Málfríður - 15.05.1996, Blaðsíða 21

Málfríður - 15.05.1996, Blaðsíða 21
Björg Juhlin: ENDURMENNTUNARNÁMSKEIÐ FNOS, FÉLAGS NORSKU- OG SÆNSKUKENNARA Fram að þessu hefur félagið haft fyrirlesara frá Noregi eða Svíþjóð á haustnámskeiðunum, en í þetta skipti var fenginn góð- ur íslenskur fyrirlesari, Haf- steinn Karlsson í Villingaholts- skóla. Hafsteinn varð fyrir vali af því að hann hefur mikla reynslu af kennsluháttum sem svipar til þess sem við erum að gera í norsku- og sænskukennslunni, þ.e. að kenna mörgum árgöng- um samtímis. Námskeiðið var að venju haldið í KHÍ og höfum við fengið mjög góða fyrirgreiðslu þar. Hafsteinn byrjaði á að leggja drög að kennslustund fyrir markhóp okkar sem eru nem- endur á mismunandi aldri, t.d. krakkar í 4.-7. bekk. Miðað var við tvær samfelldar kennslu- stundir á dag og þeim skipt í tvennt. 1. Breytileg verkefni. 15-30 mín. a. Umræður um líðandi stund. Mjög mikilvægt þar sem þetta eflir hópkennd og samstöðu þrátt fyrir aldursmun. b. Kennarinn les stutta sögu, t.d. þjóðsögu, tröllasögu ..., og er með lesskilnings- verkefni. Þetta getur verið forvinna fyrir ritun seinna meir. c. Einhver nemandi segir sögu eða segir frá einhverju. d. Orð dagsins. Eitthvert orð er skrifað á töfluna, t.d. snjór. Fundin rímorð: snjór, skór, sjór, sljór ... Greini bætt við: snjór-inn, skór-inn, sjór-inn, sljór-? Gengur ekki, af hverju ekki? Finna málshætti/orð- tök með þessum orðum. Finna samheiti. Búa til vísu. e. Rætt um málshætti og orðtök. f. Farið í málfræðiatriði. Það er hægt að vinna mjög lengi með svona verkefni. 2. Ritun. 25-30 mín. 3. Frjáls lestur. Bent á skáldsög- ur. Nemendur geta einnig gefið umsögn um sögur. 15 mín. Nánar um einstök atriði. Frjáls lestur. Við frjálsan lest- ur skrá nemendur alltaf í bók: hvað lastu, nafn bókar, hvenær byrjað og hvenær hætt. Gefa stjörnur eða einhverja viður- kenningu fyrir skipulagðan lest- ur. Hugmyndir um lesskilningsverk- efni. - Stutt saga þar sem orðum hefur verið kippt út. - Texti sem hefur verið klippt- ur niður og nemendur eiga að raða saman. - Sögur sem nemendinn hefur aldrei heyrt. Sagan er lesin, en fyrst er rætt saman um hvað sagan gæti fjallað út frá nafni sögunnar (skrifa á töfl- una lykilorð, þankahríð). Byrjað að lesa söguna, lestri hætt eftir einn kafla og spurt: Hvað viljið þið vita meira um textann? Hvað hefur vakið forvitni ykkar? - Uppástungur frá nemendum. Lestri haldið áfram. - Hvað haldið þið að gerist næst? Verkefni sem efla lesskilning eru mikilvæg hjálpartæki fyrir ritun sem á eftir kemur. Ritunarferli. Skipt í sjö þætti: 1. Undirbúningur - jafnvel teikn- ingar, feikir, frásagnir o.fl. 2. Skriftir. 3. Endurgjöf (feed-back), frá nemendum (efnislegt) eða frá kennara, finna eitthvað gott við textann, en spyrja hvort eitthvað er óskiljanlegt. Hvers vegna? Hver er það? Hvernig vildi það til? 4. Umritun. Nemendur skoða hver hjá öðrum. 5. Prófarkalestur. Stafsetning og málfræði, kennarinn skoðar og nemandinn notar orða- bækur og önnur hjálpargögn. (Ekki strika í texta heldur benda á hvað er rangt og út- skýra hvers vegna). Fara aldrei með verkefnið heim til að fara yfir heldur vinna allt með nemendunum. 6. Hreinritun. 7. Birting. Mjög mikilvægt. Ann- aðhvort lesið upp eða skilað í ýmsu formi t.d. hefti eða „bók“. 21

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.