Málfríður - 15.05.1996, Blaðsíða 15

Málfríður - 15.05.1996, Blaðsíða 15
Nemendur voru flestir úr dreifbýli, en ávallt einnig margir þéttbýlisnemendur, og flestir áttu það sammerkt að þurfa að sækja nám fjarri heimilum sín- um. Þeir voru langflestir orðnir 14 ára og þaðan af eldri þegar þeir komu í skólann. Námstími var aliajafna 3 ár. Svokallað ungl- ingapróf var tekið upp úr 2. bekk, og með því taldist skyldu- námi lokið. Landspróf var tekið upp úr 3. bekk. Gagnfræðapróf var einnig haldið á Laugarvatni - sem og í öðrum héraðsskólum. Fyrst um sinn var gagnfræða- próf þessara skóla tekið upp úr 3. bekk, en hefði átt að vera upp úr 4. bekk eins og í kaupstaða- skólunum. Þessi misvísun var réttlætt með því að nemendur héraðsskólanna væru flestir eldri en samsvarandi hópar þéttbýlisnemenda og var þetta látið gott heita um sinn, en breyttist til samræmingar á síðasta áratug gagnfræðaprófs- ins. Enskukennsla hófst í 2. bekk, hver kennslustund 50 mínútur 6 daga í viku. Öllu var til kostað að gjörnýta tímann. Skólatími á Laugarvatni var ekki nema 7 mánuðir á þessum árum. Nem- endur höfðu upp til hópa ekki lært neina ensku áður en þeir komu að Laugarvatni og ofur- kapp var lagt á að búa þá sem best undir 3. bekk og þar með landspróf eða gagnfræðapróf eftir atvikum. Agavandamál voru nánast óþekkt á 6. og fram eftir 7. ára- tugnum og í nokkur ár, þegar að- sókn að skólanum var hvað mest, kenndum við stundum 36-40 nemendum 2. bekkjar saman í einni bekkjardeild. Starfið var óneitanlega mjög krefjandi, en um leið gjöfult og spennandi. Nemendur komu vel- flestir í skólann fullir áhuga og væntinga, eins og það heitir á nútímamáli. Það var eins og vor í lofti, enda stóðum við þá á þröskuldi nýrrar aldar í skóla- málum. Fyrstu 10-12 árin á Laugarvatni voru skemmti- legasti tími starfsævi minnar og uppáhaldið mesta var byrj- endakennslan. Bókakannanir og val töfðu ekki enskukennara á því tímabili sem hér um ræðir. Fram á miðj- an 6. áratuginn notuðum við kennslubækur Boga Ólafssonar og síðan bækur Önnu Bjarna- dóttur. Þetta voru valkostirnir - svo einfalt var það. Kennslutæknin (ef „tækni“ skyldi kalla) var í hæsta máta hefðbundin, a.m.k. á fyrri hluta landsprófstímabilsins. Það var grammar/translation aðferðin gamalkunna, vafalaust arfleifð frá lærðu skólunum, og hafði verið við lýði „svo lengi sem elstu menn mundu" og gott betur. Stílagerð fylgdi að sjálf- sögðu með, sem og endursagnir í Iíkingu við þær sem mennta- skólanemendum var gert að læra á þessu tímabili og eitt- hvað lengur. Endursagnir voru raunar afiagðar sem hluti af landsprófsnámi þegar undirrit- aður hóf kennslu 1952. Við sem um þetta leyti vorum ungir kennarar að hefja ævistarf okkar höfðum sannast sagna næsta lítið út á hefðbundnar að- ferðir við tungumálakennslu að setja. Þessar aðferðir voru þrautreyndar og höfðu vissu- lega skilað okkur áleiðis í gegn- um skólakerfið - sem sagt: „Þetta hafði alltaf verið svona.“ BASTA. Prófverkefni landsprófs- nefndar voru að sjálfsögðu grannskoðuð og vissulega tekið mið af þeim við kennsluna. Það varð mikið metnaðarmái kapps- fullra kennara að sem flestir nemendanna næðu á landsprófi hinni langþráðu framhaldseink- unn sem var lykillinn að fram- haldsskólanámi og því mikið í húfi. Svo vel vildi til að áðurnefnd- ir kennslubókahöfundar í ensku höfðu nýtt sér framburðartákn IPA í orðasöfnum sem tilheyrðu bókunum. Undirritaður varði umtalsverðum tíma fyrstu daga og vikur með öllum byrj- endahópum við að æfa með þeim öll helstu sérkenni ensks framburðar og ganga eftir því að hljóðtáknin væru lærð og þar með fenginn framburðarlykill að orðabókum hins enskumælandi heims. - Auðvitað var fram- burðarkennslan sífellt vandamál að því leyti að nemendur heyrðu lengst af enga ensku tal- aða nema af vörum kennarans. Lítið grunaði okkur í byrjun 6. áratugarins að svo sem 10 árum síðar yrðu ailir (eða flestir) skólar landsins komnir með segulbandstæki - hvað þá held- ur að svo til á næsta leiti væri sjónvarpsöld, myndbönd og gervihnattasendingar með ensku tali ad infinitum sólahringinn út og inn og svo miklu áreitis- ástandi (exposure) gagnvart ensku að ýmsum yrði farið að þykja nóg um - en það er önnur saga. Þýðing texta á íslensku þótti sjáifsagður þáttur tungumála- náms fyrr á árum og lítið gagn- rýnd lengi vel utan stöku raddir um að vönduð þýðing væri þjálf- un í íslensku frekar en ensku. Sama átti við um stílaskriftir, þær þóttu nauðsynlegur þáttur og sjáifsagður, einmitt ekki síst í ensku þar sem ritháttar- myrkviðið krefst mikillar æfing- ar. En skelfing voru nú stíla- bókabunkarnir ógnvænleg sjón á köflum, aðgerðin þreytandi og árangurinn vafasamur. Þreyttur kennari sagði einhverju sinni að það ætti að refsa sakamönnum með því að láta þá leiðrétta stíla! Þess skal hér getið að með kennslubókum fyrir byrjendur í ensku eftir Önnu Bjarnadóttur og Boga Ólafsson fylgdu sér- prentuð stílaverkefni sniðin eftir enskum lesgreinum, þar sem málfræðiatriði voru tekin fyrir eitt af öðru. Þessir stílar voru stuttir og hnitmiðaðir og hinir gagnlegustu. Þegar ég hugsa til baka rúm- lega fjóra áratugi finnst mér einna tilfinnanlegastur hafi verið skorturinn á heppilegum hrað- lestrarbókum og æfingabókum í enskri málfræði. Þær voru hrein- lega ekki fáanlegar á þessum árum. Vandamálið var því hvers kennara fyrir sig. Málfræðin var auðvitað „lærð“ spjaldanna á milli, en hún var að of miklu leyti lærð utanbókar. Þetta speglast í flestum af fyrstu landsprófsverkefnunum í ensku. Dæmi: a) Hvernig myndast framtíð sagna í ensku? (1949). b) Segið frá spurnarfornöfn- unum í ensku. (1950) etc. 15

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.