Málfríður - 15.05.1996, Blaðsíða 3

Málfríður - 15.05.1996, Blaðsíða 3
EFNISYFIRLIT Bls. Ávarp á málþingi STÍL og stofn- unar í erlendum tungumálum Björn Bjarnason........... 4 Tungumálakennsla og náms- öröugleikar Bryndís Sigurjónsdóttir... 6 Tungumálakennsla og starfsnám Eygló Eyjólfsdóttir........ 8 Talþjálfun Þórdís Magnúsdóttir........ 9 Ljóðasíðan Björn Björnsson........... 13 Horft um öxl Benedikt Sigvaldason...... 14 Hugmyndabankinn Agústa Harðardóttir....... 17 Endurmenntunarnámskeið FNOS Björg Juhlin.............. 21 Útbreiðsla tungumála sem fáir tala Sigrún Eiríksdóttir....... 23 Enskukennarar til Washington D.C. Gerður Guðmundsdóttir..... 25 Ráðstefnur IATEFL í York 1995 og í Stoke-on-Trent 1996 Gerður Guðmundsdóttir..... 28 Fréttir...................... 29 Málfríður Tímarit samtaka tungumála- kennara 1. tbl. 1996 Útgefandi: Samtök tungumála- kennara á Islandi Á byrgðarmaður: Auður Torfadóttir Ritnefnd: Ása Kr. Jóhannsdóttir Ásmundur Guðmundsson Ingunn Garðarsdóttir María Vigdís Kristjánsdóttir Prófarkalestur: Ásdís Kristjánsdóttir Setning, prentun og bókband: Steindórsprent-Gutenberg hf. Heimilisfang Málfríðar: Pósthólf 8247 128 Reykjavík Forsíðumyndina tók Ingunn Garðarsdóttir. Ritstjornarrabb Eins og lofað var í síðasta blaði var óskað eftir að fá erindi af málþingi STIL og Stofnunar í erlendum tungumálum, til birtingar í Málfræði. Yfirskrift þings- ins var „Um stefnumótun í kennslu erlendra tungu- mála“ og voru erindin í þeim anda. Nokkrir flutnings- manna sendu okkur greinar í tengslum við erindi sín. Fyrst ber að telja ávarp menntamálaráðherra, Björns Bjarnasonar og birtist það hér í heild sinni. Þar er fjallað um nýjungar í kennslutækni, hvernig margmiðlunartæknin muni koma inn í tungumála- kennsluna og fleira tengt þessari framtíðarsýn. Þá kemur grein eftir Bryndísi Sigurjónsdóttur, tungumála- kennara í fornámi. Þetta erindi ber heitið „Tungu- málakennsla og námsörðugleikar." Eygló Eyjólfsdótt- ir, skólameistari í Borgarholtsskóla skrifar grein um tungumálakennslu og starfsnám og Þórdís Magnús- dóttir, tungumálakennari í MK, grein um talþjálfun í tungumálakennslu. Ljóðasíðan okkar er að þessu sinni helguð verk- menntun og birtast þar ljóð eftir Björn Björnsson, raf- verktaka og söngkennara. Þá kemur önnur grein eftir Benedikt Sigvaldason. I síðasta blaði sagði hann okk- ur frá Landsprófi og upphafi þess en núna fengum við Benedikt til að segja okkur meira frá persónulegri reynslu sinni sem tungumálakennara upp úr miðri öldinni. Höfðum við í huga hið fornkveðna, „að fortíð skal hyggja, þegar framtíð skal byggja." í hugmynda- bankanum miðlar Ágústa Harðardóttir, dönskukenn- ari í Laugarlækjarskóla okkur af því hvernig hún les skáldsögur með nemendum sínum og vinnur verkefni í tengslum við það. Þá koma ýmsar frásagnir af ráðstefnum og nám- skeiðum. Endurmenntunarnámskeið FNOS, Björg Juhlin, um Lingua ráðstefnu í Helsinki, Sigrún Eiríks- dóttir og enskukennarar í Washington D.C., Gerður Guðmundsdóttir. Síðan koma fréttir frá fagfélögunum og síðast kynnig á nýjum formanni STÍL. Um leið og ritstjórn Málfríðar óskar lesendum sínum gleðilegs sumars, bjóðum við nýjan formann STIL, Kolbrúnu Valdimarsdóttur, hjartanlega vel- komna til starfa. 3

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.