Málfríður - 15.05.1996, Blaðsíða 23

Málfríður - 15.05.1996, Blaðsíða 23
Sigrún Eiríksdóttir: ÚTBREIÐSLA TUNGUMÁLA SEM FÁIR TALA Um LINGUA ráðstefnu sem haldin var í Helsinki dagana 29. og 30. mars 1996 I marsmánuði síðastliðnum var haldin á vegum LINGUA mjög áhugaverð ráðstefna í Helsinki í boði Finna. Þátttak- endur voru frá hinum ýmsu Evrópulöndum og voru yfirleitt 2 fulltrúar frá hverju landi. Und- irrituð fór fyrir hönd stjórnar Stíl með fulltrúa frá Alþjóðaskrif- stofu Háskóla Islands; Katrínu Einarsdóttur. Markmið ráðstefnunnar var meðal annars að finna leiðir um hvernig mætti auka áhuga fólks á að læra þessi svokölluðu lítið töluðu/kenndu tungumál. Ráðstefnan hófst á því að menntamálaráðherra Finnlands herra Olli-Pekka Heinonen bauð ráðstefnugesti velkomna og nefndi að Finnar þurfa að læra a.m.k. 2 tungumál og veldu yfir- leitt ensku sem fyrsta mál og svo sænsku sem annað mál. Hann talaði um að fjölbreytni í vali mætti vera meiri og bæta mætti við fleiri tungumálum, svo sem rússnesku, þar sem Rússar séu þeirra næstu nágrannar. Hann bætti einnig við að hvetja þyrfti stráka meira til tungu- málanáms þar sem stúlkur væru í miklum meirihluta í Finnlandi í slíku námi. Domenico Lenarduzzi, (Italía) formaður Evrópuframkvæmda- stjórnar, talaði því næst og sagði að vissulega væri tungu- málakunnátta mikilvæg en þó bæri að gæta að því að maður tapaði ekki sínum eigin þjóðar- einkennum né menningu. Hann sagði ennfremur að enskan þyrfti ekki að vera fyrsta mál í öllum löndum heldur gæti það allt eins verið franska, spænska eða þýska. Fyrir utan ensku væri í raun hægt að tala um hin tungumálin í Evrópu sem lítið notuð mál. Við skyldum því reyna að hafa áhrif á þá sem taka ákvarðanirnar um hvaða mál eigi að læra og ýta undir þessi svokölluðu „minna notuðu tungumál-. Lenarduzzi benti líka á að ákjósanlegast væri auð- vitað að hefja tungumálanám sem yngstur og byrja þá á lítið töluðu máli en ekki á ensku og læra síðar ensku. Hann benti á að snjöll hugmynd væri t.d. að allir Evrópubúar lærðu ensku, frönsku og þýsku og þá væri auðveldara að læra önnur mál síðar í skyldum flokkum. Ef við lærðum öll þessi 3 mál þá gæt- um við skilið hvort annað nema þá kannski Finnar og Ungverjar. Ennfremur fannst honum að tungumálanám skyldi ekki ein- skorðast við grunn- og fram- haldsskóla heldur skyldi halda áfram eftir 20 ára aldur og jafn- vel eftir sextugt. Tungumálanám skyldi því vera sjálfsagt á hvaða aldri sem er. Að lokum benti Lenarduzzi á að best væri auð- vitað að kunna tungumál þess lands sem maður væri staddur í og notaði sem dæmi að ef mað- ur væri t.d. sölumaður í Svíþjóð væri auðvitað æskilegra að tala sænsku en ensku við viðskipta- vinina. Það gæfi tvímælalaust betri árangur og þannig lærði maður líka betur um menningu landsins. Síðust tók svo til máls Irma Huttunen frá kennaradeild Oulu Háskóla í Finnlandi. Hún talaði um ýmsa áhrifaþætti í kennsl- unni svo sem Iíkamlegt og and- legt ástand nemenda svo og fé- lagslegt umhverfi þeirra og kall- aði hún þessa þrjá þætti „learn- ing environment“. Hún sagði frá því að Finnar hefja tungumála- nám við 9 ára aldur og geta svo valið hvort þeir taka annað mál strax um 11 ára aldur sem væri annars skylda við 13 ára aldur. Hún benti á yfirburði enskunnar í þessu samhengi en 98,6% finnskra barna kjósa helst að Iæra ensku. Því næst var farið í hópvinnu (workshop) þar sem einn sér- fræðingur var yfir hverjum hópi og stjórnaði umræðum um ákveðið þema. Undirrituð fór fyrri daginn í hóp þar sem þemað var fullorðinsfræðsla „Adult education“. I þessum hópi var byrjað á að skilgreina sem lítið notuð/kennd tungumál t.d. eftirfarandi mál: Gríska, portúgalska, holl- enska, ítalska, finnska, sænska, 23

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.