Málfríður - 15.05.1996, Blaðsíða 13

Málfríður - 15.05.1996, Blaðsíða 13
Ljóðin eru eftir Björn Björnsson rafverktaka og söngkennara. Hann er fæddur í Reykjavík 1945. Ljóð eftir Björn hafa birst í Morgunblaðinu. Skuggalegt mál Því dáir þú skuggann svo hverfulan svo ótryggan væntumþykjandi förunaut þeirra stunda, þegar fuglarnir syngja og blómin anga sólskinsins vegna. Vínberiö Því ekki að vaxa verða hnöttótt litríkt fyllast höfgum safa smjúga í æðar elskendanna berast með blóði að leyndustu stöðum ástarinnar. Ljóöið Segl bréfbátsins er boðberi ljóðsins þó misjafnir vindar misjafnra tíma vaggi bátnum siglir hann ofar öldudal hversdagsins að óminnisströnd. 13

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.