Málfríður - 15.05.1996, Blaðsíða 30

Málfríður - 15.05.1996, Blaðsíða 30
enskukennara þar sem kynnt var nám og próf fyrir enskukennara í Bretlandi. A bókasýningunni í Keele var áberandi að efni á geisladiskum er að verða æ algengara. Margt af því virðist mjög svipað því sem er í kennslubókum og ekki virðast allir nýta sér möguleik- ana sem ný tækni býður upp á, heldur er aðeins verið að setja efni yfir á annað form. Diskarnir eru flestir mjög dýrir enn sem komið er. Mikil gróska er í orðabókaút- gáfu; var það áberandi bæði á ráðstefnunni í fyrra og í ár. Margar orðabækur eru fáanlegar á geisladiskum. Sá sem tekur við formennsku af Madeleine du Vivier að ári heitir Simon Greenall. Næsta ráð- stefna samtakanna verður haldin 2.-5. apríl í Brighton á Englandi. Gerður Guðmudsdóttir KYNNING Á NÝJUM FORMANNI STÍL Kolbrún Valdemarsdóttir er fædd 9. september 1938 í Reykja- vík, stúdent frá M.R. 1958. Hún hóf nám í ensku og sögu 1962 við Háskóla Islands og lauk þaðan prófi 1966. Þá hefur hún tekið þátt í námskeiðum hér- lendis og erlendis og var við framhaldsnám í Edinborg og við HÍ1987-1988. Hún hóf kennslu 1961 og var stundakennari með námi, lengst af við Kvennaskólann í Reykja- vík. Jafnframt starfaði hún sem fararstjóri á sumrin frá 1963 til 1973. Arið 1969 varð hún fastur kennari við Vogaskóla til 1976 en hefur síðan verið enskukenn- ari við Fjölbrautaskólann í Breið- holti. Kolbrún var deildarstjóri við erlenda máladeild í FB frá 1977 til 1982 og sat í stjórn Félags enskukennara frá 1986-1990. Ennfremur hefur hún verið full- trúi kennara í skólastjórn FB. Hún er gift Óskari G. Óskars- syni, borgarbókara og á þrjú uppkomin börn. Með þökk fyrir viðskiptin Landsbankinn Suðurlandsbraut 1 8 30

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.