Málfríður - 15.05.1996, Blaðsíða 6

Málfríður - 15.05.1996, Blaðsíða 6
Bryndís Sigurjónsdóttir: TUNGUMÁLAKENNSLA OG NÁMSÖRÐUGLEIKAR Tungumálakennsla og náms- örðugleikar. Hvernig er best að hjálpa nem- anda við tungumálanám, þegar hann hefur dottið út úr námi og finnur til vanmáttar á flestum sviðum? Að sjálfsögðu er ekkert einhlítt svar við þeirri spurningu en markmiðið með þessari grein er að lýsa nokkrum þeim aðferð- um sem reynst hafa vel við tungumálakennslu við fornám Réttarholtsskóla á undanförnum árum. Nemendahópurinn hefur jafnan verið fjölbreytilegur og spannað vítt litróf námshæfni, allt frá því að vera nokkuð gott námsfólk, sem af ýmsum ástæð- um hefur dottið út úr námi, til þess að eiga við mikla námsörð- ugleika að etja. Það sem nem- endurnir eiga sameiginlegt og kemur glöggt fram í tungumála- náminu er kjölfestuleysi. Mörg þeirra hafa ár eftir ár reynt við nám sem þau hafa ekki ráðið við, ósigrarnir hafa orðið fleiri og stærri og sjálfstraustið oft löngu glatað. í tungumálum sem og í öðru námi hafa þau fæst upplifað að hafa fast land undir fótum, hafa undirstöðu sem þau geta byggt á frekara nám. I upp- hafi vetrar eru þau mörg afhuga skólanum og því góð ráð dýr ef rjúfa á vítahringinn og knýja fram viðhorfsbreytingu. I byrjun þarf því að hjálpa þeim að leggja grunn að því sem koma skal. Þau sjónarmið hafa komið fram að alls ekki eigi að reyna að kenna þessum getuminni nem- endum málfræði eða stíla. Þeir eigi hvort sem er aldrei eftir að skrifa neitt. Aðalatriðið sé að kenna þeim að skilja og bjarga sér á tungumálinu. Að sjálf- sögðu er það nauðsynlegt og hlýtur að vera eitt af grundvall- armarkmiðum námsins. En fyrir þennan tiltekna hóp nemenda reynist það kröfuhörð nálgun eingöngu og það er stór hætta á að kjölfestuleysið sem áður var gert að umtalsefni spilli allri við- leitninni og fleyti nemendunum út í sama gamla vítahringinn. Áhersla á málfræði í tengslum við eðlilegt mál hefur hins vegar reynst vel sem grunnur eða rammi sem síðan er fyllt í með vaxandi orðaforða. Þarna er að sjálfsögðu verið að leita til gam- alla kennsluhátta. Gripið er til aðferða sem þykja staglkenndar og óspennandi, síendurtekning- ar og utanbókarlærdómur. Hins vegar er fljótlega hægt að skapa með nemendunum þá tilfinningu að þeir hafi vald á og skilji ákveð- in atriði í byggingu hins erlenda tungumáls. Sú tilfinning er þeim mörgum orðin framandi en allir þekkja hvað hún er þægileg og þó oft gangi á ýmsu með fram- haldið hefur rækt við þessa nýju öryggistilfinningu oft reynst gagn- legur grundvöllur til að byggja á frekara nám. Að sjálfsögðu eru eldri aðferðir notaðar í bland með nýrri og nútímalegri aðferð- um. Sérkennsla sem þessi hefur stundum verið skilgreind sem meiri kennsla og fleiri kennslu- aðferðir við að koma á framfæri sama efni og kennt er öðrum nemendum. Skipulag náms. Þegar kemur að skipulagi námsins höfum við sótt í smiðju nýlegra rannsókna á einbeiting- arhæfni og úthaldi nemenda- hópa á borð við þá sem sótt hafa nám í fornámsdeild Réttar- holtsskóla undanfarin ár. I þeim könnunum kemur fram að út- hald og einbeitingarhæfni þess- ara nemanda er lítil. I nýlegri rannsókn Ingvars Sigurgeirsson- ar á kennsluskipulagi á unglinga- stigi kom í ljós að hin dæmi- gerða kennslustund skiptist þannig niður að um 45% kennsl- unnar var innlegg kennara með þátttöku einstakra nemenda (bekkjarkennsla), rúmlega 40% var einstaklingsbundin verk- efnavinna, en tæp 10% var hóp- vinna. Þar sem slaki nemandinn er mjög ólíklegur til þess að blanda sér í innlegg kennarans og á við einbeitingarerfiðleika að stríða er ljóst að ofangreind skipting hentar ekki fyrir þann nemendahóp sem hér er til umfjöllunar. I aðalatriðum höfum við skipt tímanum niður á eftirfarandi hátt: 25% kennslunnar er innlegg kennara. 5o% tímans fer í einstaklings- æfingar helst byggðar á ein- staklingsbundnu mati á hæfni nemendanna. 25% tímans er hópvinna eða samantekt. Kennslustundinni þarf að skipta upp í stuttar 10-15 mín- útna lotur með mismunandi efni til að halda athyglinni. Dæmi um kennsluaðferðir. Kennsluaðferðir sem notaðar eru við þennan tiltekna hóp nemenda eru margar þær sömu og notaðar eru við aðra nem- endur en áhersla ef til vill meiri 6

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.