk þess sem hluti hópsins naut leiðsagnar eins þátttakanda sem á árum áður stundaði nám í Cambridge og rifjaði meðal annars upp hæfileika sína í flat- bytnusiglingum. Að morgni iaugardags- ins 14. ágúst var haldið til London - og þaðan heim allt eftir ferðaáætlun hvers og eins. Það sem eftir stendur er minning um vel heppnað námskeið þar sem bæði voru kynntar nýjungar og hnykkt á þekktari atriðum, skemmtilegar og fjör- ugar umræður um skólamál, kennslu og kennsluaðferðir, auk þess sem gott var að dusta rykið af enskukunnátt- unni f „náttúrulegu“ umhverfi. Valborg Sveinsdóttir Menntaskólanum á Egilsstöðum 18

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.