Málfríður - 15.11.1993, Qupperneq 30
10. Skriflegar breytingar
Hægt er að ganga enn lengra
í vangaveltum varðandi sögu-
þráð með því að bjóða nem-
endum hreinlega að breyta sög-
unni, t.d. breyta endinum,
prjóna aftan við söguna eða
skrifa kaflann sem kom á undan
o.s.frv.
11. Rétt röð
Kennari skrifar upp 8-10
atriði úr verkinu (á glæru, töflu
eða pappír) sem er til umfjöllu-
nar, en gætir þess að þau séu
ekki í réttri tímaröð. Verkefni
nemendanna felst í því að finna
rétta röð. Þetta er góð æfing til
að rifja upp atburðarás. Önnur
æfing af svipuðum toga er
þannig að kennari skrifar upp
nokkrar setningar sem lýsa at-
burðum eða einhverju úr verk-
inu, bæði mikilvæg og léttvæg
atriði. Nemendur raða atburð-
unum síðan í röð eða gefa þeim
einkunn eftir mikilvægi í sög-
unni.
12. Skýringarmyndir
Ýmiss konar skýringarmyndir
geta hjálpað nemendum að átta
sig á framvindu sögunnar, per-
sónum og tengslum þeirra,
flækjum og fléttum. Þar má
nefna fjölskyldutré, spennukúr-
fur, kökurit og súlurit sem sýna
t.d. gæfu eða ógæfu persónan-
na, gæsku þeirra eða illsku, mik-
ilvægi þeirra í sögunni o.s.frv.
Nemendum þykir oft gaman að
fást við slíkar myndrænar lýsin-
gar og þær eru afar einfaldar.
ÞÚ SEM NÝTUR
MANNRÉTTINDA
GETUR HJÁLPAÐ ÞEIM
SEM EKKI NJÓTA ÞEIRRA
Mannréttindasamtökin Amn-
esty International voru stofnuð
árið 1961 og starfa nú lands-
deildir í um 60 þjóðlöndum auk
félaga í fjölmörgum öðrum lönd-
um. Baráttumál samtakanna eru
að allir samviskufangar verði
látnir lausir tafarlaust og án skil-
yrða, að pólitískir fangar fái rétt-
láta dómsmeðferð, að pynding-
ar, „mannshvörf“, aftökur án
dóms og laga og líflátsdómar
verði afnumdir.
íslandsdeild Amnesty Inter-
national var stofnuð árið 1974
og eru félagar tæplega fjögur-
þúsund. Mannréttindafræðsla er
mikilvægur hlekkur í allri mann-
réttindabaráttu og samstarf við
kennara á öllum skólastigum því
ómetanlegt.
Tungumálakennarar geta
sameinað kennslu erlendra mála
upplýsingum og fræðslu um
mannréttindi. Amnesty Inter-
national byggir baráttu sína
fyrst og fremst á bréfaskriftum
til yfirvalda og annarra sem
sekir eru um brot á mannrétt-
indum. Félagar í samtökunum
skrifa bréf byggð á nákvæmum
upplýsingum um tiltekin mann-
réttindabrot. Slíkar bréfaskriftir
geta einnig farið fram innan
skólanna í samvinnu milli kenn-
ara og nemenda. Bréfin eru skrif-
uð á erlendum tungumálum og
veita nemendum tækifæri til að
vinna að þörfu málefni samtímis
því að þeir öðlast þjálfun og
færni í ritun erlends tungumáls.
Nú stendur yfir alþjóðleg her-
ferð Amnesty International gegn
„mannshvörfum“ og pólitískum
morðum. Pólitísk morð og
„mannshvörf" um víða veröld
eru mesta ógnun sem steðjar að
mannhelgi og mannréttindum á
yfirstandandi áratugi. Valdi rík-
isins er í síauknum mæli beitt til
að fremja morð og embættis-
menn þess þjálfaðir í tækni laun-
morðingja og mannræningja.
Reynsla Amnesty International á
síðastliðnum rúmum 30 árum
hefur sýnt að það er hægt að
stuðla að breytingum, alþjóð-
legur þrýstingur leiddi til þess
að ríflega 300 manns sem höfðu
„horfið“ í Marokkó voru látnir
lausir árið 1991 eftir allt að 18
ára fangavist.
Til að binda enda á pólitísk
morð og „mannshvörf" er brýn
nauðsyn á samræmdu virku al-
þjóðlegu átaki. Samvinna milli
Islandsdeildar Amnesty Inter-
national, nemenda og tungu-
málakennara er því brýn.
Skrifstofa íslandsdeildar Amn-
esty International er til húsa að
Hafnarstræti 15 í Reykjavík.
Áhugasamir kennarar eru hvatt-
ir til að leita frekari upplýsinga
þar og fá afhent tilbúið efni
ásamt leiðbeiningum um bréfa-
skriftir.
Samvinna milli kennara og
Amnesty hefur á undanförnum
árum aukist hérlendis en er þó
hvergi nærri sambærileg við
önnur Norðurlönd. Það er því
von samtakanna að mikil og góð
samvinna verði í framtíðinni.
Okkur sem njótum mannrétt-
inda ber skylda til að hjálpa
þeim sem ekki njóta þeirra.
Jóhanna K. Eyjólfsdóttir
framkvæmdastjóri
Islandsdeildar
Amnesty Intemational
30