Málfríður - 15.05.1996, Qupperneq 26

Málfríður - 15.05.1996, Qupperneq 26
Bókasafn þingsins skoðað. nemenda var fæddur utan Bandaríkjanna og móðurmál nemenda voru 27. Virðist þessi skipting vera orðin dæmigerð fyrir mörg svæði í Banda- ríkjunum sem fyrir nokkrum ár- um voru byggð hvítu fólki eingöngu. Einu sinni í mánuði var menn- ing erlendra þjóða tekin fyrir. Boðið var upp á sérkennslu fyrir efnilega nemendur í ensku, fé- lagsvísindum og stærðfræði. Hægt var að taka svokallað “international B.A. program”. Námið hafði alþjóðlegt yfir- bragð; upphaflega hafði því ver- ið komið á fyrir börn fólks úr utanríkisþjónustunni. Enskukennsla fyrir þennan blandaða hóp innflytjenda er mjög mikil og stöðugt bætast við nemendur alls staðar að úr heiminum. I báðum skólunum fengum við að sitja inni í tímum og sáum margt skemmtilegt, bæði hefðbundið og óhefðbund- ið. I einum tíma var verið að setja saman efnisbúta, sem áttu að verða að veggteppi með myndum úr sögu Bandaríkj- anna. Nemendur höfðu unnið þemaverkefni, og var þetta myndbirting á því sem þeir höfðu lesið. Hjá þessum sama hóp var líka lokaveisla. Nem- endur höfðu komið með alls kyns góðmeti með sér í skólann, aðallega ættað frá Suður- Ameríku og Asíu. Gestunum var borinn matur. Það gerði ung stúlka sem rétti fram diskinn, brosti og hneigði sig um leið. I einum hóp var verið að vinna með bókmenntahugtök. Nemendur fengu spjald með hugtökum eins og t.d. “meta- phore”, “symbol”, o.s.frv. Þeir áttu að skýra hvað hugtakið merkti og gefa svo dæmi um hvernig það var notað í sögu sem þeir höfðu lesið. í báðum skólunum var gott bókasfn. í Annendale High School voru nemendur hvattir til að lesa skáldsögur. Mikið var til af auðveldum bókum og þeir nemendur verðlaunaðir sem lásu mikið. Á veggjum héngu veggspjöld með myndum af kvikmyndastjörnum með bók. I skólunum var hægt að taka sumarnám. Nemendur völdu það af ýmsum ástæðum, til að vinna upp nám sem illa hafði gengið og til að flýta fyrir sér. Sumarnámi var haldið að nem- endum sem bjuggu við bág- bornar félagslegar aðstæður og voru mikið einir. Sama dag fórum við í heim- sókn til TESOL, Teachers of English to Speakers of Other Languages, í Alexandríu borg í Virginíu fylki og fengum yfirlit um hvernig samtökin starfa. Þetta eru greinilega mjög öflug samtök með um 19 þúsund fé- laga. Samtökin gefa út hið vand- aða tímarit FORUM. Þegar dagskrá lauk þennan dag var okkur bent á að upplagt væri að skoða gamla borgarhlut- ann í Alexandríu og taka svo neðanjarðarlest heim. Mörg okk- ar fóru að þessum ráðum. Gamla borgin er yndislegur staður, með skemmtilegum, litl- um verslunum, sem selja alls kyns handunna muni. Meðfram Potomac ánni eru skemmtilegir veitingastaðir og fallegt útivist- arsvæði. Á fimmtudeginum var farið í Center for Applied Linguistics. Sú stofnun er rekin fyrir styrktarfé, m.a. frá alríkisstjórn Bandaríkj- anna. Aðalmarkmið stofnunar- innar er að nota málvísindalegar aðferðir við að leysa vandamál við málakennslu og málanám. Verkefni sem unnið er að eru t.d. próf og rannsóknaverkefni. Rann- sóknaverkefni eru bæði stað- bundin og alþjóðleg og geta tekið nokkra daga og upp í nokkur ár. Á síðustu árum hafa málefni inn- flytjenda verið í brennidepli. Stofnunin gefur út kennslu- efni og efni á myndböndum. Okkur voru sýndar skemmtileg- ar vinnubækur sem voru á loka- stigi í vinnslu og voru þannig upp byggðar að notað var mikið af töflum og sjónrænum upp- setningum, til þess ætlaðar að hjálpa nemendum að átta sig á og setja niður flóknar hugmynd- ir. Nefnd var útgáfa á mynd- böndum ætluðum kennaraefn- um og myndband um “Com- municative Math and Science Teaching”. Einnig er gefið út efni ætlað kennurum og foreldrum. Allt efni sögðust þeir selja á kostnaðarverði. Frá okkar bæjardyrum séð væri gott að hafa svipaða stofn- un hér á landi og kemur upp í hugann gamall draumur tungu- málakennara um að hafa efni að- gengilegt á einum og sama staðnum. ERIC-upplýsinganetið sem er á Inernetinu er á vegum C.A.L. Hér fylgja með tvö netföng til að nálgast upplýsingar um tvo efn- isflokka: Languages and Linguistics: eric@cal.org Reading, English and Com- munication: ericcs@ucs. indi- ana.edu Eftir hádegi sama dag var haldið til American Federation of Teachers. Kennarasamtök í Bandaríkjunum starfa auðvitað á allt öðrum grundvelli heldur en slík samtök hér á landi. Sam- tökin semja ekki um kaup og 26

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.